Í 9 vikna skoðun í ung- og smábarnavernd skal skima fyrir þunglyndi og kvíða. Nota skal EPDStil að skima fyrir þunglyndi og GAD-7 til að skima fyrir kvíða. Sjá flæðirit.
Skor á GAD-7: Kvíðaeinkenni innan eðlilegra marka (0-4 stig), væg kvíðaeinkenni (5-9 stig), miðlungs kvíðaeinkenni (10-14 stig), mikil kvíðaeinkenni (15-21 stig).
Fylgja þarf konum eftir sem skora yfir 9 stig á EPDS skv. flæðiriti.
Ef grunur er um alvarlegri vanda, til dæmis:
- Ef já við spurningu 10 á EPDS um sjálfsskaða
- 12 stig eða meira á EPDS
- 15 stig eða meira á GAD-7
þá skal hafa samráð við heilsugæslulækni og sálfræðing á stöð fyrir ítarlegra mat á vanda og meðferðarþörf. Ef um alvarlegan geðheilbrigðisvanda er að ræða þá skal í samráði við lækna vísa til sérhæfðar geðheilbrigðisþjónustu.
Vinnulag við skimun og meðferð þunglyndis og kvíða í ung- og smábarnavernd
Stigagjöf EPDS-skimunar
Stigagjöf GAD-7
EPDS og GAD-7 skráning í 9 vikna skoðun
Edinborgarkvarðinn á ýmsum tungumálum:
íslenska - arabíska - cambodían (khmer) - dari - enska - filipino (tagalog) - franska - hindi - hollenska - igbo - ítalska - japanska - kínverska - kúrdíska - lao - makedónía - malay - maltese - norska - persneska (farsi) - pólska - portúgalska - punjabi - rússneska - sænska - serbneska - somali - spænska - tékkneska - tælenska - tyrkneska - víetnamska - þýska
GAD-7 á ýmsum tungumálum:
íslenska - enska - pólska
GAD-7 á fleiri tungumálum