Sérnámsstöður í heilsugæsluhjúkrun 2019

Mynd af frétt Sérnámsstöður í heilsugæsluhjúkrun 2019
18.03.2019

Nú er verið að auglýsa sérnámsstöður í heilsugæsluhjúkrun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og fjórum heilbrigðisstofnunum. Þetta verður fimmti hópurinn  sérnáminu og sá stærsti. Mikil ánægja hefur verið með sérnámið bæði hjá nemendum og heilsugæslustöðvum. 

Lausar eru til umsóknar ellefu sérnámsstöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæsluhjúkrun. Stöðurnar eru sex við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), tvær við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), ein við Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU), ein við Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) og ein við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Hver sérnámsstaða er 80% og veitist frá 1. ágúst 2019 til eins árs. Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl 2019. Sótt er um sérnámsstöðurnar hjá viðkomandi heilbrigðisstofnun.

Sérnám í heilsugæsluhjúkrun er í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Námið samanstendur af fræðilegu námi við Háskólann á Akureyri og klínískri þjálfun á heilsugæslustöð hjá HH, HSN, HSU, HSA eða HSS undir handleiðslu lærimeistara. Námið er skipulagt til eins árs og lýkur með diplóma gráðu.

Markmið sérnáms

  • Efla hæfni hjúkrunarfræðinga, meðal annars í þverfaglegu samstarfi á heilsugæslustöð
  • Móta viðhorf og sýn til þjónustu heilsu- gæslunnar í komandi framtíð
  • Veita nemendum tækifæri til að rýna í og innleiða gagnreynda starfshætti í daglegu starfi undir handleiðslu lærimeistara á heilsugæslustöð

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Almennt hjúkrunarleyfi, BS gráða (lágmarkseinkunn 7,25)
  • Viðkomandi sé starfandi á heilsugæslustöð
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði

Nánari upplýsingar eru hér á vefnum undir Laus störf og á Starfatorgi