Markmið ung- og smábarnaverndar

Að efla heilsu, vellíðan og þroska ungra barna með reglulegum heilsufarsskoðunum ásamt stuðningi og fræðslu til fjölskyldna þeirra.

Ung- og smábarnavernd stendur öllum foreldrum til boða þeim að kostnaðarlausu. 

Hjúkrunarfræðingar og læknar á heilsugæslustöðvum sjá um ung- og smábarnavernd í samstarfi við sálfræðinga og annað fagfólk heilsugæslunnar. 

Foreldrum nýfæddra barna er boðið upp á heimavitjanir fyrstu vikurnar og koma síðan í kjölfarið á heilsugæslustöðina með barnið í skoðanir. Mikilvægt er að þjónustan sé sveigjanleg og taki mið af þörfum fjölskyldunnar hverju sinni. Lögð er áhersla á að viðhalda samfellu í þjónustunni eins og frekast er unnt og að sami hjúkrunarfræðingur og læknir fylgi barni/fjölskyldu eftir í gegnum allar skoðanirnar.

Fylgst er með vitsmuna- og tilfinningaþroska ásamt félagslegum og líkamlegum þroska barna frá fyrstu ævidögum til skólaaldurs. Áhersla er lögð á stuðning við fjölskylduna og þannig stuðlað að því að börnum séu búin bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði á hverjum tíma. Mikilvægt er að uppgötva sem fyrst frávik hvað heilsufar og þroska varðar og gera viðeigandi ráðstafanir. 

Tilgangur þessara leiðbeininga er einkum að:

  • Lýsa kröfum um ákveðin lágmarksgæði í ung- og smábarnavernd hér á landi.
  • Vera marklýsing fagaðila um innihald ung- og smábarnaverndar.
  • Koma að gagni við grunn-, framhalds- og símenntun heilbrigðisstétta.
  • Samræma innihald leiðbeininga og framkvæmd í ung- og smábarnavernd.


Leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd eru í stöðugri endurskoðun.  

Síðast uppfært árið 2024

 

Upplýsingar um ung- og smábarnavernd á Heilsuveru

Yfirlit yfir skoðanir og ónæmisaðgerðir

Erlendar heimasíður

Greinar / skýrslur

Hlutverk sviðs ung- og smábarnaverndar er að þróa, leiða og samræma heilsuvernd ung- og smábarna í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og heilsugæsluna á landsvísu. 

Margir fagaðilar hafa komið að gerð og endurskoðun leiðbeininga um ung- og smábarnavernd.

Fagstjórnendur á hverri heilsugæslustöð bera ábyrgð á heilsugæslu barna á sínu þjónustusvæði og á því að leiðbeiningum um ung- og smábarnavernd sé framfylgt. 

Helstu verkefni ung- og smábarnasviðs:

  • Faglegur bakhjarl við ung- og smábarnavernd á landsvísu
  • Þróun, innleiðing og endurskoðun Leiðbeininga um ung- og smábarnavernd
  • Vinna með heilbrigðisyfirvöldum og heilsugæslunni að stefnumótun ung- og smábarnaverndar
  • Gerð fræðsluefnis fyrir almenning á www.heilsuvera.is 
  • Söfnun upplýsinga um heilsufar barna og starfsemi ung- og smábarnaverndar og úrvinnsla þeirra
  • Vísinda- og gæðaþróunarverkefni

Sesselja Guðmundsdóttir
hjúkrunarfræðingur
sviðsstjóri ung- og smábarnaverndar

Áslaug Heiða Pálsdóttir
barnalæknir
ung- og smábarnavernd

Leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd:

Heimavitjanir

Heimavitjanir

Heimavitjanir
Sex vikna skoðun

Sex vikna skoðun

Sex vikna skoðun
Níu vikna skoðun

Níu vikna skoðun

Níu vikna skoðun
Þriggja mánaða skoðun

Þriggja mánaða skoðun

Þriggja mánaða skoðun
Fimm mánaða skoðun

Fimm mánaða skoðun

Fimm mánaða skoðun
Sex mánaða skoðun

Sex mánaða skoðun

Sex mánaða skoðun
Átta mánaða skoðun

Átta mánaða skoðun

Átta mánaða skoðun
Tíu mánaða skoðun

Tíu mánaða skoðun

Tíu mánaða skoðun
Tólf mánaða skoðun

Tólf mánaða skoðun

Tólf mánaða skoðun
Átján mánaða skoðun

Átján mánaða skoðun

Átján mánaða skoðun
Tveggja og hálfs árs skoðun

Tveggja og hálfs árs skoðun

Tveggja og hálfs árs skoðun
Fjögurra ára skoðun

Fjögurra ára skoðun

Fjögurra ára skoðun