Sex vikna skoðun

Markmið:

Greina frávik í heilsu og þroska barns við 6 vikna aldur og veita foreldrum fræðslu og stuðning.

 

Fyrirkomulag: 

Hjúkrunarfræðingur og læknir. Mælt með að barnalæknir komi að skoðuninni sé hann til staðar. Skoðunin fer fram á heilsugæslustöð. Áætlaður tími í skoðun er 20 mínútur. 

 

Verkþættir:

    A. Upplýsingasöfnun, fræðsla og ráðgjöf

    B. Þroskamat

    C. Líkamsskoðun

    D. Skráning

Hafa í huga

Byrja á að spyrja foreldra hvort það sé eitthvað sérstakt sem þeir vilja spyrja um í dag og hvort þeir hafi einhverjar áhyggjur af barni sínu.

Skoðið sjúkraskrá barns og athugið hvort athugasemdir hafi verið gerðar sem þurfi að skoða betur.

Verið vakandi fyrir andlegri líðan foreldra, ástandi barns og aðstæðum. Hafið í huga vanrækslu og ofbeldi.

Fræðsla

Meta þarf út frá aðstæðum hverju sinni hvaða stuðning og fræðslu foreldrar þurfa á að halda.

 

Áhersla skal lögð á:

 

Fylgja þarf eftir konum sem skimast með vanlíðan á meðgöngu og eftir fæðingu skv. flæðiriti

Vinnulag við skimun og meðferð þunglyndis og kvíða í ung- og smábarnavernd 

Hér má finna EPDS og GAD-7 á ýmsum tungumálum

 

Í 6 vikna skoðun móður boðið að fá senda rafræna spurningalista í Heilsuveru vegna EPDS og GAD-7 skimunar í 9 vikna skoðun. Útskýrt er að listarnir berist strax í Heilsuveru en viðkomandi beðinn um að svara þegar áminning berst 2 dögum fyrir 9 vikna skoðun.

Sjá nánar: EPDS og GAD-7 skráning í 9 vikna skoðun

Gert er mat á þroska og skimað fyrir þroskafrávikum. Almennt má framkvæma þroskamatið með þremur mismunandi aðferðum: beinni athugun, óbeinni athugun og/eða upplýsingum foreldra.

Athugið hvort athugasemd hefur verið gerð áður um þroska barns sem þarf að fylgja eftir. Endurtakið atriði úr fyrra þroskamati sem voru óeðlileg og metið útkomu í samhengi við  6 vikna þroskamat.

Þroskamat 6 vikna:

Mæla þyngd, lengd og höfuðummál.

Almenn skoðun – sjá leiðbeiningar um líkamsskoðun barna

Athugið tonus með því að rétta úr í olnbogum, mjöðmum, hnjám og fótliðum. Talsverður breytileiki í tonus er eðlilegur á þessum aldri. Sé um að ræða verulega hypo- eða hypertoni eða greinilegan mun vinstra og hægra megin ber að vísa barni áfram til nánari athugunar.

Ef barnið „fixerar“ ekki og fylgir ekki eftir. Athugið svörun sjáaldurs við ljósi (sjá áður). Athugið að gult eða gulhvítt sjáaldur getur bent til að um retinoblastoma eða sjúkdóm í augnbotnum sé að ræða. Sé um veruleg frávik að ræða ber að fá álit sérfræðings og í vafatilvikum skoða barnið aftur eftir 4–6 vikur.