Fyrsta koma í meðgönguvernd

Mælt er með að fyrsta koma sé fyrir 12 vikna meðgöngu. Upplýsa um og bjóða túlkaþjónustu þegar við á. Meta þörf á þjónustu, stuðningi og gera áætlun þar um. Áhersla í viðtalinu ætti að taka mið af þörfum og óskum konunnar og gefa ætti tækifæri til umræðna og spurninga.
 Bjóða má viðbótarheimsókn, ef ekki næst að gefa eða afla fullnægjandi upplýsinga í fyrstu heimsókninni.

          Upplýsingar - skoðun

  • Afla upplýsinga um líkamlegt og andlegt heilsufar, fjölskyldusögu, félagslegar aðstæður, stuðningsnet, lifnaðarhætti, áfallasögu, ofbeldi og fyrri meðgöngur og fæðingar
  • Meta áhættuþætti
  • Mæla blóðþrýsting og athuga eggjahvítu í þvagi
  • Mæla hæð og þyngd og reikna út líkamsþyngdarstuðul
  • Ræða mikilvægi þess að huga að eigin heilsu (næring, hreyfing, svefn og hvíld)
  • Ráðleggja öllum konum að taka fólat og D vítamín
  • Ræða áhrif tóbaksnotkunar, nikótíns, áfengis og annarra vímuefna ef við á
  • Ræða breytingar á meðgöngu og hvers má vænta næstu vikur
  • Veita upplýsingar um þá þjónustu sem veitt er á meðgöngu í heilsugæslu, hvert skuli leita, m.a. ef upp koma vandamál eða verkir         
  • Veita upplýsingar um skimanir og bólusetningar
    Skimanir
  • Bjóða blóðflokkun og skimun fyrir rauðkornamótefnum
  • Bjóða skimun fyrir blóðleysi, lifrarbólgu B, lifrarbólgu C, HIV, rauðum hundum og sárasótt
  • Bjóða skimun fyrir einkennalausri þvagfærasýkingu
  • Bjóða upplýsingar um 11-14 vikna og 20 vikna ómskoðanir og skimun fyrir litningafrávikum og sköpulagsgöllum
  • Bjóða skimun fyrir þunglyndi og kvíða. Senda EPDS og GAD-7 skimunarlista
  • Bjóða skimun fyrir klamydíu hjá öllum 25 ára og yngri
  • Bjóða skimun fyrir fjölónæmum bakteríum fyrir áhættuhópa
  • Bjóða skimun fyrir meðgöngusykursýki fyrir áhættuhópa
  • Bjóða skimun fyrir skjaldkirtilssjúkdómum fyrir áhættuhópa
    Viðtal og/eða ráðgjöf fæðingarlæknis í upphafi meðgöngu
  • Konur með langvinnan háþrýsting
  • Konur með sögu um pre-eclampsiu
  • Konur með með BMI ≥ 40 
  • Konur með BMI ≥ 50 ráðgjöf fæðingarlæknis í áhættumæðravernd
  • Konur  með áhættuþætti fyrir fyrirburafæðiingu ráðgjöf fæðingarlæknis í áhættumæðravernd
  • Konur sem ganga með tvíbura DC/DA meta þörf á viðtali við fæðingarlækni í upphafi meðgöngu
    Viðtal við sérfræðiljósmóður
  • Konur sem ganga með tvíbura DC/DA
    Fræðsla
  • Meta fræðsluþarfir og benda á viðeigandi fræðsluefni:         
    • Hvernig má stuðla að sem bestri heilsu á meðgöngu
    • Breytingar á meðgöngu og meðgöngukvillar, t.d. ógleði, þreyta, tíð þvaglát, breyting á blóðrás. Benda á viðeigandi bjargráð og hvenær beri að leita frekari ráða
    • Hvers má vænta næstu vikur varðandi líkamlegar og tilfinningalegar breytingar og breytingar á parsambandi, þegar við á
  • Áætlun
  • Gera áætlun um meðgönguverndina byggða á upplýsingaöflun og mati á áhættuþáttum

       ____________________________________________________

Ítarleg upplýsingasöfnun og mat á þekktum áhættuþáttum er grunnur að einstaklingsmiðaðri þjónustu í meðgönguvernd.
Setja í fókus breytingar á meðgöngu og hvers má vænta ásamt mikilvægi þess að huga að eigin heilsu.

 

Efni á öðrum tungumálum

Meðganga - meðgönguvernd
Upplýsingar á Heilsuveru um meðgönguvernd, skoðanir og skimanir á ensku: Maternal healthcare | Heilsuvera og pólsku: Opieka położnicza | Heilsuvera
Upplýsingar um meðgöngu á ýmsum tungumálum: https://www.ulh.nhs.uk/pregnancy-information-in-other-languages/
Upplýsingar um skimanir á meðgöngu á ýmsum tungumálum: Screening tests for you and your baby (STFYAYB) - GOV.UK
Upplýsingar um tvíburameðgöngu: Pregnant with twins - NHS  Patient education: Having twins  (The Basics) - UpToDate  Att vara gravid med tvillingar - 1177        
Hvert skal leita ef upp koma vandamál á meðgöngu?: enska -pólska
Matur og meðganga: albanska - arabíska -enska -pólska -rússneska -spænska -taílenska
Reykingar og meðganga: albanska - arabíska - enska - pólska - rússneska - taílenska
Áfengi og vímuefni og meðganga: albanskaarabíska - enska - pólska - rússneska - spænska - taílenska
Ýmislegt tengt meðgöngu eins og ofþyngd á meðgöngu, háþrýstingur/meðgöngueitrun, PROM, o.fl.:
Translation patient information | RCOG
Meðgöngusykursýki: arabíska -enska -franska -portúgalska-pólska -rúmenska -spænska -úkraínska - urdu

Samfélagið - réttindi og skyldur 
Innflytjendur á Íslandi: Réttur þinn    Að flytja til Íslands og að búa á Íslandi. Forsíða - Fjölmenningarsetur (mcc.is)