Liv Anna Gunnell
fagstjóri sálfræðiþjónustu
Hlutverk sálfræðiþjónustu ÞÍH er að vera leiðandi í því að samræma verkferla og sálfræðiþjónustu í heilsugæslu í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og heilsugæslu á landsvísu, í samræmi við lög og reglugerðir sem eiga við um þjónustuna og klínískar leiðbeiningar um bestu mögulegu meðferð hverju sinni. (3.gr. laga um réttindi sjúklinga nr.74/1997).
Markmiðið er að tryggja jafnt aðgengi að gagnreyndri sálfræðiþjónustu fyrir alla notendur heilsugæslunnar um allt land. Þjónustan felur í sér mat og gagnreynda meðferð við vægum til miðlungs einkennum kvíða, þunglyndi og áfallastreituröskun (sjá 18. og 19.gr reglugerðar nr. 1111/2020 og kafla A.3 í stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum ríkisstjórnar nr. 28/145). Við meðferð kvíðaraskana, þunglyndis og áfallastreituröskunar er yfirleitt mælt með hugrænni atferlismeðferð.
Gæðahandbók sálfræðiþjónustu fullorðinna í 1. línu heilsugæslu 2022
10.september: Guli dagurinn - allir að mæta í gulu og/eða hafa gular veitingar.
Sjá dagskrá á vegum sálfræðingafélags, félags sálfræðinga í heilsugæslu og ÞÍH.
Opin fræðsluerindi alla fimmtudaga í hádeginu kl.12-12:30 í streymi frá sálfræðingafélaginu. Opið öllum, dagskrá og hlekki á fræðsluerindi hér. Sjá upptökur af liðnum fræðsluerindum hér.
2.október. Fjarfundur á teams kl.9-10
Fyrsti sálfræðingafundur haustsins. Rætt um áherslur haustsins, gulan september, mikilvægar dagsetningar og áherslur í sálfræðiþjónustunni.
2.október. Fjarvinnustofa á teams kl.10-11
Krísuplan við aukna sjálfsvígshættu. Hægt að óska eftir viðurkenningarskjali vegna endurmenntunar.
Áhugasamir sendið póst til Liv Önnu.
10.október: Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn.
Fræðsluerindi kl.12-13 í streymi frá sálfræðingafélaginu.
Í tilefni af gulum september verður boðið upp á vinnustofur um sjálfsvígsáhættumat.
Allir sem vinna í sálfræðiþjónustu hvattir til þess að sækja slíka vinnustofu á 1-2ja ára fresti.
Fyrirkomulagið er tvískipt:
1. Áhorf á upptöku af fræðsluefni: 2klst 7 mín og verkefni úr því unnið samhliða, max 3 vikum fyrir seinni hluta.
2. Mæting í 90 mín umræðuhóp, 10-12 í hverjum hóp - mæta með útfyllt/undirbúið verkefni.
Tímasetningar fyrir umræðuhópa:
Sálfræðingar: Fimmtudagur 10.september, kl.8:30-10.
Staðsetning: Teams, fjarfundur
Sálfræðingar: Fimmtudagur 12.september, kl. 8:30-10.
Staðsetning: Teams, fjarfundur.
Einnig má hafa samband ef heilbrigðisstarfsfólk í fyrstu línu heilsugæslu hafa áhuga á að skipuleggja slíka vinnustofu fyrir starfsfólk sinnar heilsugæslu eða faghópa.
Hægt að óska eftir viðurkenningarskjali vegna endurmenntunar.
Minnum á:
- Nýja rafræna matslistann sem hægt er að nota við upphaf sálfræðiþjónustu hjá fullorðnum. WSAS ætti einnig að vera orðið aðgengilegt.
- GAD aðgengilegt nú á pólsku.
- Nýlegt lesefni á heilsuveru fyrir notendur um sorg, missi, áráttu- og þráhyggjuröskun, félagsfælni, heilsukvíðaröskun, sjálfsvígshugsanir ofl.
Reglulegar vinnustofur á ensku á the Oxford Cognitive Therapy Centre.
On demand vinnustofur á ensku hjá CBT Reach.
td. Short BA for depressed adolescents. Laura Pass.
2024
Föst. 11.okt. og lau 12.okt. kl.9-16.
COGNITIVE THERAPY FOR PTSD
Vinnustofa með Nick Grey. Meðferð sem nýtist vel með fullorðnum - í heilsugæslu.
