Sérnámsgrunnslæknar

Eftir útskrift úr læknadeild tekur við 12 mánaða starf í sérnámsgrunni.

Kennslustjóri er Gerður Aagot Árnadóttir

Að lokinni útskrift úr læknadeild tekur við 12 mánaða starf í sérnámsgrunni, þar af eru fjórir mánuðir unnir á heilsugæslu. 

Kennslustjórar sjá um skipulag og fylgja eftir gæðastöðlum sem settir eru þar sem kennslan fer fram. Skipulag vinnunnar getur verið mismunandi eftir stöðvum. 

Fyrirlestrar frá móttökukynningu júní 2022

Inngangur - Gerður Aagot Árnadóttir

Vottorð og sjúkragreiðslur - Sigríður Dóra Magnúsdóttir

Ávísun á hreyfingu - Jón Steinar Jónsson

Heilsa og vellíðan lækna - Gerður Aagot Árnadóttir

Skynsemi og skýklalyf - Einar Þór Þórarinsson

Erfiði (áhugaverði) sjúklingurinn - Þórdís Anna Oddsdóttir

Gagnleg og gagnrýnin notkun á rannsóknum í heilsugæslunni - Hrafnkell Stefánsson

 

Fyrirlestrar frá móttökukynningu október 2021

Inngangur - Gerður Aagot Árnadóttir

Vottorð og sjúkragreiðslur - Sigríður Dóra Magnúsdóttir

Ávísun á hreyfingu - Jón Steinar Jónsson

Heilsa lækna - Gerður Aagot Árnadóttir

Áverkaskoðun - aðkoma að slysstað - Steinþór Runólfsson

Gagnleg og gagnrýnin notkun á blóð- og þvagrannsóknum á heilsugæslunni - Hrafnkell Stefánsson

 

Fyrirlestrar frá móttökukynningu júní 2021

Inngangur - Gerður Aagot Árnadóttir

Vottorð og sjúkragreiðslur - Sigríður Dóra Magnúsdóttir

Ávísun á hreyfingu - Jón Steinar Jónsson

Heilsa lækna - Gerður Aagot Árnadóttir

 

Fyrirlestrar frá móttökukynningu október 2020

Kandídatsnám í heilsugæslu - Gerður A. Árnadóttir

Heilsa lækna - Gerður A. Árnadóttir

Áverkaskoðun - Linda Kristjánsdóttir

Ávísun á hreyfingu - Jón Steinar Jónsson

Erfiði sjúklingurinn - Gunnar Þór Geirsson

Rannsóknir - Jón Steinar Jónsson

Sýklalyfjanotkun - Einar Þór Þórarinsson

Vottorð og sjúkragreiðslur - Sigríður Dóra Magnúsdóttir

 

Fyrirlestrar frá móttökukynningu 2020

Kandídatsnám í heilsugæslu - Gerður A. Árnadóttir

Heilsa lækna - Gerður A. Árnadóttir

Rannsóknir og hreyfiseðill - Jón Steinar Jónsson 

Healthy lifestyle and life expectancy free of cancer

Áverkaskoðun - Linda Kristjánsdóttir

Sýklalyfjanotkun - Einar Þór Þórarinsson

Vottorð og sjúkragreiðslur - Sigríður Dóra Magnúsdóttir

Gagnleg og gagnrýnin notkun á blóð- og þvagrannsóknum á heilsugæslunni - Hrafnkell Stefánsson

 

Heilsugæslustöðvar

Sérnámsgrunnlæknum býðst að starfa ýmist á landsbyggðinni eða á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er í boði að skipta heilsugæslutímanum upp og starfa tvo mánuði á landsbyggð og tvo mánuði á höfuðborgarsvæðinu.

Heilsugæslustöðvarnar sinna almennri læknis- og hjúkrunarþjónustu, slysa- og bráðaþjónustu, dag- og síðdegisvakt, ungbarna- og mæðravernd, bólusetningum, heilsuvernd skólabarna, sálfræðiþjónustu fjölskyldna, barna og ungmenna og kennslu heilbrigðisstétta.

Aðlögun og vinnuskipulag

Sérnámsgrunnlæknir fundar með fagstjóra lækninga í byrjun þar sem farið er yfir praktísk mál varðandi vinnutíma, viðveruskráningu, laun og fleira. Nauðsynlegt er að sérnámsgrunnlæknir hafi samband að minnsta kosti tveimur vikum fyrir komu til að hægt sé að undirbúa komuna meðal annars vegna launa og tölvuaðgangs.

Þegar læknirinn mætir í heilsugæsluna fer fram kynning á starfsvettvangi, heilsugæslustöðinni, og farið yfir aðstöðu, verkferla og til hvers er ætlast og hver markmið eru með dvöl í heilsugæslunni. Lögð er áhersla á að byrja rólega með færri sjúklinga  til að sérnámsgrunnlæknir aðlagist vinnuskipulagi og tímakröfum. Reynt er að haga aðlögun í samræmi við fyrri reynslu og þekkingu viðkomandi.

Þegar aðlögun lýkur tekur sérnámsgrunnlæknir venjulega fulla móttöku auk dagvakta/húsvakta og síðdegisvakta. Hann sinnir móttöku ,símatímum og dagvöktum/húsvöktum í heilsugæslunni á venjulegum vinnutíma sem er frá 8-16. Hvert viðtal í móttöku er 20 mínútur. Að lokinni aðlögun sinnir sérnámsgrunnlæknir einnig síðdegisvakt frá 16-18. Að jafnaði er gert ráð fyrir hálfum degi í viku til að sinna pappírsvinnu eða lestri. 

Sérnámsgrunnlækni er leyfilegt að bóka tvöfalda tíma fyrir t.d. geðviðtöl en einnig að bóka flókin tilfelli og verk í samráði og með heimilislækni viðkomandi sjúklings. Einnig er hann hvattur til að veita góða eftirfylgd m.a. með símtölum eða nýrri komu. Sérnámsgrunnlæknir nýtur alltaf stuðnings heimilislækna stöðvarinnar, í móttöku og á dagvakt og síðdegisvakt. Lögð er áhersla á stundvísi og að klára vinnulista tímalega

Kennsla og handleiðsla

Sérnámsgrunnlæknir hefur gott aðgengi að heimilislæknum stöðvarinnar og er hvattur til að leita óspart til þeirra til að ræða tilfelli og þá sérstaklega í byrjun tímabilsins. Að jafnaði er gert ráð fyrir að hann leiti til þess heimilislæknis sem sjúklingur sem um er rætt er skráður hjá. Sérnámsgrunnlæknir á að kynnast ungbarna- og mæðravernd og starfar með hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum.

Fræðslufundir eru að jafnaði einu sinni í viku og ætlast er til að sérnámsgrunnlæknir sjái um a.m.k. einn fræðslufund á meðan á tíma í heilsugæslu stendur. Sérnámsgrunnlæknir fær úthlutað að jafnaði einni klst á viku í s.k. nótna- eða tilfellafundi með heimilislækni/handleiðara. Þar er á skipulagðan hátt farið yfir nótur úr sjúkraskrá eða rædd tilfelli eða sérstök vandamál sem hann hefur rekist á í starfi sínu. Mögulegt er að fá myndbandsgátun úr sjúklingamóttöku eða SMS (setið með sérfræðingi) sem getur verið afar gagnlegt fyrir sérnámsgrunnlæknirinn.

Kennslustjóri og námsmat

Kennslustjóri lækna er skilgreindur á hverri heilsugæslustöð og hittir sérnámsgrunnlækni í upphafi námsdvalar, á miðju tímabils og við lok þess. Kennslustjóri er ábyrgur fyrir skipulagi námstímans og er sérnámslækni til stuðnings og ráðgjafar. Við námsmat á þessu ári er notast við rafræna skráningu, e-Portfolio.  Sérnámsgrunnlæknir er sjálfur ábyrgur fyrir því að matsblöð séu fyllt út í samræmi við kröfur námsins. Í lok námstíma er gert lokamat á frammistöðu sérnámslæknis og farið yfir niðurstöður þess með viðkomandi.