36 vikur

Meta þörf á þjónustu, stuðningi og gera áætlun þar um. Upplýsa um og bjóða túlkaþjónustu þegar við á. Áhersla í viðtalinu ætti að taka mið af þörfum og óskum konunnar og gefa ætti tækifæri til umræðna og spurninga.

  • Mæla blóðþrýsting og athuga eggjahvítu í þvagi
  • Mæla legbotnshæð og skrá á legvaxtarrit
  • Athuga fósturstöðu. Gera viðeigandi ráðstafanir ef þörf er á og veita viðeigandi upplýsingar
  • Ræða fósturhreyfingar og hvers má vænta næstu vikur og hvert skal leita ef ekki finnast hreyfingar
  • Ræða væntanlega fæðingu með áherslu á að hver fæðing sé einstök
    • Fyrstu merki um að fæðing sé að byrja
    • Fyrirvaraverkir - aðdragandi fæðingar
    • Fæðingarhríðir
    • Eigin bjargráð og styrkleikar
    • Stuðningur í fæðingu
    • Mögulega fæðingarhjálp 
    • Verklag fæðingarstaða þegar fæðing er afstaðin
    • Fyrsta brjóstagjöfin
    • Sængurlega - heimaþjónusta ljósmæðra
  • Fara yfir niðurstöður úr vaxtarmati ef það á við hjá þeim konum sem eru 40 ára og eldri
  • Fara yfir niðurstöður úr vaxtarmati hjá konum með BMI ≥ 40
  • Fara yfir áætlun eftir viðtal við fæðingarlækni hjá konum með
    BMI ≥ 35
  • Kynna möguleika á samtali eftir fæðingu
  • Bjóða eftirfylgd með konum sem greinst hafa með heilsuvanda á meðgöngu hafi það ekki þegar verið gert
  • Meta fræðsluþarfir og benda á viðeigandi fræðsluefni
  • Ræða mikilvægi þess að huga vel að eigin heilsu
  • Endurmeta áætlun í meðgönguvernd

Setja í fókus að ræða væntanlega fæðingu, væntingar , bjargráð  og styrkleika. Í samtalinu kemur fram að fæðing er náttúrulegt ferli sem getur tekið á sig ýmsar myndir og ýmsir áhrifaþættir koma við sögu.