Meta þörf á þjónustu, stuðningi og gera áætlun þar um. Upplýsa um og bjóða túlkaþjónustu þegar við á. Áhersla í viðtalinu ætti að taka mið af þörfum og óskum konunnar og gefa ætti tækifæri til umræðna og spurninga.
- Mæla blóðþrýsting og athuga eggjahvítu í þvagi
- Mæla legbotnshæð og skrá á legvaxtarrit
- Undirbúa skimun fyrir rauðkornamótefnum hjá Rhesus D neikvæðum konum og greiningu á Rhesus D flokki fósturs, hafi það ekki þegar verið gert
- Undirbúa seinni hluta skimunar fyrir GDM ef það á við
- Ræða fósturhreyfingar og hvers má vænta næstu vikur og hvert skal leita ef ekki finnast hreyfingar
- Ræða breytingar á meðgöngu og hvers má vænta næstu vikur
- Ræða eftirfarandi þegar við á:
- Þróun tengslamyndunar
- Parsamband, væntingar, kynlíf, andlega líðan, aðlögun að foreldrahlutverkinu
- Brjóstagjöf, óskir, væntingar og undirbúning
- Val á fæðingarstað
- Skipulögð fræðsla og námskeið sem eru í boði um undirbúning fæðingar, brjóstagjöf, slysavarnir o.fl.
- Meta fræðsluþarfir og benda á viðeigandi fræðsluefni
- Meðgöngukvillar, t.d. óþægindi í baki, grind og nára, fótapirringur/krampar, svefntruflanir og skapsveiflur. Benda á viðeigandi bjargráð
- Ræða mikilvægi þess að huga vel að eigin heilsu
- Endurmeta áætlun í meðgönguvernd