16 vikur

 • Mæla blóðþrýsting og athuga eggjahvítu í þvagi
 • Fara yfir, ræða og skrá niðurstöður allra skimana sem hafa verið framkvæmdar og bregðast við eftir þörfum
 • Undirbúa skimun fyrir rauðkornamótefnum hjá Rhesus D neikvæðum konum og greiningu á Rhesus D flokki fósturs 
 • Skima fyrir þunglyndi og kvíða. Nota skal EPDS til að skima fyrir þunglyndi og GAD-7 til að skima fyrir kvíða. Bregðast við niðurstöðum samkvæmt vinnulagi við meðferð þunglyndis og kvíða 
 • Afla upplýsinga um áfallasögu og ofbeldi, hafi það ekki þegar verið gert.
 • Gefa upplýsingar til að auðvelda val um fæðingarstað
 • Gefa tækifæri til umræðna og spurninga. Veita upplýsingar og benda á viðeigandi fræðsluefni
 • Ræða fósturhreyfingar fyrstu merki og hvers má vænta næstu vikur
 • Veita upplýsingar um skipulagða fræðslu og námskeið sem eru í boði um undirbúning fæðingar, brjóstagjöf, slysavarnir o.fl.
 • Endurmeta fyrirhugaða mæðravernd

EPDS skimunarlisti
GAD-7 skimunarlisti
Vinnulag um meðferð þunglyndis og kvíða

Ofbeldi-Klínískar leiðbeiningar
Rhesus varnir-verklag
Fróðleiksmolar
Tvíburameðganga-vinnuleiðbeiningar

Áhersla í viðtalinu ætti að taka mið af þörfum og óskum konunnar. Andleg líðan í fókus.

Fróðleiksmolar sem gagnlegt er að skoða:

 • Covid -19 meðganga, brjóstagjöf og bólusetning
 • Fæðing eftir keisaraskurð
 • Greiningarkóðar fyrir sjúkdóma á meðgöngu og eftir fæðingu
 • Háþrýstingur og meðgöngueitrun (Pre eclampsia)
 • Hyperemesis gravidarum - Ógleði og uppköst á meðgöngu
 • Inflúensubólusetning
 • Keiluskurður - áhrif á meðgöngu
 • Lyf á meðgöngu
 • Meðganga eftir 35 ára aldur
 • Ofbeldi í nánum samböndum
 • Offita á meðgöngu
 • Réttur erlendra kvenna
 • Svæfingalæknir - ráðgjöf á meðgöngu

Að loknu mati á heilsu og líðan konunnar er áætlun um mæðravernd endurmetin og breytt ef þurfa þykir.

Minna á mikilvægi þess fyrir allar konur að huga að eigin heilsu á meðgöngu: