Inngangur
Offita hjá börnum og unglingum er lýðheilsuvandi sem getur haft alvarlegar líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar. Algengi offitu hjá börnum hefur aukist á undanförnum áratugum m.a. vegna samfélagslegra breytinga, breytinga á lífsvenjum, matarvenjum og hreyfingu. Hægt er styðja við börn og fjölskyldur þeirra með því að bjóða þeim meðferð og ráðgjöf um heilsusamlegt mataræði, hreyfingu, hvíld og geðheilbrigði.
.jpg?proc=Portrait)
Þessar leiðbeiningar veita vísindalega gagnreyndar ráðleggingar fyrir heilbrigðisstarfsmenn til að meta, meðhöndla og hafa eftirlit með offitu hjá börnum og unglingum.
Þessar leiðbeiningar byggja á eftirfarandi klínískum leiðbeiningum um offitu hjá börnum:
- Samtök barnalækna í USA (American Academy of Pediatrics. AAP) .
- Írskar leiðbeiningar og flæðirit.
- Hollenskar leiðbeiningar og Richtlijn - NVK.
- Sænskar leiðbeiningar.
Ábendingar og athugasemdir við þessar leiðbeiningar má senda á throunarmidstod@heilsugaeslan.is