- að stuðla að heilbrigði móður og barns.
- að veita faglega umönnun, stuðning og ráðgjöf.
- að greina áhættuþætti og bregðast við þeim.
- að veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu.
Markmið mæðraverndar
Meðgönguvernd er barnshafandi konum að kostnaðarlausu. Hún er í höndum ljósmæðra í samvinnu við heimilislækna og samráð er haft við fæðingalækna ef þörf er á. Mikilvægt er að viðhalda samfellu í þjónustunni eins og frekast er unnt.
Endurmeta ætti þarfir konunnar og verðandi foreldra í hverri skoðun. Alla meðgönguna eiga heilbrigðisstarfsmenn að vera vakandi fyrir einkennum eða ástandi sem gæti haft áhrif á heilsu móður og fósturs, svo sem fíkniefna- og áfengisneyslu, næringarástandi, heimilisofbeldi, andlegri líðan, háþrýstingi, meðgöngueitrun og sykursýki.
Í hverri skoðun ætti að gefa tækifæri til umræðna og spurninga, veita upplýsingar og benda á viðeigandi fræðsluefni. Viðbótarskoðanir eru ákveðnar í samræmi við þarfir konunnar sjálfrar og mat fagfólks.
Það er mikilvægt að hverri konu sé gert kleift að taka upplýsta ákvörðun um þá þjónustu sem hún þiggur á meðgöngunni. Það er á ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna sem annast konuna að útskýra hvaða valkosti hún hefur og veita skýrar og óhlutdrægar upplýsingar.
Leiðbeiningar/fróðleiksmolar í meðgönguvernd.
Hér er að finna nýjar leiðbeiningar og þær sem hafa nýlega verið endurskoðaðar.
- Blóðleysi og/eða járnskortur á meðgöngu Breyttar leiðbeiningar
- Efnaskiptaaðgerðir og meðganga Nýjar leiðbeiningar
- Inflúensa- bólusetning og meðferð á meðgöngu Breyttur moli
- Skimun fyrir fjölónæmum bakteríum
- Skimun fyrir sýkingum á meðgöngu
- Dopplernotkun á meðgöngu
- Carpal tunnel- verkir og dofi í höndum
- Hreyfing á meðgöngu
- Sköpulagsgallar á legi, leghálsi og leggöngum
- Bólusetningar
- Vítamín á meðgöngu
- Svefnröskun á meðgöngu
- Þunglyndi og kvíði - vinnulag við meðferð þunglyndis og kvíða Breytt útlit
- Þunglyndis- og kvíðalyf. SSRI/SNRI á meðgöngu Nýr moli
- Lyf á meðgöngu Algengir sjúkdómar og lyfjameðferð á meðgöngu. Nýr moli
- Algengir sjúkdómar og lyfjameðferð á meðgöngu - Lyf á meðgöngu
- Acetylsalicylsýra - Hjartamagnýl í fyrirbyggjandi skyni á meðgöngu
- Aukið legvatn
- Blóðleysi og/eða járnskortur á meðgöngu
- Blóðrannsóknir - viðmiðunargildi á meðgöngu
- Blæðing á fyrsta þriðjungi meðgöngu
- Blæðing á seinni hluta meðgöngu
- Bólusetningar
- Brjóstabólga (Mastitis)
- Carpal tunnel- verkir og dofi í höndum
- Covid-19 Meðganga og brjóstagjöf
- Condyloma Accuminata - kynfæravörtur á meðgöngu
- Dopplernotkun á meðgöngu
- Efnaskiptaaðgerðir og meðganga
- Fimmta veikin - Parvóverusmit
- Flugferðir á meðgöngu
- Fósturlát - Missir snemma í meðgöngu
- Framköllun fæðingar
- Fyrirsæt fylgja
- Fæðing eftir keisaraskurð
- Gallstasi á meðgöngu - Vinnuleiðbeiningar
- GBS - Beta hemolýtískir streptókokkar af grúppu B á meðgöngu
- Gyllinæð á meðgöngu
- Háþrýstingur og meðgöngueitrun (preeclampsia)
- Herpes simplex veira (HSV) á meðgöngu
- Hjartamagnýl - Acetylsalicylsýra í fyrirbyggjandi skyni á meðgöngu
- Hlaupabóla og meðganga
- Hreyfing á meðgöngu
- Hyperemesis gravidarum - Ógleði og uppköst á meðgöngu
- Inflúensa- bólusetning og meðferð á meðgöngu
- Járnskortur og/eða blóðleysi á meðgöngu
- Keiluskurður - áhrif á meðgöngu
- Kíghósti, meðganga og bólusetning
- Klamydía á meðgöngu
- Kláðamaur, lús og njálgur á meðgöngu
- Klínískar leiðbeiningar - Ofbeldi
- Kvíði og þunglyndi -vinnulag við meðferð þunglyndis og kvíða
- Kynfæravörtur (Condyloma Acuminata) á meðgöngu
- Leghálsstrok - skimun fyrir leghálskrabbameini
- Lús, njálgur og kláðamaur á meðgöngu
- Lyf á meðgöngu-Algengir sjúkdómar og lyfjameðferð á meðgöngu
- Meðgöngueitrun- Háþrýstingur og meðgöngueitrun
- Mastitis (Brjóstabólga)
- Metformín á meðgöngu
- Meðganga frá og með 35 ára aldri
- Meðgöngusykursýki -skimun-greining-meðferð
- Minnkaðar hreyfingar á síðasta þriðjungi meðgöngu
- Missir snemma í meðgöngu
- Njálgur, lús og kláðamaur á meðgöngu
- Ofbeldi í nánum samböndum
- Ofbeldi - Klínískar leiðbeiningar
- Offita á meðgöngu
- Ofnæmislyf á meðgöngu
- Ógleði og uppköst á meðgöngu - Hyperemesis gravidarum
- Parvóveirusmit á meðgöngu
- Polyhydramnion - Aukið legvatn
- Preeclampsia - Háþrýstingur og meðgöngueitrun
- Reykingar á meðgöngu - Áhrif
- Reykingar á meðgöngu - Hvers vegna er mikilvægt að hætta?
