Langvinnur heilsuvandi

Verkþættir þjónustu í heilsugæslu fyrir fólk með langvinnan heilsuvanda.

Hér eru sett fram viðmið sem ætlað er að tryggja að skjólstæðingar, með langvinnan heilsuvanda og eru í þjónustu í heilsugæslunnar, fái grunnheilbrigðisþjónustu óháð búsetu.

Viðmiðunum er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir þverfaglegan hóp heilbrigðisstarfsmanna sem sinna skjólstæðingum með langvinnan heilsuvanda í grunnheilbrigðisþjónustu.

Í viðmiðunum kemur meðal annars fram að:

  • Tilgreindur er málastjóri (hjúkrunarfræðingur) sem er ábyrgur fyrir samhæfingu einstaklingsmiðaðrar áætlunar.
  • Einstaklingsmiðuð áætlun er gerð í samráði við skjólstæðing.
  • Stefnt er að því að fólk fái greiningu snemma svo það geti notið góðs af viðeigandi meðferð til og draga megi úr einkennum sem og bæta lífsgæði.
  • Tryggja þurfi jöfnuð í þjónustu við skjólstæðinga.
  • Styðja þarf fólk í að taka málin í sínar eigin hendur með það að markmiði að draga megi úr einkennum heilsuvandans og bæta lífsgæði.

Þessar „leiðbeiningar“ innihalda viðmið fyrir eftirfarandi verkþætti:

 

Að greinast með einn sjúkdóm eða fleiri getur reynst afdrifaríkt því það getur haft í för með sér:

  • Fjöllyfjameðferð sem getur leitt til milliverkana lyfja
  • Skert lífsgæði
  • Íþyngjandi áhrif af meðferð(treatment burden)
  • Aukna þörf á heilbrigðisþjónustu, þar með talda bráðaþjónustu

Sérstök áhersla er lögð á sykursýki af tegund 2, ofþyngd/offitu, langvinna lungnateppu, hjarta- og æðasjúkdóma og hækkaðan blóðþrýsting.