Kostnaður 79.800 - snemmskráning til og með 9.október.
Sjá hér.
21.október kl.17:30-20:30 CET
Mindful parenting in challenging times.
Susan Bögels. Sjá hér.
Föst. 1.nóv og lau 2.nóv.
Using CBT interventions for patients with somatic diseases
Torkil Berge. Endurmenntun (hluti af HAM sérnáminu)
Föst 29.nóv. og lau 30.nóv.
CBT for chronic pain, pain management and other long term conditions.
Helen Macdonald. Endurmenntun (hluti af HAM sérnáminu)
2025
Föst. 10.jan.- lau. 11.jan.
CBT for eating disorders
Glen Waller. Endurmenntun (hluti af HAM sérnáminu)
Föst. 31.jan og lau. 1.feb.
Trauma focused CBT for Children and young people.
David Trickey. Endurmenntun (hluti af HAM sérnáminu)
3rd – 6th September 2025 - Glasgow, Skotlandi
5. EABCT Congress 2025
Haldin í samráði við BABCP sem mun ekki halda eigin ráðstefnu það árið.
2026
24.-28.júní - San Francisco
11. WCCBT - CBT heimsráðstefnan
16-19. september - Brussels, Belgium
56. EABCT Congress 2026
2027
September 2027 - nánari dagsetning kemur síðar
57. EABCT Congress 2027 – Warsaw, Poland
Fullorðnir
PHQ9 og GAD-7 á mörgum tungumálum
Skimun á þunglyndi og kvíða - leiðbeiningar um notkun PHQ-9 og GAD-7
Börn og unglingar
- Bæklingar frá NHS um kvíða, depurð, heimilisofbeldi, áfengisneyslu og fleira. Með þýðingum á mörgum tungumálum.
- Þegar foreldri deyr
- Sálrænn stuðningur - viðbrögð og bjargir
- Bjargráð á biðtíma fyrir foreldra barna með kvíða eða annað
Í júní 2020 barst Þróunarmiðstöð bréf þess efnis að í aukafjárlögum 2020 var samþykkt samtals 540 milljón króna fjárheimild til málaflokks heilsugæslu til að stórefla heilsugæsluþjónustu um land allt með áherslu á geðheilbrigðismál.
Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að veita ÞÍH 64,5 milljónir af þessari fjárheimild. Gert er ráð fyrir að þetta verkefni standi yfir í tólf mánuði og er fjármununum ætlað til eftirtalinna verkefna:
- ÞÍH útbúi fræðsluefni fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu. Verði þessari fræðslu síðan miðlað rafrænt til viðeigandi aðila.
- Efling og samhæfing geðræktarstarfs, forvarna og stuðnings við börn og ungmenni sem sagt með auknum áherslum og fræðslu í skólahjúkrun, ungbarnavernd og annarri þverfaglegri heilsugæsluþjónustu í takt við stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum.
- ÞÍH útbúi fræðsluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk um neyslu- og fíknivanda.
- Almenn styrking ÞÍH.
Ljóst er að um gríðarlega stórt verkefni er að ræða og auk þess að fjöldi starfsmanna ÞÍH koma að þessu verkefni hafa fjórir sálfræðingar verið ráðnir í samtals 1,4 stöðugildi til ÞÍH tímabundið til þess að koma að þessu verkefni.
- Í neyðartilfellum hringja í 112
- Bráðamóttaka geðdeildar
- er staðsett á Hringbraut og er opin frá kl. 12-19 á virkum dögum og kl. 13-17 á frídögum.
- Sími bráðamóttöku geðdeildar er 543-4050 á opnunartíma.
- Á öðrum tímum er móttakan á bráðamóttöku í Fossvogi.
- Hægt er að leita þangað með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma.
- Sjá hjálpleg símanúmer og hlekki í lesefni um sjálfsvígshugsanir hér á heilsuveru.
Ráðgjöf í síma:
- Sjálfsvígshugsanir: Píeta samtökin
- Sími 552-2218. Opið allan sólarhringinn
- Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Boðið er upp á viðtöl og stuðningshópa fyrir 18 ára og eldri.
- Heilsugæslan
- Símaráðgjöf upplýsingamiðstöðvar heilsugæslunnar:1700 Opið allan sólarhringinn.
- Hjálparsími Rauða Krossins: 1717
- Hjálparsíminn er alltaf opinn. Trúnaði og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis.
