- að stuðla að heilbrigði móður og barns.
- að veita faglega umönnun, stuðning og ráðgjöf.
- að greina áhættuþætti og bregðast við þeim.
- að veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu.
Markmið mæðraverndar
Meðgönguvernd er barnshafandi konum að kostnaðarlausu. Hún er í höndum ljósmæðra í samvinnu við heimilislækna og samráð er haft við fæðingalækna ef þörf er á. Mikilvægt er að viðhalda samfellu í þjónustunni eins og frekast er unnt.
Endurmeta ætti þarfir konunnar og verðandi foreldra í hverri skoðun. Alla meðgönguna eiga heilbrigðisstarfsmenn að vera vakandi fyrir einkennum eða ástandi sem gæti haft áhrif á heilsu móður og fósturs, svo sem fíkniefna- og áfengisneyslu, næringarástandi, heimilisofbeldi, andlegri líðan, háþrýstingi, meðgöngueitrun og sykursýki.
Í hverri skoðun ætti að gefa tækifæri til umræðna og spurninga, veita upplýsingar og benda á viðeigandi fræðsluefni. Viðbótarskoðanir eru ákveðnar í samræmi við þarfir konunnar sjálfrar og mat fagfólks.
Það er mikilvægt að hverri konu sé gert kleift að taka upplýsta ákvörðun um þá þjónustu sem hún þiggur á meðgöngunni. Það er á ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna sem annast konuna að útskýra hvaða valkosti hún hefur og veita skýrar og óhlutdrægar upplýsingar.
Leiðbeiningar/vinnulag í meðgönguvernd.
Hér er að finna þær leiðbeiningar sem notaðar eru í meðgönguvernd.
- Mat á áhættuþáttum - Áhættumat mæðraverndar
- Meðgöngusykursýki: Klínískar leiðbeiningar um skimun, greiningu og meðferð sykursýki á meðgöngu
- Klínískar leiðbeiningar um ofbeldi
- Af hverju er ég spurð um heimilisofbeldi í mæðravernd?
- Vinnulag við meðferð þunglyndis og kvíða
- Vinnuleiðbeiningar um mæðravernd í tvíburameðgöngu
- Vinnuleiðbeiningar um gallstasa á meðgöngu
- Stuðningur til tóbaksleysis á meðgöngu
Hér er að finna fróðleiksmola. Fróðleiksmolarnir geta verið leiðbeiningar um verklag, umfjöllun um áhugaverðar nýjungar eða vísun á fræðandi efni og hagnýtt efni.
- Acetylsalicylsýra - Hjartamagnýl í fyrirbyggjandi skyni á meðgöngu
- Aukið legvatn
- Blóðhagur og blóðleysi
- Blóðrannsóknir á meðgöngu
- Blæðing á fyrsta þriðjungi meðgöngu
- Blæðing á seinni hluta meðgöngu
- Bólusetningar
- Brjóstabólga (Mastitis)
- Covid-19 Meðganga og brjóstagjöf
- Condyloma Accuminata - kynfæravörtur á meðgöngu
- Flugferðir á meðgöngu
- Framköllun fæðingar
- Fyrirsæt fylgja
- Fæðing eftir keisaraskurð
- Fæðingarmáti - áhrif á grindarbotn
- Gallstasi á meðgöngu - Vinnuleiðbeiningar
- GBS - Beta hemolýtískir streptókokkar af grúppu B á meðgöngu
- Greiningarkóðar fyrir sjúkdóma á meðgöngu og eftir fæðingu
- Gyllinæð á meðgöngu
- Háþrýstingur og meðgöngueitrun (preeclampsia)
- Herpes simplex veira (HSV) á meðgöngu
- Hjartamagnýl - Acetylsalicylsýra í fyrirbyggjandi skyni á meðgöngu
- Hlaupabóla á meðgöngu
- Hreyfing á meðgöngu
