Brigance þroskaskimun

BRIGANCE þroskaskimun er lagt fyrir 2½ árs og 4 ára gömul börn. BRIGANCE Screens er í raun mörg þroskamatstæki, sem ná frá tæplega tveggja ára aldri til 7 ára aldurs. Sá hluti sem er fyrir 2½ árs gömul börn kallast BRIGANCE, Early Preschool Screen II, en  fyrir 4 ára börn BRIGANCE, Preschool Screen II.

BRIGANCE þroskaskimun nær til margra þroskaþátta, þar með talið fín- og grófhreyfinga, almennrar þekkingar, máls, skólafærni og beitingar skriffæris. Prófið hefur góðan innri stöðugleika, háan áreiðanleika við endurprófun og gott samræmi milli mismunandi prófenda. Öll prófatriðin hafa verið stöðluð og hægt er að ákvarða viðmiðunarmörk, hundraðsmörk og aldursgildi. Fara verður nákvæmlega eftir fyrirmælum til að hægt sé að bera barnið saman við íslensku viðmiðin. Að auki eru staðlaðar aðferðir við stigagjöf, það er hvenær fyrirlagning atriða hefst og hættir.

Um er að ræða tvo kosti við fyrirlögn á Brigance, það er leggja fyrir s.k. skemmri útgáfu eða lengri útgáfu. Sú lengri tekur u.þ.b. 15-20 mín en sú styttri helmingi styttri tíma.

Brigance samanstendur af:

  • Brigance þroskaskimun fyrir 2½ árs börn EPS II (inngangur og matstæki í sömu bók, þ.e. leiðbeiningar á íslensku).
  • BRIGANCE þroskaskimun fyrir 4 ára börn PSII (inngangur og matstæki í sömu bók, þ.e. leiðbeiningar á íslensku).
  • Skráningarblað BRIGANCE 2½ árs
  • Skráningarblað BRIGANCE 4 ára
  • Kubbakassi með 10 kubbum
  • Breiður blýantur og litur
  • Autt blað (A4)

Hvað mælir Brigance?

  Skólafærni/forskólafærni

  • Magnhugtök
  • Persónulegar upplýsingar
  • Lestrar-/forlestrarfærni
   Samskiptafærni
  • Málskilningur
  • Orðaforði
  • Málfærni
   Hreyfifærni
  • Sjón
  • Fínhreyfingar
  • Grófhreyfingar