Fimm verkefni hjá HH fá styrk úr Lýðheilsusjóði 2019

Mynd af frétt Fimm verkefni hjá HH fá styrk úr Lýðheilsusjóði 2019
03.04.2019

Þann 19. mars úthlutaði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tæpum 90 milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði til 172 verkefna og rannsókna. Styrkt voru fjölbreytt verkefni um land allt, ætluð öllum aldurshópum.

Ráðherra úthlutaði styrkjunum að fengnum tillögum stjórnar Lýðheilsusjóðs sem mat umsóknir út frá því hvernig þær falla að hlutverki sjóðsins. Áður hafði fagráð Embættis landlæknis metið allar umsóknir sem bárust.

Nánari upplýsingar um verkefnin og Lýðheilsusjóð eru í frétt á vef Embættis landlæknis

Það er afar ánægjulegt að segja frá því að fimm verkefni á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fengu styrki.
 
Þau eru:
 

  • Bataskrefin myndband - Geðheilsuteymi austur HH - 500,000 kr
  • Fræðsla fyrir foreldra barna og unglinga með einhverfurófsraskanir  - Þroska- og hegðunarstöð HH - 400,000 kr
  • Færniþjálfun barna með ADHD, einhverfurófsraskanir og kvíða -  Þroska- og hegðunarstöð HH - 1.100,000 kr
  • Vinnulag við skimun og meðferð þunglyndis og kvíða í ung- og smábarnavernd - Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu - 400,000 kr
  • Þunglyndi unglinga - þjálfun í meðferð fyrir fagfólk - Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu - 500,000 kr 

Við óskum aðstandendum verkefnanna til hamingju með styrkina. Þeir munu nýtast vel að styðja þeirra góða starf.