Skilgreining
Lyfjarýni er markviss, gagnrýnin yfirferð á allri lyfjameðferð einstaklings með það að markmiði að greina lyfjatengd vandamál og taka afstöðu til frekari meðferðar.
Markmiðið er að tryggja örugga, árangursríka og viðeigandi meðferð út frá þörfum og aðstæðum einstaklingsins.
Mikilvægi nákvæmrar lyfjasögu
Nauðsynlegt er að byrja á að skrá öll lyf sem einstaklingur notar og taka ítarlega lyfjasögu. Í því felst meðal annars að fá upplýsingar um lyfseðilsskyld lyf, lausasölulyf, vítamín, bætiefni og önnur efni sem einstaklingur notar reglulega eða eftir þörfum.
Mælt er með að biðja skjólstæðing um að koma með öll lyf sín í lyfjarýni, svonefnda brown bag medication review, þar sem öll lyf eru lögð fram til yfirferðar. Slík aðferð veitir heildstæða yfirsýn yfir raunverulega lyfjanotkun og getur hjálpað til við að greina ósamræmi milli skráðra og raunverulegra lyfja, tvíverkun, lyf sem einstaklingur notar ekki lengur og mögulega óþarfa eða skaðlega meðferð.
Að skjólstæðingur hafi lyfin meðferðis gefur innsýn í raunverulega lyfjanotkun og styður við markvissa fræðslu og mat.
Lyf sem oft gleymast:
- Lyf tekin eftir þörfum
- Lyf sem ekki eru gefin um munn (t.d. augndropar, innöndunarlyf, lyfjaplástrar, krem/smyrsli, stungulyf)
- Hormónalyf
- Lausasölulyf, vítamín, steinefni
- Náttúrulyf og fæðubótarefni

Nánari útskýringar á hverju skrefi fyrir sig