Sex mánaða skoðun

Markmið:

Greina frávik í heilsu og þroska barns við 6 mánaða aldur og veita foreldrum fræðslu og stuðning.

 

Fyrirkomulag:

Hjúkrunarfræðingur. Áætlaður tími í skoðun er 20 mínútur. 

 

Verkþættir:

    A. Upplýsingasöfnun, fræðsla og ráðgjöf

    B. Þroskamat

    C. Líkamsskoðun

    D. Skráning

Hafa í huga

Byrja á að spyrja foreldra hvort það sé eitthvað sérstakt sem þeir vilja spyrja um í dag og hvort þeir hafi einhverjar áhyggjur af barni sínu.

Skoða sjúkraskrá barns og athuga hvort athugasemdir hafi verið gerðar sem þurfi að skoða betur.

Vera vakandi fyrir fíkniefna- og áfengisneyslu foreldra, vanrækslu og ofbeldi.

Fræðsla

Meta þarf út frá aðstæðum hverju sinni hvaða stuðning og fræðslu foreldrar þurfa á að halda.

Áhersla er lögð á:

  • Stuðning við brjóstagjöf og næringu
  • Lýsi eða D-vítamíndropa
  • Þroska og örvun barns
  • Uppeldi, hegðun og aga barns
  • Svefn barns
  • Tannhirðu barns

Gert er mat á þroska og skimað fyrir þroskafrávikum. Almennt má framkvæma þroskamatið með þremur mismunandi aðferðum: beinni athugun, óbeinni athugun og/eða upplýsingum foreldra.

Athugið hvort athugasemd hefur verið gerð áður um þroska barns sem þarf að fylgja eftir. Endurtakið atriði úr fyrra þroskamati sem voru óeðlileg og metið útkomu í samhengi við 6 mánaða þroskamat.  

Hægt er að leggja PEDS fyrir foreldra, ef þeir hafa áhyggjur af barni sínu. Veitið ráðleggingar og bendið á úrræði m.t.t. niðurstaðna.

Þroskamat 6 mánaða:

 

 

Mæla þyngd, lengd og höfuðummál.

Almenn skoðun – sjá leiðbeiningar um líkamsskoðun barna.

Athugið hvort hreyfingar útlima eru samhæfðar. Eðlilegur tonus?

Athugið flexion í úln- og olnbogaliðum, abduction í mjaðmarliðum og dorsalflexion í ökklum.

Er fyrsta tönnin komin?