Sérnám í heilsugæsluhjúkrun

Kennslustjóri sérnáms í heilsugæsluhjúkrun er 
Sesselja Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá ÞÍH

 

 

Umsjónarkennari sérnámsins við HA er
Sigríður Sía Jónsdóttir, dósent

Sérnám í heilsugæsluhjúkrun er 60 eininga diplómanám í samstarfi við Háskólann á Akureyri (HA). Námið samanstendur af fræðilegu námi við HA og klínískri þjálfun á heilsugæslustöð. Sérnámsstöðurnar veitast til eins árs í 80% starfshlutfalli. 

Sérnámsstöður eru sex við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), tvær við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), ein við Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU), ein við Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA), ein við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), ein við Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) og ein við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST). 

Hver sérnámshjúkrunarfræðingur starfar undir handleiðslu lærimeistara samkvæmt nákvæmu skipulagi klínískra námskeiða. Kennslulotur fara fram hjá HA og hjá ÞÍH 

  • Markmið sérnámsins er að auka þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga í viðfangsefnum heilsugæsluhjúkrunar.
  • Hlutverk heilsugæslunnar er skoðað út frá samfélagslegri ábyrgð hennar í þeim tilgangi að efla færni sérnámshjúkrunarfræðinga í að vinna að þróun og framgangi heilsugæslunnar innan samfélagsins. 
  • Sérstök áhersla er lögð á lausnamiðaða nálgun sem og þróun og styrkingu sérnámshjúkrunarfræðings sem sjálfstæðs meðferðaraðila í þverfaglegu samstarfi. 
  • Námið felur m.a. í sér greiningu á tækifærum innan heilsugæslunnar og hvernig þróa megi  þjónustu á þessu sviði til framtíðar ásamt því að kynnast sérhæfðu skipulagi almannavarna varðandi náttúruhamfarir eða útbreiðslu smitsjúkdóma.

Sérnám í heilsugæsluhjúkrun hófst haustið 2015.