Netspjall:
ÞJÓNUSTA FYRIR FULLORÐNA
- Heilsugæslan
- Hægt er að leita til heilsugæslu á opnunartíma en hér má finna næstu heilsugæslustöð.
- Aðstandendur fólks með áfengis- og/eða vímuefnavanda (SÁÁ)
- Viðtalsþjónusta er í boði alla virka daga frá kl. 8.15 – 12.00 og 13.00 – 16.00. Hana geta allir aðstandendur nýtt sér, bæði þeir sem vita að einhver þeim nákominn á við áfengis- og vímuefnavanda að stríða og hinir sem eru í vafa og vilja fá upplýsingar og greiningu.
- Viðtölin taka oftast um 45 mínútur. Hægt er að panta tíma í síma 530-7600.
- Fjölskyldumeðferð (SÁÁ)
- Fjölskyldumeðferð tekur fjórar vikur og er haldin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 16.00 til 18.00.
- Að lokinni fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7
- Aðstandendur ungmenna með áfengis- og/eða vímuefnavanda (SÁÁ)
- Foreldranámskeið
- Foreldranámskeið er sérstaklega ætlað foreldrum og/eða öðrum aðstandendum ungmenna (15-25 ára) sem eiga í áfengis- og/eða vímuefnavanda, hvort sem þau hafi farið í meðferð hjá SÁÁ eða ekki.
- Foreldranámskeiðið er byggt á gagnreyndum aðferðum eins og áhugahvetjandi samtali (Motivational Interviewing) og CRAFT (Community Reinforcement and Family Training).
- Heildarverð námskeiðs eru 50.000 kr fyrir einstakling og 75.000 kr fyrir par. Innifalið í verði er handbók sem innheldur ítarlegar upplýsingar um allt sem farið er yfir á námskeiðinu.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið foreldrar@saa.is með fullu nafni, kennitölu, tölvupóstfangi og símanúmeri hjá þeim er hyggjast taka þátt. Skráning er einnig hjá göngudeild SÁÁ í síma 530-7600.
- Foreldranámskeið
- Al-anon fundir
- Al-Anon fjölskyldudeildirnar eru félagsskapur karla, kvenna og unglinga sem hafa átt ættingja eða vin með áfengisvanda. Al-Anon leiðin er sjálfshjálparaðferð byggð á tólf reynslusporum AA-samtakanna. Sjá fundaskrá.
- Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna (heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins)
- 2. stigs þjónusta fyrir einstaklinga 18 ára og eldri á landsvísu.
- Meginverkefni teymis eru:
- Að annast frumgreiningu og meðferð vegna ADHD hjá fullorðnum.
- Endurmat vegna ADHD greininga frá barnsaldri.
- Endurmat vegna ADHD meðferðar á fullorðinnsaldi, hafi rof orðið í meðferð og lyfjaskírteini runnið út.
- Að veita mat vegna áframhalds á ADHD lyfjameðferð fyrir einstaklinga sem flytja til Íslands með ADHD greiningu og lyfjameðferð.
- Teymið veitir einnig ráðgjöf og fræðslu til annarra fagstétta.
- Gjald fyrir ADHD greiningu / þjónustu er 27.175 kr óháð fjölda heimsókna.
- Aðeins er tekið við tilvísunum frá heimilis- og heilsugæslulæknum.
- Upplýsingar um fyrirkomulag tilvísana er að finna á vefsíðu teymisins.
- Sími 513-6730, ADHD@heilsugaeslan.is
- ADHD samtökin
- Á vefsíðunni er að finna greinar og fræðsluefni um einkenni og greiningar á ADHD. Haldin eru námskeið fyrir notendur og aðstandendur þeirra sem eru með ADHD. Vefverslun með bækur og annað sem tengist ADHD.
- Bækur
- ADHD fullorðinna
- Farið er yfir lykileinkenni og orsakir ADHD, þróun einkenna yfir æviskeiðið, birtingarmyndir og mögulega fylgikvilla, eins og kvíða og þunglyndi. Fjallað er um greiningarferli, meðhöndlun og helstu styrkleika sem fylgt geta því að vera með ADHD. Eins er greint frá leiðum til að bæta skipulag, einbeitingu, tímastjórn og minni, sem og aðferðum til að draga úr frestun.
