Heimilisofbeldi - ofbeldi í nánum samböndum

Stöndum saman gegn heimilisofbeldi - Upplýsingar til allra starfsmanna

ATH. NÝTT VERKLAG (apríl 2023) - Félagsráðgjafar og sálfræðingur hafa verið ráðnir hjá  LSH til að sjá um þjónustu sem er bæði til ráðgjafar fyrir fagfólk. Einnig er hægt að gera tilvísun til þeirra fyrir þolendur heimilisofbeldis


Markmið efnisins er vitundarvakning; fræðsla og hvatning til að ræða um heimilisofbeldi.

Menntadeild Landspítala og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu standa saman að fræðslu um heimilisofbeldi, einkenni og úrræði sem hægt er að nálgast hér að neðan.

Fræðsluefninu er ætlað að veita almennar upplýsingar til starfsmanna heilbrigðisstofnana um heimilisofbeldi til að stuðla að vitundarvakningu og aukinni umræðu. Við erfiðar aðstæður í samfélaginu eykst heimilisofbeldi. Starfsmenn í heilbrigðiskerfinu geta verið í lykilstöðu að koma auga á einkenni og benda þolendum á úrræði.

 

1. Heimilisofbeldi

2. Einkenni heimilisofbeldis

3. Börn og ofbeldi

4. Úrræði - heimilisofbeldi

Myndband - Tölum um ofbeldi

Myndband - Áhrif heimilisofbeldis á börn

Languages - link on domestic violence

Einnig viljum við benda á nýju síðuna eittlif.is þar sem er úrræðaleitarvél  hægt er að leita til þegar vandasöm mál bera að garði sem varða og/eða tengjast geðheilbrigði, fíkn, ofbeldi, kynheilbrigði, félagsmálum eða fráfalli ástvinar.

 

Einnig er boðið upp á námskeið fyrir fagfólk sem er um mat og fyrstu viðbrögð við ofbeldi í nánum samböndum. Lesa má nánar um það hér.