Markmið heilsuverndar grunnskólabarna er að efla heilbrigði þeirra og stuðla að vellíðan.
Kjölfestan í öllu starfi heilsuverndar grunnskólabarna er starf hjúkrunarfræðinga sem vinna í samstarfi við lækna og sálfræðinga innan heilsugæslunnar og í samstarfi við foreldra, skólafólk og aðra fagaðila sem koma að málefnum barna.
Markmið heilsuverndar grunnskólabarna
Nýliðanámskeið og Ískrárdagar haustið 2022
Mánudagur 29 ágúst kl. 9-12.30, Námskeið fyrir nýja skólahjúkrunafræðinga, Loftið, Álfabakka 16, 3. hæð
Ískrárdagar
Þriðjudagur 30. ágúst kl. 9-12, HSS, Lautin, Álfabakki 16
Miðvikudagur 31. ágúst kl. 12.45-15.45, HSN, Hg Hafnarstræti 99, Akureyri
Fimmtudagur 1. september kl. 10-14, HSA, Lagarási 17-19, Egilsstöðum
Föstudagur 2. september kl. 10-13, HSU, Árvegi, Selfossi
Þriðjudagur 6. september kl. 9-12, HH, Loftið, Álfabakka 16
Miðvikudagur 7. september kl.10-13, HVE, Merkigerði 9, Akranes
fimmtudagur 8. september kl. 9-12, HH, Loftið, Álfabakka 16
Vakin er athygli á hópnum "Náum áttum" sem er reglulega með áhugaverða fræðslufundi um málefni barna og ungmenna Náum Áttum | Facebook. - Náum áttum (naumattum.is)
Einnig er vakin athygli á opnum aðgangi á síðu Rannsókna og greininga á á „Lykiltölum í lífi barna“ en þar er hægt að sjá þróun á ýmsum breytum sem mældar hafa verið hjá nemendum í efri bekkjum grunnskóla í gegnum árin.
Skráningarkerfið Ískrá er sjúkraskrárkerfi í heilsuvernd skólabarna á landsvísu. Með samræmdri skráningu skapast möguleikar til að fá upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu fyrir börn á grunnskólaaldri. Rafræn sjúkraskrá er mikilvæg forsenda gæðaþróunar þar sem grundvöllur skapast til að meta gæði þjónustunnar. Einnig veitir hún góða yfirsýn yfir starfið og einstaklinginn sem nýtur þjónustunnar, sparar tíma og skapar samfellu í þjónustunni.
Markmið: Að skráning í heilsuvernd skólabarna sé réttmæt og áreiðanleg
Verkþættir:
- Heilsuvernd skólabarna skal skrá í Ískrá samkvæmt Notendahandbók um Ískrá.
- Yfirfara skal árlega endurgjöf um skráningu frá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og/eða Embætti landlæknis og endurskoða verklag við skráningu ef þörf er á
Svið heilsuverndar skólabarna hefur það hlutverk að þróa, leiða og samræma heilsuvernd skólabarna í samráði við heilbrigðisyfirvöld og heilsugæsluna á landsvísu.
Svið heilsuverndar skólabarna hefur það hlutverk að þróa, leiða og samræma heilsuvernd skólabarna í samráði við heilbrigðisyfirvöld og heilsugæsluna á landsvísu.

Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd.
Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra.
Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemenda að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Starfsemi heilsuverndar skólabarna er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda. Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru fræðsla og heilsuefling, bólusetningar, skimanir og skoðanir og umönnun veikra og slasaðra barna ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.
Bólusetningar skólabarna m.t.t. covidbólusetninga
Vegna covidbólusetninga barna (BVS)
Vegna skráninga barna í fóstri í covidbólusetningar (EL)
Spurt og svarað: skólastarf og COVID-19
Á covid.is má finna kynningarefni sem hægt er að nota í fræðslu og til að styðja við sóttvarnaaðgerðir
Þetta efni hefur verið gefið út af menntamálaráðuneytinu og ágætt er að kynna sér: Lykilskilaboð og forvarnaraðgerðir vegna COVID-19 í skólum.
Embætti landlæknis hefur gefið út ýmislegt efni tengt Covid-19 og börnum:
- Upplýsingar fyrir börn og ungmenni (13.03.2020)
- Gagnlegar upplýsingar um sóttkví og áhrif hennar á nemendur og starfsfólk skóla
- Umboðsmaður barna
.jpg?proc=millisidubanners)
Fræðsla
Fræðsla
Skimanir
Skimanir
Smitsjúkdóma-varnir
Smitsjúkdóma-varnir
Velferð barna
Velferð barna
Langvinnur heilsuvandi
Langvinnur heilsuvandi
Samskipti
Samskipti
Tannheilsa
Tannheilsa