- Hámarksárangur í námi með ADHD (les- og verkefnabók)
- eru bækur skrifaðar um nám og námstækni fyrir einstaklinga með ADHD
- 8 vikna vefnámskeið um ADHD á stofu: ADHDKAOS
- Kostnaðurinn við þátttöku er 14.990 kr.
- Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana starfar á landsvísu
- Markhópur teymisins er fólk með þroskahamlanir og/eða hamlandi einhverfu sem þarfnast sértækrar geðheilbrigðisþjónustu vegna geðræns vanda.
- Þjónustan er þverfagleg og er veitt með heimavitjunum og viðtölum í húsnæði teymisins. Í teyminu starfa atferlisfræðingur, geðlæknir, heimilislæknir, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfi, sálfræðingur og þroskaþjálfar.
- Flestir njóti stoðþjónustu félagsþjónustunnar vegna fötlunar sinnar.
- Geðheilsuteymið er fyrir þá sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en veitt er á vegum heilsugæslunnar.
- Teymið sinnir ekki frumgreiningu s.s. vegna gruns um einhverfu eða skyldar raskanir.
- Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana starfar á landsvísu.
- Tekið er við umsóknum frá heimilislæknum á heilsugæslum og/eða heilbrigðisstofnunum.
- Heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu nota: Beiðni um meðferð, velja viðeigandi deild og fylla út flýtitexta.
- Heimilislæknar á landsbyggðinni nota: Tilvísun, velja viðeigandi deild og fylla út flýtitexta.
- Mikilvægt er að tilvísun sé vel útfyllt svo hægt sé að taka afstöðu til hennar. Flýtitextinn minnir á hvað þarf að koma fram.
- Ófullnægjandi tilvísun verður endursend.
- Svarað er í síma 513-6750 virka daga frá kl. 8-16.
-
tteymi@heilsugaeslan.is
Þjónusta fyrir fanga:
Eftir afplánun:
- Aðstoð eftir afplánun - Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is)
- Aðstoð eftir afplánun er verkefni ætlað fólki sem hefur lokið afplánun eða er í afplánun. Sjálfboðaliða er ætlað að aðstoða einstaklinginn við ýmislegt er varðar daglegt líf og þær breytingar sem verða við það að ljúka afplánun, s.s. húsnæðis- og atvinnuleit, viðtöl við félagsráðgjafa, skipulagningu fjármála, efla félagslegt öryggi og öðlast tiltrú á eigin getu sem áhrifavalds í eigin lífi.
- Frekari upplýsingar í síma 786 7133/570 4062, á netfangið eftirafplanun@redcross.is eða hjá félagsráðgjafa Fangelsismálastofnunar.
Aðstandendur fanga:
- Bjargráð
- Aðstoð fyrir fjölskyldur þeirra sem bíða eftir að afplána refsingu, eru í afplánun eða hafa lokið afplánun. Þjónustan er öllum opin óháð trúar- og/eða lífsskoðun.
- Hægt er að panta tíma hjá fjölskyldufræðingum Bjargráðs í gegnum tölvupóst, síma eða í gegnum síðu Bjargráðs á facebook.
- Bráðalegudeild geð- og fíknisjúkdóma - Landspítali (landspitali.is)
- 16 rúma legudeild, meðal legutími eru 5 dagar
- Á deildinni er lögð áhersla á þjónustu fyrir einstaklinga sem glíma við tvíþættan vanda, það er alvarlegan geð- og vímuefnavanda.
- Markmið með innlögnum á deildina er að einstaklingar nái lágmarks jafnvægi til að geta nýtt sér önnur meðferðarúrræði, sé vilji fyrir því.
- Ekki er heimilt að nota vímuefni og öllum stendur til boða að fá fráhvarfsmeðferð.
- Teigur, Dagdeild fíknimeðferðar, Landspítala
- Dagdeildin Teigur sinnir einstaklingum með tvíþættan vanda, það er vímuefnavanda auk annars geðræns vanda.
- Meðferðin á Teigi er fyrir einstaklinga sem hafa hætt notkun vímugjafa og stefna að áframhaldandi edrúmennsku. Meðferðin byggir á hugrænni atferlismeðferð.
- Ekki er veitt fráhvarfsmeðferð á Teigi.
- Meðferðin á Teigi er fimm vikur, alla virka daga frá 10 -12.
- SÁÁ
- Hægt er að óska sjálfur eftir þjónustu SÁÁ í síma 530-7600
- Spilafíkn
- Meðferð við spilafíkn er í Von, Efstaleiti 7, á fimmtudögum kl 16:00 stuðningshópur er kl 17:00. Um er að ræða fyrirlestra og hópfundi.
