Markmið:
Greina frávik í heilsu og þroska barns við 4 ára aldur og veita foreldrum fræðslu og stuðning.
Fagaðili:
Hjúkrunarfræðingur
Verkþættir:
A. Upplýsingasöfnun, fræðsla og ráðgjöf
B. Þroskamat
C. Líkamsskoðun
D. Bólusetning
E. Sjónpróf
Fjögurra ára skoðun
Markmið:
Greina frávik í heilsu og þroska barns við 4 ára aldur og veita foreldrum fræðslu og stuðning.
Fagaðili:
Hjúkrunarfræðingur
Verkþættir:
A. Upplýsingasöfnun, fræðsla og ráðgjöf
B. Þroskamat
C. Líkamsskoðun
D. Bólusetning
E. Sjónpróf
Eru einhver vandamál sem þarf að fylgja eftir?
Er barn fullbólusett?
Yfirfarið sjúkragögn og hugið að rauðum flöggum sem þarf að fylgja eftir áður en barn hættir í ung- og smábarnavernd.
Er barnið með skráðan heimilislækni í Sögu?
Vísið foreldrum sem ekki hafa farið með barnið í tannskoðun til heimilistannlæknis.
Fræðsla
Meta þarf út frá aðstæðum hverju sinni hvaða stuðning og fræðslu foreldrar þurfa á að halda.
Áhersla er lögð á:
Gert er mat á þroska og skimað fyrir þroskafrávikum með PEDS og Brigance þroskaskimun.
PEDS-matsblað foreldra á íslensku, ensku, frönsku, kínversku, pólsku, spænsku, rússnesku, swahili, tælensku, víetnömsku.
Mæla þyngd og lengd.
Almenn skoðun – sjá leiðbeiningar um líkamsskoðun barna.
Tilvísun til tannlæknis ef barn er ekki með skráðan heimilistannlækni.
Sjónpróf gert og athugað hvort eðlileg samsjón sé til staðar.
4 ára börn eiga að sjá 0,8 (6/7,5) með hvoru auga um sig. Ef barn nær ekki þessari sjón eða ef munar meira en einni línu á sjón hægra og vinstra auga þarf að vísa því til augnlæknis.
Senda þarf öll börn til augnlæknis sem ekki hafa eðlilega samsjón.
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira