Stjórnun og skipulag

 

Emil Lárus Sigurðsson er forstöðumaður Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu. Hóf hann störf 1. september 2018. 

 


 

 

 

 

Emil er sérfræðingur í heimilislækningum og lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Gautaborg árið 1996.

Hann hefur starfað við Heilsugæsluna Sólvangi frá árinu 1994, þar af sem yfirlæknir 1998-2015. Frá árinu 2015 hefur hann einnig verið yfirlæknir á Þróunarstofu.

Emil er prófessor í heimilislækningum við Háskóla Íslands. Hann hefur einnig tekið virkan þátt í félagsstörfum á sviði heimilislækninga hérlendis, á Norðurlöndum og í Evrópu.

 

Heilbrigðisráðherra skipar fagráð Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu sem vinnur að stefnumörkun og tryggir tengsl við aðrar heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar.

 

Fagráðið starfar innan Þróunarmiðstöðvarinnar og er þannig skipað:

 • Emil Lárus Sigurðsson, forstöðumaður Þróunarmiðstöðvarinnar, formaður
 • Sigríður Dóra Magnúsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
 • Örn Ragnarsson, tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Norðurlands
 • Anna Guðríður Gunnarsdóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Suðurlands
 • Íris Dröfn Björnsdóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
 • Hulda Gestsdóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Vesturlands
 • Pétur Heimisson, tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Austurlands
 • Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
 • Sigríður Sía Jónsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisvísindasviði Háskóla á Akureyri
 • Ragnar Pétur Ólafsson, tilnefndur af heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands
 • Oddur Steinarsson, tilnefndur af heilsugæslustöðvunum Salahverfi, Urðarhvarfi, Höfða og Lágmúla

 

Heilbrigðisráðherra skipar fagráð Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu sem vinnur að stefnumörkun og tryggir tengsl við aðrar heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar.

 Fagráð Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu

Á myndinni eru frá vinstri: Hulda, Ragnar Pétur, Súsanna Björg, Sigríður Sía, Örn, Oddur, Pétur, Íris Dröfn og Emil Lárus.
Á myndina vantar Sigríði Dóru og Önnu Guðríði.