19.10.2018Sextán nýir sérfræðingar í heimilislækningumÁ heimilislæknaþinginu sem haldið var í Borgarnesi 5. – 6. október síðastliðinn voru sextán nýir sérfræðingar í heimilislækningum boðnir velkomnir í hópinn. Þetta eru þeir sem hafa lokið sérfræðinámi á síðustu tveimur árum. Meirihluti nýju sérfræðinganna, eða tíu, luku sérfræðinámi sínu hér á Íslandi en sex koma til starfa eftir nám erlendis, flestir frá Svíþjóð en einn frá Hollandi. ... lesa meira