31 vika

Meta þörf á þjónustu, stuðningi og gera áætlun þar um. Upplýsa um og bjóða túlkaþjónustu þegar við á. Áhersla í viðtalinu ætti að taka mið af þörfum og óskum konunnar og gefa ætti tækifæri til umræðna og spurninga.

 • Mæla blóðþrýsting og athuga eggjahvítu í þvagi
 • Mæla legbotnshæð og skrá á legvaxtarrit
 • Fara yfir, ræða og skrá niðurstöður allra skimana/rannsókna sem gerðar voru við 28 vikna meðgöngu og bregðast við eftir þörfum
 • Ræða breytingar á meðgöngu og hvers má vænta næstu vikur
 • Ræða fósturhreyfingar og hvers má vænta næstu vikur og hvert skal leita ef ekki finnast hreyfingar
 • Ræða eftirfarandi þegar við á:
  • Þróun tengslamyndunar
  • Parsamband, væntingar, kynlíf, andlega líðan, aðlögun að foreldrahlutverkinu
  • Brjóstagjöf, óskir, væntingar og undirbúning
  • Fæðinguna, óskir, væntingar og undirbúning
  • Val á fæðingarstað
 • Meta fræðsluþarfir og benda á viðeigandi fræðsluefni
  • Meðgöngukvillar, t.d. óþægindi í baki og grind, þreyta, svefntruflanir. Benda á viðeigandi bjargráð
 • Meta þörf á vaxtarmati með ómskoðun hjá þeim sem eru
  40 ára og eldri
 • Meta þörf á vaxtarmati með ómskoðun hjá þeim sem eru með
  BMI ≥ 35-39.9
 • Undirbúa vaxtarmat með ómskoðun við 32v og 36v hjá konum með BMI ≥ 40
 • Undirbúa viðtal við fæðingarlækni við 36v hjá konum
  með BMI ≥ 40
 • Ræða mikilvægi þess að huga vel að eigin heilsu
 • Endurmeta áætlun í meðgönguvernd

 

 

Setja í fókus að ræða fósturhreyfingar, tengslamyndun og undirbúning fæðingar.