Markmið heilsuverndar grunnskólabarna

Markmið heilsuverndar grunnskólabarna er að efla heilbrigði þeirra og stuðla að vellíðan.

Kjölfestan í öllu starfi heilsuverndar grunnskólabarna er starf hjúkrunarfræðinga sem vinna í samstarfi við lækna og sálfræðinga innan heilsugæslunnar og í samstarfi við foreldra, skólafólk og aðra fagaðila sem koma að málefnum barna.

Miðvikudagur 18. september 2024 kl. 10.00 - 11.30 -TEAMS - Námskeið fyrir nýja skólahjúkrunarfræðinga, 3. hluti  - upplýsingar hjá asa.sjofn.lorensdottir@heilsugaeslan.is eða iskra@heilsugaeslan.is

Ískrárdagar 2024 - Vinnustofur skólahjúkrunarfræðinga

Þeir sem koma frá höfuðborgarsvæðinu eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á þann dag sem þeir ætla að mæta vegna hópavinnu. Skráning hjá asa.sjofn.lorensdottir@heilsugaeslan.is eða iskra@heilsugaeslan.is

Þriðjudagur 3. september kl. 9 - 12 - HSS

Miðvikudagur 4. september kl. 12 - 16 - HSU, HVEST

Fimmtudagur 5. september kl. 13 - 16 - HSN

Föstudagur 6. september kl. 10 - 13 - HSA

Mánudagur 9. september kl. 10 - 12 - Höfuðborgarsvæðið - skráningar er þörf 

Þriðjudagur 10. september kl. 10 - 12 - Höfuðborgarsvæðið - skráningar er þörf

Mánudagur 16. september kl. 13 - 15 - Höfuðborgarsvæðið - skráningar er þörf

Þriðjudagur 17. september kl. 9.30 - 13.00 - HVE

 

Á síðunni Farsæld barna (farsaeldbarna.is) er fjallað um þjónustu í þágu farsældar barna og farsældarlöggjöfina. Þar er einnig að finna mælaborð um farsæld barna

Vakin er athygli á hópnum "Náum áttum" sem er reglulega með áhugaverða fræðslufundi um málefni barna og ungmenna Náum Áttum | Facebook.  - Náum áttum (naumattum.is) 

Einnig er vakin athygli á Íslensku æskulýðsrannsókninni sem sýnir niðurstöðu könnunnar um velferð og viðhorf á meðal grunnskólanema. 

Í opnum aðgangi á síðu Rannsókna og greininga  á „Lykiltölum í lífi barna“ er síðan hægt að sjá þróun á ýmsum breytum sem mældar hafa verið hjá nemendum í efri bekkjum grunnskóla í gegnum árin. 

Skráningarkerfið Ískrá er sjúkraskrárkerfi í heilsuvernd skólabarna á landsvísu. Með samræmdri skráningu skapast möguleikar til að fá upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu fyrir börn á grunnskólaaldri. Rafræn sjúkraskrá er mikilvæg forsenda gæðaþróunar þar sem grundvöllur skapast til að meta gæði þjónustunnar. Einnig veitir hún góða yfirsýn yfir starfið og einstaklinginn sem nýtur þjónustunnar, sparar tíma og skapar samfellu í þjónustunni.

 

Markmið: Að skráning í heilsuvernd skólabarna sé réttmæt og áreiðanleg

 

Verkþættir:

  • Heilsuvernd skólabarna skal skrá í Ískrá samkvæmt Notendahandbók um Ískrá.
  • Yfirfara skal árlega endurgjöf um skráningu frá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og/eða Embætti landlæknis og endurskoða verklag við skráningu ef þörf er á

Svið heilsuverndar skólabarna hefur það hlutverk að þróa, leiða og samræma heilsuvernd skólabarna í samráði við heilbrigðisyfirvöld og heilsugæsluna á landsvísu.

Ása Sjöfn Lórensdóttir 

hjúkrunarfræðingur
fagstjóri heilsuverndar skólabarna

Hafðu samband

Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. 

Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. 

Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemenda að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Starfsemi heilsuverndar skólabarna er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda. Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru fræðsla og heilsuefling, bólusetningar, skimanir og skoðanir og umönnun veikra og slasaðra barna ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.

Um verkefnið

Veturinn 2022-23 verður boðið upp á þjónustu skólahjúkrunarfræðinga í öllum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt samningi sem gerður var milli heilsugæslu og framhaldsskóla. Þjónustan er kostuð af tímabundnu fjármagni til heilbrigðisstofnana til að auka geðheilbrigðisþjónustu við framhaldsskólanema

Þjónustan er á formi einstaklingsmiðaðrar ráðgjafar hjúkrunarfræðinga, með staðsetningu í skólunum. Áherslan er á vegvísi um heilbrigðiskerfið og verður boðið upp á fræðslu og ráðgjöf við vægum vanda, s.s. tengdum geðheilbrigði, kynheilbrigði, félagslegum vanda og almennu heilbrigði. Þjónustan er viðbót við þá stuðningsþjónustu sem nú þegar er til boða í skólunum og er nemendum og skólunum að kostnaðarlausu.

Fræðsla

Fræðsla

Fræðsla
Skimanir

Skimanir

Skimanir
Smitsjúkdóma-varnir

Smitsjúkdóma-varnir

Smitsjúkdóma-varnir
Velferð barna

Velferð barna

Velferð barna
Langvinnur heilsuvandi

Langvinnur heilsuvandi

Langvinnur heilsuvandi
Samskipti

Samskipti

Samskipti
Tannheilsa

Tannheilsa

Tannheilsa
Fagleg starfsemi

Fagleg starfsemi

Fagleg starfsemi