- Meðferðin er gjaldfrjáls
- Vogur. Afeitrun, greining og fráhvarfsmeðferð.
- Á Sjúkrahúsinu Vogi eru rúm fyrir um 60 sjúklinga. Innlagnir eru 6-7 á dag, alla daga ársins. Meðalaldur er 35 ár.
- Á Sjúkrahúsinu Vogi fá sjúklingar afeitrun og greiningu. Læknir leggur mat á meðferðarþörf.
- Flestir eru undir áhrifum vímuefna eða í fráhvörfum við komu. Fráhvarfsmeðferð er veitt af læknum og hjúkrunarfræðingum.
- Á sérstökum sjúkragangi, Gátinni, á Vogi eru 11 sjúkrarúm fyrir veikustu sjúklingana. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ráðgjafar eru til staðar allan sólarhringinn. Læknir er einnig á vakt á sjúkrahúsinu alla daga vikunnar og á bakvakt kvöld og nætur.
- Meðferðarúrræði sem hefjast á Vogi:
- Kvennameðferð
- Karlameðferð
- Ungmennameðferð
- Meðferð fyrir endurkomumenn
- Meðferð fyrir karlmenn 55 ára og eldri
- Viðhaldsmeðferð fyrir ópíóíðafíkn (morfínskyld lyf)
- Meðferð fyrir langt gengna á meðferðarheimili á Viðarhöfða (Vin)
- Inniliggjandi langtímameðferð
- Göngudeildarmeðferð í Reykjavík
- 13-15 fjóra daga vikunnar í fjórar vikur, síðan 1xviku í 3 mánuði
- Göngudeildarmeðferð á Akureyri
- Eftirmeðferð:
- Stuðningshópar leiddir af fagaðilum
- Jafningjastuðningur eins og AA/NA fundir
- Meðferðarheimilið Krýsuvík
- Tekið er á móti umsóknum um meðferð í Krýsuvík að Austurgötu 8 Hafnarfirði á þriðjudögum frá:10:00-12:00.
Tekið er á móti umsóknum símleiðis ef viðkomandi býr úti á landi í síma 565 5612 - Meðferðin byggist á 12 spora kerfinu og er að lágmarki 6 mánuðir.
- Meðferðin er einstaklingsmiðuð. Stór hluti af meðferð einstaklinga fer fram í einkaviðtölum en einnig eru morgunfundir, grúppur, fyrirlestrar, kennsla, líkamsrækt, göngutúrar, AA fundir ofl. Þverfagleg þjónusta.
- Tekið er á móti umsóknum um meðferð í Krýsuvík að Austurgötu 8 Hafnarfirði á þriðjudögum frá:10:00-12:00.
- Hlaðgerðarkot meðferðarheimili
- Inniliggjandi meðferð í 12 vikur eða lengur. Þverfagleg þjónusta.
- Umsókn er rafræn. Hægt er að sækja um sjálfur. Fagfólk getur líka sent umsókn.
Ráðgjöf fyrir flóttafólk:
- Vinnumálastofnun starfrækir ráðgjafaþjónustu fyrir flóttafólk. Þjónustan er gjaldfrjáls og fyllsta trúnaðar er gætt.
- Ráðgjafanir tala íslensku, ensku, pólsku, spænsku, arabísku, úkraínsku og rússnesku.
- Stuðningur fyrir innflytjendur til að auðvelda þeim fyrstu sporin á Íslandi.
- Samstarf við helstu stofnanir og samtök á Íslandi.
- Grensásvegur 9, 108 Reykjavík.Viðtalstímar eru frá 10:00 – 12:00, á virkum dögum.
- ÍsafjörðurÁrnagata 2 – 4, 400 Ísafjörður. Viðtalstímar eru frá 09:00 – 12:00, á virkum dögum.
Að sækja um alþjóðlega vernd:
- Þeir sem eru að sækjast eftir alþjóðlegri vernd geta farið í þjónustumiðstöðina í Dómus, sem er staðsett á Egilsgötu 3, 101 Reykjavík.
- Almennir opnunartímar eru frá 08:00 til 16:00.
- Ráðgjafar MCC geta tekið á mótið fólki milli 09:00 og 12:00, á virkum dögum.
