Liv Anna Gunnell
fagstjóri sálfræðiþjónustu

Hlutverk sálfræðiþjónustu ÞÍH er að efla geðheilsu einstaklinga, vera leiðandi og samræma sálfræðiþjónustu í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og heilsugæsluna á landsvísu.  

Markmiðið er að aðgengi að gagnreyndri sálfræðiþjónustu sé fyrir alla á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum sem sinna heilsugæslu um allt land.  

Sálfræðiþjónusta í almennri heilsugæslu hefur það að markmiði að almenningur geti fengið samþætta þjónustu í þverfaglegum teymum í sínu nærumhverfi.

Sálfræðingar í heilsugæslu sinna öllum aldurshópum og eru í samstarfi við annað fagfólk eins og lækna, hjúkrunarfræðinga, ljósmæður og hreyfistjóra.

Þjónustan felur í sér greiningu eða mat á vanda og gagnreynda meðferð við algengustu geðröskunum, svo sem þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreitu.  

Veraldarvefurinn er uppspretta upplýsinga fyrir alla aldurshópa. Því er mikilvægt að fagfólk í heilsugæslu vísi á áreiðanlegar upplýsingar á vefnum, svo sem á Heilsuveru.

Börn og unglingar

RCADS

RCADS - foreldraeintak

Childfirst - RCADS í stuttum og löngum útgáfum og PSWQ-C

Í júní 2020 barst Þróunarmiðstöð bréf þess efnis að í aukafjárlögum 2020 var samþykkt samtals 540 milljón króna fjárheimild til málaflokks heilsugæslu til að stórefla heilsugæsluþjónustu um land allt með áherslu á geðheilbrigðismál.

Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að veita ÞÍH 64,5 milljónir af þessari fjárheimild. Gert er ráð fyrir að þetta verkefni standi yfir í tólf mánuði og er fjármununum ætlað til eftirtalinna verkefna:

  • ÞÍH útbúi fræðsluefni fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu. Verði þessari fræðslu síðan miðlað rafrænt til viðeigandi aðila.
  • Efling og samhæfing geðræktarstarfs, forvarna og stuðnings við börn og ungmenni sem sagt með auknum áherslum og fræðslu í skólahjúkrun, ungbarnavernd og annarri þverfaglegri heilsugæsluþjónustu í takt við stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum.
  • ÞÍH útbúi fræðsluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk um neyslu- og fíknivanda.
  • Almenn styrking ÞÍH.

Ljóst er að um gríðarlega stórt verkefni er að ræða og auk þess að fjöldi starfsmanna ÞÍH koma að þessu verkefni hafa fjórir sálfræðingar verið ráðnir í samtals 1,4 stöðugildi til ÞÍH tímabundið til þess að koma að þessu verkefni.