23.12.2019Samningur LSH, HH og ÞÍH um sérnám í heimilislækningumUndirritað var samkomulag ÞÍH og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og LSH um sérnám í heimilislækningum á Íslandi þann 12.12 síðastliðinn... lesa meira
13.12.2019Fylgni milli svefnlyfjanotkunar og dánartíðniRannsóknarteymi á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Háskóla Íslands og NTNU Þrándheimi, birti nú fyrir skemmstu grein í tímaritinu BMJ Open um rannsókn þar sem könnuð var dánartíðni sjúklinga sem fengið höfðu ávísað svefnlyfjum eða kvíðastillandi lyfjum í misstórum skömmtum samfleytt um þriggja ára skeið, og voru ýmist með fjölveikindi eða ekki. ... lesa meira
05.12.2019Meðferð með hreyfiseðli í kjölfar meðgöngusykursýkiMeðgöngusykursýki er vaxandi vandamál á heimsvísu og benda erlendar rannsóknir til þess að algengi sé frá <1-28%. Á Íslandi hefur tíðnin aukist umtalsvert á síðustu árum og árið 2018 greindust 613 konur, eða samtals 16% kvenna sem voru í mæðravernd hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), með meðgöngusykursýki. ... lesa meira
29.11.2019Forvarnir í þágu ungra barnaForvarnir eru mikilvægar og er ung- og smábarnaverndin ein sú mikilvægasta. Markmið ung- og smábarnaverndar er að efla heilsu, vellíðan og þroska ungra barna með reglulegum heilsufarsskoðunum ásamt stuðningi og heilbrigðisfræðslu til fjölskyldna þeirra.... lesa meira
18.11.2019ÞÍH tíðindi 2 tbl.ÞÍH hefur nú starfað í eitt ár og því tilefni fyrir nýtt fréttabréf. Síðasta árið hefur verið viðburðarríkt og áhugavert og unnið hefur verið að fjölmörgum verkefnum. Sumum þeirra er nú þegar lokið og enn fleiri eru í vinnslu. Á komandi vetri verður áhersla lögð á að tengjast betur þeim heilbrigðisstofnunum úti á landi sem ÞÍH á að þjónusta. Nú þegar eru áformaðar heimsóknir á HSS og HSU og mikil tilhlökkun er fyrir því.... lesa meira
17.10.2019Allir fá þjálfun í endurlífgunVerkefnið Börnin bjarga nær til barna í 6.-10 bekk. Megináhersla er lögð á verklega kennslu sem byggð er á bóklegri fræðslu. Stuðst er við H-in þrjú; HORFA – HRINGJA – HNOÐA.... lesa meira
16.10.2019Börnin bjargaÍ dag, 16. október, er alþjóðlegi endurlífgunardagurinn. Af því tilefni var verkefninu „Börnin bjarga“ ýtt formlega úr vör í Víðistaðaskóla nú síðdegis. Tilgangur „Börnin bjarga“ er að kenna nemendum í 6. til 10. bekk endurlífgun.... lesa meira
24.09.2019Hiti hjá börnumÁ haustin byrja börnin á leikskólum og í skólum og komast í kynni við nýja stofna kvefveira með þeim afleiðingum að þau verða veik og fá hita. ... lesa meira
12.09.2019Lyf, náttúrulyf eða náttúruvara?Oft getur reynst erfitt að átta sig á muninum á lyfi, náttúrulyfi og náttúruvöru enda mikill hluti lyfja frá náttúrunni kominn.... lesa meira
21.08.2019Breytingar á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandendaÞróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH), vill vekja athygli á breytingum á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandenda... lesa meira
01.08.2019Útivist og hollusta um verslunarmannahelgiFram undan er mikil ferðahelgi. Íslendingar eru duglegir að nýta sér verslunarmannahelgina til að ferðast um landið, njóta útiveru og samvista við ættingja og vini. Gott helgarfrí er kjörið tækifæri til að bæta heilsuna, bæði andlega og líkamlega, þegar hlé gefst á daglegu amstri. ... lesa meira
01.08.2019Hreyfing verði taktur í lífsstílÁrið 2016 lauk innleiðingu hreyfiseðilsins á allar heilsugæslustöðvar og sjúkrastofnanir á Íslandi. Hreyfiseðillinn er meðferðarúrræði við sjúkdómum eða einkennum þeirra sjúkdóma sem vitað er að regluleg hreyfing getur haft umtalsverð áhrif á.... lesa meira
09.07.2019Móttökudagar læknakandídataDagana 11.-14. júní voru haldnir móttökudagar fyrir nýútskrifaða læknakandídata. Það eru undirbúningsdagar þar sem farið er yfir hagnýt og fagleg málefni áður en þau hefja störf sem læknakandídatar. Kandídatsárið er 12 mánaða starfsnám að loknu læknanámi og skiptist í 4 mánaða starf á heilsugæslustöð og 8 mánaða starf á sjúkrahúsi. ... lesa meira
03.06.2019Rafrænt matskerfi í starfsnámi læknakandídataÞriðjudaginn 21.maí var haldinn kynningarfundur fyrir heimilislækna um notkun rafræns matskerfis í starfsnámi læknakandídata. ... lesa meira
14.05.2019Jákvæð heilsa eða ný skilgreining á heilsuHollenskur heimilislæknir kynnti vinnu sem er í gangi í Hollandi. Þetta er það sem kallað hefur verið jákvæð heilsa eða ný skilgreining á heilsu.... lesa meira
09.05.2019Rafrettur – Bragð hættulegt börnumTæplega fjórðungur framhaldsskólanema notar rafrettur daglega en tíundi hver gerði það árið 2016. Ef þróunin heldur áfram munu myndast hópar barna og unglinga sem verða háðir nikótíni til langs tíma.... lesa meira
30.04.2019 "Arctic East" 26. -28. apríl 2019Sérnámslæknar í heimilislækningum stunda sérnám víða um land og árlega hittast þeir allir saman eina helgi á landsbyggðinni. Að þessu sinni var haldið á Austurland. ... lesa meira
12.04.2019Skólahjúkrunarfræðingar á fræðslufundiHjúkrunarfræðingar sem starfa við heilsuvernd skólabarna hittust nýverið á fræðslufundi í ÞÍH. Að þessu sinni fengu hjúkrunarfræðingarnir kynningu á möguleikum Heilsuveru. ... lesa meira
08.04.2019Forum fundir HHFundirnir eru fyrir alla lækna HH og fleiri eftir atvikum. Efni fundanna að þessu sinni var heilbrigðisþjónusta við aldraða. Þrír öldrunarlæknar fluttu erindi.... lesa meira
03.04.2019Fimm verkefni hjá HH fá styrk úr Lýðheilsusjóði 2019Þann 19. mars úthlutaði heilbrigðisráðherra tæpum 90 milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði til 172 verkefna og rannsókna. Styrkt voru fjölbreytt verkefni um land allt, ætluð öllum aldurshópum.... lesa meira
02.04.2019Mentorar í sérnámi í heimilislækningumVel var mætt á árlegan mentorafund á ÞÍIH. Saman voru komnir rúmlega 30 mentorar frá heilsugæslustöðvum á öllu landinu sem halda utan um sérnámslækna í heimilislækningum. ... lesa meira
18.03.2019Sérnámsstöður í heilsugæsluhjúkrun 2019Nú er verið að auglýsa sérnámsstöður í heilsugæsluhjúkrun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og fjórum heilbrigðisstofnunum. Þetta verður fimmti hópurinn í sérnáminu og sá stærsti. Mikil ánægja hefur verið með sérnámið bæði hjá nemendum og heilsugæslustöðvum. ... lesa meira
12.03.2019Skynsamleg notkun sýklalyfjaFlestir gera sér vonandi grein fyrir nauðsyn þess að nota sýklalyf skynsamlega, bæði vegna hættu á ónæmisþróun almennt, en einnig vegna hugsanlegra aukaverkana eða óheppilegra áhrifa lyfjanna á þann sem notar þau. Vegna þess hve sýklalyfin eru mikilvæg ber okkur öllum, almenningi svo og læknum sem ávísa lyfjunum, að ganga vel um þá auðlind sem þau eru. ... lesa meira
05.03.2019Nýir starfsmenn á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæsluNú eru komnar til starfa þær Ása Sjöfn Lórensdóttir sem tók við sem fagstjóri heilsuverndar skólabarna 1. febrúar og Anna Bryndís Blöndal lyfjafræðingur sem hóf störf 1. mars.... lesa meira
20.02.2019Góðir gestir í kjördæmavikuÞingflokkur Vinstri Grænna, þar á meðal heilbrigðisráðherra, og tveir borgarfulltrúar komu í heimsókn í kjördæmaviku. Heilsugæslan Efra Breiðholti og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu voru heimsótt og starfsemi þeirra og HH almennt kynnt... lesa meira
14.02.2019Fjölhæfir læknar sem leysa úr flestum vandamálumUmhugsunarvert er af hverju við leggjum ekki meiri áherslu á að reyna að fjölga heimilislæknum á Íslandi. Við vitum að heilbrigðiskerfi með sterka frumþjónustu og heilsugæslu farnast venjulega betur bæði hvað varðar árangur og kostnað. Sterk heilsugæsla ætti því að vera grunnstoð heilbrigðisþjónustunnar og sterk heilsugæsla verður ekki til nema með góðri mönnun vel menntaðra heimilislækna að öðrum starfsstéttum ólöstuðum.... lesa meira
08.02.2019Grein um notkun lyfja, fæðubótarefna og náttúruvara á meðgönguÍ janúar tölublaði Læknablaðsins birtist fræðigrein eftir lyfjafræðingana Unni Sverrisdóttir, Freyju Jónsdóttur og Önnu Ingibjörgu Gunnarsdóttur og læknana Hildi Harðardóttur og Ragnheiði Ingibjörgu Bjarnadóttur. Ragnheiður er hluti af teyminu sem starfar á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.... lesa meira
04.02.2019Ályktun frá Fagráði ÞÍHFagráð Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH) fagnar þeim áfanga sem náðst hefur með því að ÞÍH hafi tekið til starfa. ÞÍH mun gegna lykilhlutverki í eflingu heilsugæslu og annarar nærþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Fyrirsjáanlegt er að íslenskt samfélag fylgi sömu breytingum og heilbrigðiskerfi nágrannalandanna eru að ganga í gegnum. Með auknu hlutfalli aldraðra og lífsstílssjúkdóma, er heilsugæsla, heimahjúkrun og önnur nærþjónusta það sem þörf er að leggja hvað mesta áherslu á. ... lesa meira
10.01.2019Fagráð Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæsluFyrsti Fundur fagráðsins var haldinn á skrifstofu Þróunarmiðstöðvarinnar þann 8. janúar 2019. Almenn ánægja var með fyrsta fundinn og lofar hann vel fyrir komandi samstarf.... lesa meira
10.01.2019Viðvörun vegna aukaverkana af völdum cíprofloxacínsAlvarlegar aukaverkanir geta fylgt notkun sýklalyfja sem innihalda flúorokínolón eða kínolón.... lesa meira