Mæla þyngd, lengd og höfuðummál. Þegar frávik mælast er mikilvægt að hafa í huga mæliskekkjur. Endurteknar mælingar eru því mikilvægar þegar grunur vaknar um frávik á vaxtarlínuriti. Sjá nánar um vöxt barna.
Almenn skoðun – sjá leiðbeiningar um líkamsskoðun barna
Athugið tonus með því að rétta úr í olnbogum, mjöðmum, hnjám og fótliðum. Talsverður breytileiki í tonus er eðlilegur á þessum aldri. Sé um að ræða verulega hypo- eða hypertoni eða greinilegan mun vinstra og hægra megin ber að vísa barni áfram til nánari athugunar.
Ef barnið „fixerar“ ekki og fylgir ekki eftir. Athugið svörun sjáaldurs við ljósi (sjá áður). Athugið að gult eða gulhvítt sjáaldur getur bent til að um retinoblastoma eða sjúkdóm í augnbotnum sé að ræða. Sé um veruleg frávik að ræða ber að fá álit sérfræðings og í vafatilvikum skoða barnið aftur eftir 4–6 vikur.