Liv Anna Gunnell
fagstjóri sálfræðiþjónustu

Hlutverk sálfræðiþjónustu ÞÍH er að vera leiðandi í því að samræma verkferla og sálfræðiþjónustu í heilsugæslu í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og heilsugæslu á landsvísu, í samræmi við lög og reglugerðir sem eiga við um þjónustuna og klínískar leiðbeiningar um bestu mögulegu meðferð hverju sinni. (3.gr. laga um réttindi sjúklinga nr.74/1997).

Markmiðið er að tryggja jafnt aðgengi að gagnreyndri sálfræðiþjónustu fyrir alla notendur heilsugæslunnar um allt land. Þjónustan felur í sér mat og gagnreynda meðferð við vægum til miðlungs einkennum kvíða, þunglyndi og áfallastreituröskun (sjá 18. og 19.gr reglugerðar nr. 1111/2020 og kafla A.3 í stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum ríkisstjórnar nr. 28/145). Við meðferð kvíðaraskana, þunglyndis og áfallastreituröskunar er yfirleitt mælt með hugrænni atferlismeðferð.

Gæðahandbók sálfræðiþjónustu fullorðinna í 1. línu heilsugæslu 2022

 

 

2022 Ársskýrsla Sálfræðiteymi Vestur

Börn og unglingar

RCADS

RCADS - foreldraeintak

Childfirst - RCADS í stuttum og löngum útgáfum og PSWQ-C

Í júní 2020 barst Þróunarmiðstöð bréf þess efnis að í aukafjárlögum 2020 var samþykkt samtals 540 milljón króna fjárheimild til málaflokks heilsugæslu til að stórefla heilsugæsluþjónustu um land allt með áherslu á geðheilbrigðismál.

Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að veita ÞÍH 64,5 milljónir af þessari fjárheimild. Gert er ráð fyrir að þetta verkefni standi yfir í tólf mánuði og er fjármununum ætlað til eftirtalinna verkefna:

  • ÞÍH útbúi fræðsluefni fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu. Verði þessari fræðslu síðan miðlað rafrænt til viðeigandi aðila.
  • Efling og samhæfing geðræktarstarfs, forvarna og stuðnings við börn og ungmenni sem sagt með auknum áherslum og fræðslu í skólahjúkrun, ungbarnavernd og annarri þverfaglegri heilsugæsluþjónustu í takt við stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum.
  • ÞÍH útbúi fræðsluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk um neyslu- og fíknivanda.
  • Almenn styrking ÞÍH.

Ljóst er að um gríðarlega stórt verkefni er að ræða og auk þess að fjöldi starfsmanna ÞÍH koma að þessu verkefni hafa fjórir sálfræðingar verið ráðnir í samtals 1,4 stöðugildi til ÞÍH tímabundið til þess að koma að þessu verkefni. 

1.september hefst Gulur September. Opnunarviðburður eftir hádegi. 

10.september: Guli dagurinn - allir að mæta í gulu og/eða hafa gular veitingar. 

Sjá dagskrá á vegum sálfræðingafélags, félags sálfræðinga í heilsugæslu og ÞÍH. 

Opin fræðsluerindi alla fimmtudaga í hádeginu kl.12-12:30 í streymi frá sálfræðingafélaginu.

 

2.október. Fjarfundur á teams kl.9-10

Fyrsti sálfræðingafundur haustsins. Rætt um áherslur haustsins, gulan september, mikilvægar dagsetningar og áherslur í sálfræðiþjónustunni. 

2.október. Fjarvinnustofa á teams kl.10-11

Krísuplan við aukna sjálfsvígshættu. Hægt að óska eftir viðurkenningarskjali vegna endurmenntunar. 

 

10.október: Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. Fræðsluerindi kl.12-13 í streymi frá sálfræðingafélaginu. 

 

Í tilefni af gulum september verður boðið upp á vinnustofur um sjálfsvígsáhættumat.

Allir sem vinna í sálfræðiþjónustu hvattir til þess að sækja slíka vinnustofu á 1-2ja ára fresti. 

Fyrirkomulagið er tvískipt: 

1. Áhorf á upptöku af fræðsluefni: 2klst 7 mín og verkefni úr því unnið samhliða, max 3 vikum fyrir seinni hluta. 

2. Mæting í 90 mín umræðuhóp, 10-12 í hverjum hóp - mæta með útfyllt/undirbúið verkefni.

 

Tímasetningar fyrir umræðuhóp: 

Sálfræðingar: Þriðjudagur 10.september, kl.10:00-11:30.

Staðsetning: Álfabakka 16, Reykjavík. Fundarherbergi: Lautin. 

 

Sálfræðingar: Þriðjudagur 12.september, kl.13:30-15:00,

Staðsetning: Teams, fjarfundur. 

 

Aðrir: Fimmtudaginn 26.september, kl.13:30-15:00,

Staðsetning: Álfabakka 16 - ef næst hópur. 

 

Einnig má hafa samband ef heilbrigðisstarfsfólk í fyrstu línu heilsugæslu hafa áhuga á að skipuleggja slíka vinnustofu fyrir starfsfólk sinnar heilsugæslu eða faghópa. 

Hægt að óska eftir viðurkenningarskjali vegna endurmenntunar. 

 

Minnum á: 

  • Nýja rafræna matslistann sem hægt er að nota við upphaf sálfræðiþjónustu hjá fullorðnum. WSAS ætti einnig að vera orðið aðgengilegt. 
  • GAD aðgengilegt nú á pólsku.
  • Nýlegt lesefni á heilsuveru fyrir notendur um sorg, missi, áráttu- og þráhyggjuröskun, félagsfælni, heilsukvíðaröskun, sjálfsvígshugsanir ofl. 

 

Sjálfsvígs-hætta

Sjálfsvígs-hætta

Sjálfsvígs-hætta
Gulur september

Gulur september

Gulur september
BCI

BCI

BCI
Börn - Bjargráð á biðtíma

Börn - Bjargráð á biðtíma

Börn - Bjargráð á biðtíma
Aðstæðu-bundinn vandi

Aðstæðu-bundinn vandi

Aðstæðu-bundinn vandi