Forum fundir HH

Mynd af frétt Forum fundir HH
08.04.2019

Forum fundir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) voru 20. mars og 4. apríl á Loftinu í Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.

Fundirnir eru fyrir alla lækna HH og að þessu sinni sóttu einnig fundina hjúkrunarfræðingar sem starfa sérstaklega að öldrunarmálum. Jafnframt var fundinum varpað til heilsugæslustöðvarinnar á Sauðárkróki.

Efni fundanna að þessu sinni var heilbrigðisþjónusta við aldraða. Þrír öldrunarlæknar fluttu erindi. Steinunn Þórðardóttir talaði um heilabilun, Anna Björg Jónsdóttir um dag, göngu og samfélagsdeild öldrunardeildar LSH og Konstantin Shcherbak um byltur aldraðra.

Góð mæting var á fundina og líflegar umræður um málefnið og þær hugmyndir sem eru á dagskrá um markvisst samstarf og samþættingu HH og öldrunardeildar LSH varðandi þjónustu við aldraða.