Níu vikna skoðun

 Markmið: 

Greina frávik í heilsu og þroska barns við 9 vikna aldur og veita foreldrum fræðslu og stuðning.

 

Fyrirkomulag: 

Hjúkrunarfræðingur. Skoðunin fer fram á heilsugæslustöð eða í heimahúsi. Áætlaður tími í skoðun er 40 mínútur. 

 

Verkþættir:

    A. Upplýsingasöfnun, fræðsla og ráðgjöf

    B. Þroskamat

    C. Líkamsskoðun

    D. Skimun á þunglyndi og kvíða

    E. Eftirfylgd með konum sem greinst hafa með heilsuvanda á meðgöngu

    F. Skráning:

Hafa í huga

Byrja á að spyrja foreldra hvort það sé eitthvað sérstakt sem þeir vilja spyrja um í dag og hvort þeir hafi einhverjar áhyggjur af barni sínu.

Skoðið sjúkraskrá barns og athugið hvort athugasemdir hafi verið gerðar sem þurfi að skoða betur.

Verið vakandi fyrir andlegri líðan foreldra, ástandi barns og aðstæðum. Hafið í huga vanrækslu og ofbeldi.

Fræðsla

Meta þarf út frá aðstæðum hverju sinni hvaða stuðning og fræðslu foreldrar þurfa á að halda.

Áhersla skal lögð á:

Kynnið fyrir foreldrum fyrirhugaðar ónæmisaðgerðir, sjá Upplýsingar um bólusetningar barna fyrir foreldra og aðstandendur.  Önnur tungumál: enska, pólskatælenska, spænska, litháíska

Athugið hvort athugasemd hefur verið gerð um þroska barns sem þarf að fylgja eftir. Endurtakið atriði úr fyrra þroskamati sem voru óeðlileg og metið útkomu.

Barnið er skoðað af hjúkrunarfræðingi á sama hátt og áður, vigtað og höfuðummál mælt.

Almenn skoðun ungbarns í heimavitjun

Meðfædd viðbrögð

Í 9 vikna skoðun í ung- og smábarnavernd skal skima fyrir þunglyndi og kvíða. Nota skal EPDS til að skima fyrir þunglyndi og GAD-7 til að skima fyrir kvíða. Sjá flæðirit.

Skor á GAD-7: Kvíðaeinkenni innan eðlilegra marka (0-4 stig), væg kvíðaeinkenni (5-9 stig), miðlungs kvíðaeinkenni (10-14 stig), mikil kvíðaeinkenni (15-21 stig).

Fylgja þarf konum eftir sem skora yfir 9 stig á EPDS skv. flæðiriti.  

Ef grunur er um alvarlegri vanda, til dæmis:

  • Ef já við spurningu 10 á EPDS um sjálfsskaða
  • 12 stig eða meira á EPDS
  • 15 stig eða meira á GAD-7

þá skal hafa samráð við heilsugæslulækni og sálfræðing á stöð fyrir ítarlegra mat á vanda og meðferðarþörf. Ef um alvarlegan geðheilbrigðisvanda er að ræða þá skal í samráði við lækna vísa til sérhæfðar geðheilbrigðisþjónustu.

Vinnulag við skimun og meðferð þunglyndis og kvíða í ung- og smábarnavernd

Stigagjöf EPDS-skimunar

Stigagjöf GAD-7

EPDS og GAD-7 skráning í 9 vikna skoðun

 

Edinborgarkvarðinn á ýmsum tungumálum:

íslenska - arabíska - cambodían (khmer) - dari - enska - filipino (tagalog) - franska - hindi - hollenska - igbo - ítalska - japanska - kínverska - kúrdíska - lao - makedónía - malay - maltese - norska - persneska (farsi) - pólska - portúgalska - punjabi - rússneska - sænska - serbneska - somali - spænska - tékkneska - tælenska - tyrkneska - víetnamska - þýska

 

GAD-7 á ýmsum tungumálum:

íslenska - enska - pólska

GAD-7 á fleiri tungumálum