Átta mánaða skoðun

Markmið: 

Greina frávik í heilsu og þroska barns við 8 mánaða aldur og veita foreldrum fræðslu og stuðning. 

 

Fyrirkomulag:

Hjúkrunarfræðingur. Áætlaður tími í skoðun er 20 mínútur. 

 

Verkþættir:

    A. Upplýsingasöfnun, fræðsla og ráðgjöf

    B. Þroskamat

    C. Líkamsskoðun

    D. Skráning

Hafa í huga

Aldrei ætti að gefa barni hreina ávaxtasafa eða aðra sæta drykki í pela, því sykur skemmir tennurnar og ávaxtasýra eyðir tannglerungi.

Fræðsla

Meta þarf út frá aðstæðum hverju sinni hvaða stuðning og fræðslu foreldrar þurfa á að halda.
Áhersla er lögð á:

  • Næringu og brjóstagjöf
  • Lýsi eða D-vítamíndropa
  • Þroska og örvun barns
  • Uppeldi, hegðun og aga barns
  • Svefn barns
  • Tannhirðu barns
  • Slysavarnir

Athugið hvort athugasemd hefur verið gerð áður um þroska barns sem þarf að fylgja eftir. Endurtakið atriði úr fyrra þroskamati sem voru óeðlileg og metið útkomu.

Hægt er að leggja PEDS fyrir foreldra, ef þeir hafa áhyggjur af barni sínu. Veitið ráðleggingar og bendið á úrræði m.t.t. niðurstaðna.

Mæla þyngd, lengd og höfuðummál.

Almenn skoðun – sjá leiðbeiningar um líkamsskoðun barna.