Breytingar á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandenda

Mynd af frétt Breytingar á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandenda
21.08.2019

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH), vill vekja athygli á breytingum á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandenda (https://www.althingi.is/altext/pdf/149/s/1707.pdf)

Sérstaklega er vakin athygli á eftirfarandi:

  • Börn eiga rétt á viðeigandi ráðgjöf og stuðningi sem aðstandendur foreldris sem glímir við alvarleg veikindi eða foreldris sem andast, eftir því sem við á. Gefa skal barni kost á að tjá sig í samræmi við aldur þess og þroska og taka skal réttmætt tillit til skoðana þess. 
  • Heilbrigðisstarfsmanni, sem kemur beint að meðferð sjúklings, svo sem lækni, hjúkrunarfræðingi eða félagsráðgjafa, ber að huga að rétti barna og þörfum skv. 1. mgr. á eftirfarandi hátt:
    • Kanna skal hvort sjúklingur með geðsjúkdóma, fíknisjúkdóma eða illvíga líkamlega sjúkdóma eigi barn undir lögaldri. Eigi sjúklingur barn undir lögaldri skal heilbrigðisstarfsmaður sjá til þess eins fljótt og unnt er að rætt sé við sjúklinginn um rétt og stöðu barnsins vegna veikinda foreldris.
    • Þegar einstaklingur andast skal læknir sem gefur út dánarvottorð kanna hvort hinn látni hafi átt barn undir lögaldri. Reynist svo vera skal viðkomandi læknir eins fljótt og unnt er tilkynna andlát foreldrisins til heilsugæslunnar þar sem barnið á lögheimili. 
    • ATH! Þarna hvílir nú frumkvæðisskylda á heilsugæslunni.
  • Sérstaklega skal hugað að því að aðstoða barnið við að fá aðgang að viðeigandi úrræðum og veita því upplýsingar um lagalega stöðu þess, svo sem rétt þess til umgengni samkvæmt barnalögum við nána vandamenn þess foreldris sem glímir við alvarleg veikindi eða foreldris sem andast eða aðra nákomna barni, og hvaða félagsleg úrræði eru til staðar.

Vinsamlegast sjá nánar í fylgju.

réttur barna sem aðstandenda.pdf