Móttakan er ætluð:

  • Einstaklingum með sykursýki 2
  • Einstaklingum með hækkaðan fastandi blóðsykur eða HbA1c
  • Konum sem hafa fengið sykursýki á meðgöngu (ráðlagt eftirlit 3-5 ár eftir fæðingu)

Um verkefnið

Vinnuhópur á vegum Þróunarsviðs heilsugæslunnar vann þessar leiðbeiningar árið 2016  og eru þær hugsaðar sem hagnýt aðstoð við að sinna skjólstæðingum með áunna sykursýki á sem bestan hátt hverju sinni.

Leiðbeiningarnar voru uppfærðar haustið 2019 og ákveðið að styðjast við Klínískar leiðbeiningar ADA og EASD varðandi blóðsykurstjórnun og NICE varðandi meðhöndlun háþrýsting og blóðfitur

 

Vinnuhópurinn 2016

  • Þróunarsvið heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins:
  • Anna Sigríður Sigmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Hvammi
  • Ása Sjöfn Lórensdóttir, hjúkrunarfræðingur, Garðabæ
  • Einar Þórarinsson, heimilislæknir, Seltjarnarnesi
  • Emil Sigurðsson, yfirlæknir þróunarsviðs og prófessor í heimilislækningum
  • Hörður Björnsson, heimilislæknir, Hvammi
  • Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, sviðstjóri þróunarsviði heilsugæslunnar
  • Unnur Þóra Högnadóttir, heimilislæknir, Sólvangi
  • Þórunn Anna Karlsdóttir, heimilislæknir, Efra-Breiðholti

 

Vinnuhópur við endurskoðun leiðbeininga 2019

  • Ása Sjöfn Lórensdóttir, hjúkrunarfræðingur, fagstjóri heilsuverndar skólabarna, ÞÍH
  • Hörður Björnsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga, Miðbæ
  • Unnur Þóra Högnadóttir, heimilislæknir, Sólvangi
  • Auður Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari ÞÍH
  • Anna Sigríður Sigmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Hvammi
  • Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
  • Rut Gunnarsdóttir, svæðisstjóri og fagstjóri hjúkrunar, Hvammi
  • Óla Kallý Magnúsdóttir, næringarfræðingur PhD, Landspítali Háskólasjúkrahús