- Geðheilsuteymi HH (Höfuðborgarsvæðið)
- Geðheilsuteymin eru fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem greindir eru með geðsjúkdóma og þurfa á þverfaglegri aðstoð ásamt þéttri eftirfylgd að halda.
- Geðheilsuteymin eru fyrir þá sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en er veitt á heilsugæslustöðvum, nánar tiltekið:
- F20-F29 - Geðrofssjúkdómar
- F30-F39 - Lyndisraskanir, geðhvörf, þunglyndi
- F40-F48 - Kvíðaraskanir
- F50-F50.9 - Átraskanir
- F60-F60.9 - Persónuleikaraskanir
- Þjónustan er þverfagleg og er veitt með heimavitjunum og viðtölum í húsnæði geðteymisins. Í teymunum starfa fagstéttir eins og hjúkrunarfræðingar, sjúkraliði, sálfræðingar, geðlæknar, notendafulltrúar, íþróttafræðingur, þjónustufulltrúar, félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingur og iðjuþjálfi.
- Tekið er við umsóknum frá starfsmönnum heilbrigðis- og velferðarþjónustu.
- Heilbrigðisstarfsfólk sendir tilvísun rafrænt í gegnum Sögu.
- Þegar sent er innan HH er notað: Beiðni um meðferð (flýtitexti )
- Þegar send er rafræn tilvísun milli stofnanna er notað: Tilvísun (flýtitexti )
- Annað fagfólk notar þetta eyðublað.
- Mikilvægt er að tilvísun sé vel útfyllt svo hægt sé að taka afstöðu hennar. Ófullnægjandi tilvísun verður endursend.
Fyllið umsóknareyðublað út rafrænt, vistið og sendið í gegnum örugg gagnaskil. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki - Ef ekki er hægt að nota gagnaskil, er eyðublaðið fyllt út rafrænt, prentað út og sent í ábyrgðarpósti til Geðheilsuteymis.
- Geðheilsuteymi Austur
- Geðheilsuteymi austur þjónar íbúum Breiðholts, Árbæjar, Grafarvogs, Norðlingaholts, Grafarholts, Kjalarness og Mosfellsbæjar.
- Geðheilsuteymi Vestur
- Geðheilsuteymi vestur þjónar íbúum á mið og vestursvæði borgarinnar, póstnúmerum 101-108 og 170.
- Geðheilsuteymi Suður
- Geðheilsuteymi suður þjónar íbúum í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.
- Geðheilsuteymi HSA
- Geðheilsuteymi HSN
- Geðheilsuteymi HSS
- Geðheilsuteymi HSU
- Geðheilsuteymi HVE
- Geðheilsuteymi HVEST
Háskóla Íslands (HÍ)
- Nemendaráðgjöf
- Bóka viðtal við námsráðgjafa
- Námstengd erindi sendist áradgjof@hi.is og um úrræði í námi og prófum á urraedi@hi.is
- eða í síma 525-4315.
- Sálfræðiþjónusta Nemendaráðgjafar Háskóla Íslands
- Miðað er við 1 til 3 viðtöl á misseri.
- Veitt er ráðgjöf og stuðningur í einstaklingsviðtölum sem eru gjaldfrjáls fyrir nemendur skólans.
- Beiðni um viðtal hjá sálfræðingum HÍ sendist ásalfraedingar@hi.is
- Þjónustan felur ekki í sér ADHD greiningu.
- Viðtölin geta farið fram á íslensku, ensku, dönsku eða þýsku.
- Bóka viðtal við námsráðgjafa
- Sálfræðiráðgjöf háskólanema
- Sálfræðiráðgjöf háskólanema er þjálfunarstöð meistaranema í klínískri sálfræði. Þar er háskólanemum og börnum þeirra boðið upp á sálfræðiþjónustu. Sálfræðinemarnir veita þjónustuna undir handleiðslu sérfræðinga í klínískri sálfræði.
- Fyrsta viðtal er alltaf greiningarviðtal og tekur að oftast um 90 mínútur. Í þessu viðtali er farið yfir sögu, það er farið í gegnum staðlað geðgreiningarviðtal og metið hvort þörf sé á skammtímameðferð sem meistaranemendur geta veitt eða hvort málinu þurfi að vísa annað.
- Meistaranemar veita hugræna atferlismeðferð fyrir fullorðna við þekktum vandamálum svo sem þunglyndi, félagsfælni, ofsakvíða, svefnleysi, einfaldri fælni og áfengismisnotkun.
