Lyf og lyfjarýni

Fjölgun einstaklinga með fleiri en einn langvinnan sjúkdóm gerir mat á gæði og öryggi lyfjameðferðar flóknara. Oft þarf að samræma meðferð margra sjúkdóma, taka tillit til aldurstengdra líffræðilegra breytinga ásamt áhættu tengdri fjöllyfjameðferð.

Ákvörðun um lyfjameðferð byggist einnig á klínískum leiðbeiningum, sjúkdómsástandi, samráði við aðra meðferðaraðila og viðhorfi skjólstæðings.