- Hyperemesis gravidarum - Ógleði og uppköst á meðgöngu
- Inflúensa, meðganga og bólusetning
- Infpreg.se
- Járnskortur/blóðleysi og blóðhagur á meðgöngu
- Keiluskurður - áhrif á meðgöngu
- Kíghósti, meðganga og bólusetning
- Klamydía á meðgöngu
- Kláðamaur, lús og njálgur á meðgöngu
- Klínískar leiðbeiningar - Meðgöngusykursýki
- Klínískar leiðbeiningar - Ofbeldi
- Kynfæravörtur (Condyloma Accuminata) á meðgöngu
- Lús, njálgur og kláðamaur á meðgöngu
- Lyf á meðgöngu
- Leghálsstrok - skimun fyrir leghálskrabbameini
- Metformín á meðgöngu
- Mastitis (Brjóstabólga)
- Meðganga eftir 35 ára aldur
- Meðgöngusykursýki - klínískar leiðbeiningar
- Minnkaðar hreyfingar á síðasta þriðjungi meðgöngu
- Munntóbak á meðgöngu
- Njálgur, lús og kláðamaur á meðgöngu
- Ofbeldi í nánum samböndum
- Ofbeldi - Klínískar leiðbeiningar
- Offita á meðgöngu
- Offituaðgerðir og meðganga
- Ofnæmislyf á meðgöngu
- Ógleði og uppköst á meðgöngu - Hyperemesis gravidarum
- Ómskoðanir og dopplernotkun á meðgöngu
- Parvóveirusmit á meðgöngu
- Preeclampsia - Háþrýstingur og meðgöngueitrun
- Reykingar á meðgöngu - Áhrif
- Reykingar á meðgöngu - Hvers vegna er mikilvægt að hætta?
- Réttur erlendra kvenna
- Rhesus varnir
- Rubella - Rauðir hundar
- Segavarnir á meðgöngu og eftir fæðingu
- Skimun fyrir fjölónæmum bakteríum
- Skimun fyrir leghálskrabbameini
- Skimun fyrir sýkingum á meðgöngu
- Skjaldkirtilssjúkdómar á meðgöngu
- Sköpulagsgallar á legi, leghálsi og leggöngum
- Stuðningur til reykleysis
- Svæfingalæknir - ráðgjöf á meðgöngu
- Svefntruflanir á meðgöngu
- Tvíburameðganga - Vinnuleiðbeiningar
- Tvær æðar í naflastreng
- Vaxtarskerðing
- Verkir og dofi í höndum á meðgöngu
- Vítamín á meðgöngu
- Ytri vending
- Zika veira
- Þunglyndi og kvíði: vinnulag við meðferð í mæðravernd
- Þunglyndi - SSRI á meðgöngu
- Þvagfærasýking á meðgöngu - með eða án einkenna
Mæðravernd á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu er bakland fyrir heilsugæslustöðvar varðandi sérfræðiþjónustu um mæðravernd. Fæðingarlæknar og ljósmæður á Þróunarmiðstöð veita fúslega upplýsingar og ráðgjöf um mæðravernd og taka við ábendingum. Sími 513 5000.
Mæðraverndarsvið vinnur að þróun og uppbyggingu mæðraverndar og stuðlar að samræmingu hennar með því að:
- vera faglegur bakhjarl við heilsugæsluna
- veita heilbrigðisstarfsfólki og almenningi faglega ráðgjöf, fræðslu og stuðning
- vinna að vísindarannsóknum í mæðravernd
- vinna með heilbrigðisyfirvöldum og heilsugæslu landsins að stefnumótun mæðraverndar á landsvísu
Helstu verkefni mæðraverndarsviðs eru:
- innleiðing leiðbeininga um mæðravernd
- gerð fræðsluefnis fyrir fagfólk
- gerð fræðsluefnis fyrir almenning á Heilsuveru
- skráning í mæðravernd
- sérfræðiþjónusta fæðinga- og kvensjúkdómalækna
- fagrýni
- samstarf við kvennadeild LSH um sameiginleg málefni er varða mæðravernd
- samstarf við HÍ
- samstarf við EL