- Meðferðin er oftast um 10 skipti en styttri við vissum málum ss. svefnvanda, fælni og áfengisvanda.
- Fyrir börn háskólanema: hegðunarráðgjöf og kvíðameðferð. Ekki ADHD eða einhverfu greiningu.
- Viðtalið kostar 1500 kr.
- Vefsvæði Betri Svefn sálfræðistofu sem sérhæfa sig í svefnvanda.
- Fræðsla um svefn.
- Sérhæfð rafræn meðferð og einstaklingsmeðferð á stofu.
- Smáforritið shesleep sem er hannað fyrir konur.
Mat á vanda
- Sálfræðingar á heilsugæslu
- Hægt er að vísa til sálfræðinga fullorðinna á heilsugæslustöðvum til þess að fá ítarlegt geðgreiningarviðtal þar sem áhersla er lögð á að greina algengan geðheilbrigðisvanda ss. kvíðaraskanir, þunglyndi og áfallastreituröskun.
- Einnig er skimað fyrir öðrum vanda ss. átröskun og geðrofseinkennum.
- Víða um land er notast við rafrænan spurningalista við upphaf þjónustu sem sendur er í heilsuveru, ásamt PHQ9 og GAD7 til þess að flýta fyrir þjónustu og bæta gæði matsins. Víða er þeim lista fylgt eftir með matsviðtali í síma sem tekur uþb 60 mínútur.
- Alltaf boðið upp á túlkaþjónustu í viðtölum ef notandi talar ekki íslensku eða ensku reiprennandi.
- Við lok matsferlis er hægt að veita ráðgjöf, bjóða þjónustu innan heilsugæslu eða vísa viðkomandi á viðeigandi úrræði eða í viðeigandi úrræði innan heilbrigðiskerfisins í samráði við tilvísanda.
- Greiningarleið ÞOK teymis LSH
- Hægt er að vísa áfram í greiningu innan LSH ef þarf ítarlegri greiningu vegna flóknari vanda eða sérhæfðari eins og ef til staðar er annar vandi til viðbótar við kvíðaröskun, þunglyndi, áfallastreituörskun ss. átröskun, persónuleikaröskun, geðhvarfasýki etc.
Vægur vandi - meðferð
- Lágþrepaúrræði
- Víða um land er boðið upp á lágþrepaúrræði í sálfræðiþjónustunni í samræmi við klínískar leiðbeiningar fyrir vægan vanda, almenna kvíðaröskun eða væg einkenni depurðar eins og hópmeðferðir eða rafrænar meðferðir.
Vægur til miðlungsalvarlegur klínískur vandi - meðferð
- Heilsugæslan
- Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum veita meðferð við kvíðaröskunum, þunglyndi og áfallastreituröskun
- Hægt er að leita til heilsugæslu á opnunartíma en hér má finna næstu heilsugæslustöð.
Alvarlegur eða flókinn vandi - meðferð
- ÞOK teymi LSH.
- Bergið headspace
- Sími 571-5580
- Stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri.
- Boðið upp á ráðgjöf og fræðslu. Opið 9-17. Sækja um þjónustu hér.
Fjárhagsstuðningur
Matarstuðningur
Kaffistofa Samhjálpar. Borgartúni 1a (gengið inn frá Guðrúnartúni)
-
- Opið alla daga ársins frá kl.10-14.
- Starfsemi Kaffistofunnar er ætluð þeim sem eru í neyð og hafa ekki tök á að sjá sér fyrir mat sjálfir. Athugið að Kaffistofa Samhjálpar er eingöngu fyrir þá sem náð hafa 18 ára aldri og ekki viðeigandi að börn komi hingað inn. Í Kaffistofu Samhjálpar sækir meðal annars fólk sem neytir áfengis- og fíkniefna auk fólks sem glímir við andleg og líkamleg veikindi af ýmsum toga.
Búseta
- Áfanga- og stuðningsheimili fyrir karlmenn
- að Miklubraut 18. Rekið í samvinnu við Félagsþjónustuna í Reykjavík og er heimili fyrir átta heimilislausa Reykvíkinga.
- að Dalbrekku 27 (Nýbýlavegi 30) í Kópavogi. Rekið fyrir velferðarsvið Kópavogs. Þar eru átta rúmgóð einstaklingsherbergi en heimilismenn eru í virku sambandi við félagsráðgjafa á vegum Kópavogsbæjar.