- Réttur erlendra kvenna
- Rhesus varnir
- Rubella - Rauðir hundar
- Segavarnir á meðgöngu og eftir fæðingu
- Skimun fyrir fjölónæmum bakteríum
- Skimun fyrir leghálskrabbameini
- Skimun fyrir sýkingum á meðgöngu
- Skjaldvakabrestur-skimun-greining-meðferð
- Skjaldvakabrestur þekktur fyrir meðgöngu
- Skjaldvakaofseyting
- Sköpulagsgallar á legi, leghálsi og leggöngum
- Stuðningur til reykleysis
- Svefnröskun á meðgöngu
- Tóbak og nikótínneysla á meðgöngu
- Tvíburameðganga - Vinnuleiðbeiningar
- Tvær æðar í naflastreng
- Vaxtarskerðing
- Verkir og dofi í höndum á meðgöngu
- Vítamín á meðgöngu
- Ytri vending
- Þunglyndi og kvíði: vinnulag við meðferð þunglyndis og kvíð
- Þunglyndis- og kvíðalyf. SSRI/SNRI á meðgöngu
- Þungunarrof - Missir snemma í meðgöngu
- Þvagfærasýking á meðgöngu - með eða án einkenna
Fróðleiksmolarnir eru unnir í teymisvinnu á mæðraverndarsviði ÞÍH. Fróðleiksmolarnir eru unnir í samvinnu við fagfólk kvennadeildar Landspítala og yfirfarnir af fæðingalækni af landsbyggðinni til þess að tryggja að tilmæli um meðferð eða eftirlit sé framkvæmanlegt hvar sem er á landinu. Auk þess koma sérgreinalæknar að gerð fróðleiksmolanna eftir því sem við á.
Fróðleiksmolarnir er unnir upp úr ýmsum gagnreyndum heimildum, klínískum leiðbeiningum nágrannalandanna, breskum eða bandarískum og leitað víðar ef við á t.d. í leiðbeiningum Ástrala og Kanadamanna. Ekki er getið beinna heimilda nema stöku sinnum í inngangi eða ef um ákveðið verkefni námslæknis sé að ræða. Ef heimilda er óskað má hafa samband við vinnuteymið.
Fróðleiksmolarnir birtast með útgáfu- eða endurnýjunardagsetningu. Þeir eru öllum opnir. Reynt er að hafa útlit þeirra með nokkuð ákveðnu formi og skipulagi sem tryggir auðvelda notkun og yfirsýn.
Markmið er að fróðleiksmolar verði ekki mikið eldri en 2 ára en fer þó aðeins eftir innihaldi og umfangi.
Mæðravernd á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu er bakland fyrir heilsugæslustöðvar varðandi sérfræðiþjónustu um mæðravernd. Fæðingarlæknar og ljósmæður á Þróunarmiðstöð veita fúslega upplýsingar og ráðgjöf um mæðravernd og taka við ábendingum. Sími 513 5000.
Mæðraverndarsvið vinnur að þróun og uppbyggingu mæðraverndar og stuðlar að samræmingu hennar með því að:
- vera faglegur bakhjarl við heilsugæsluna
- veita heilbrigðisstarfsfólki og almenningi faglega ráðgjöf, fræðslu og stuðning
- vinna að vísindarannsóknum í mæðravernd
- vinna með heilbrigðisyfirvöldum og heilsugæslu landsins að stefnumótun mæðraverndar á landsvísu
Helstu verkefni mæðraverndarsviðs eru:
- innleiðing leiðbeininga um mæðravernd
- gerð fræðsluefnis fyrir fagfólk
- gerð fræðsluefnis fyrir almenning á Heilsuveru
- skráning í mæðravernd
- sérfræðiþjónusta fæðinga- og kvensjúkdómalækna
- fagrýni
- samstarf við kvennadeild LSH um sameiginleg málefni er varða mæðravernd
- samstarf við HÍ
- samstarf við EL