Markmið mæðraverndar

  • að stuðla að heilbrigði móður og barns.
  • að veita faglega umönnun, stuðning og ráðgjöf.
  • að greina áhættuþætti og bregðast við þeim.
  • að veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu.

Meðgönguvernd er barnshafandi konum að kostnaðarlausu. Hún er í höndum ljósmæðra í samvinnu við heimilislækna og samráð er haft við fæðingalækna ef þörf er á. Mikilvægt er að viðhalda samfellu í þjónustunni eins og frekast er unnt.

Endurmeta ætti þarfir konunnar og verðandi foreldra í hverri skoðun. Alla meðgönguna eiga heilbrigðisstarfsmenn að vera vakandi fyrir einkennum eða ástandi sem gæti haft áhrif á heilsu móður og fósturs, svo sem fíkniefna- og áfengisneyslu, næringarástandi, heimilisofbeldi, andlegri líðan, háþrýstingi, meðgöngueitrun og sykursýki.

Í hverri skoðun ætti að gefa tækifæri til umræðna og spurninga, veita upplýsingar og benda á viðeigandi fræðsluefni. Viðbótarskoðanir eru ákveðnar í samræmi við þarfir konunnar sjálfrar og mat fagfólks.

Það er mikilvægt að hverri konu sé gert kleift að taka upplýsta ákvörðun um þá þjónustu sem hún þiggur á meðgöngunni. Það er á ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna sem annast konuna að útskýra hvaða valkosti hún hefur og veita skýrar og óhlutdrægar upplýsingar.

Leiðbeiningar/vinnulag í meðgönguvernd.
Hér er að finna þær leiðbeiningar sem notaðar eru í meðgönguvernd.
 

Hér er að finna fróðleiksmola. Fróðleiksmolarnir geta verið leiðbeiningar um verklag, umfjöllun um áhugaverðar nýjungar eða vísun á fræðandi efni og hagnýtt efni.

Mæðravernd á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu er bakland fyrir heilsugæslustöðvar varðandi sérfræðiþjónustu um mæðravernd. Fæðingarlæknar og ljósmæður á Þróunarmiðstöð veita fúslega upplýsingar og ráðgjöf um mæðravernd og taka við ábendingum. Sími 513 5000. 

Mæðraverndarsvið vinnur að þróun og uppbyggingu mæðraverndar og stuðlar að samræmingu hennar með því að:

  • vera faglegur bakhjarl við heilsugæsluna
  • veita heilbrigðisstarfsfólki og almenningi faglega ráðgjöf, fræðslu og stuðning
  • vinna að vísindarannsóknum í mæðravernd
  • vinna með heilbrigðisyfirvöldum og heilsugæslu landsins að stefnumótun mæðraverndar á landsvísu

 Helstu verkefni mæðraverndarsviðs eru:

  • innleiðing leiðbeininga um mæðravernd
  • gerð fræðsluefnis fyrir fagfólk 
  • gerð fræðsluefnis fyrir almenning á Heilsuveru
  • skráning í mæðravernd
  • sérfræðiþjónusta fæðinga- og kvensjúkdómalækna 
  • fagrýni
  • samstarf við kvennadeild LSH um sameiginleg málefni er varða mæðravernd
  • samstarf við HÍ
  • samstarf við EL
Fyrsta skoðun

Fyrsta skoðun

Fyrsta skoðun
16 vikur

16 vikur

16 vikur
25 vikur

25 vikur

25 vikur
28 vikur

28 vikur

28 vikur
31 vika

31 vika

31 vika
34 vikur

34 vikur

34 vikur
36 vikur

36 vikur

36 vikur
38 vikur

38 vikur

38 vikur
40 vikur

40 vikur

40 vikur
41 vika

41 vika

41 vika