Lyfjarýni er skipulögð og gagnrýnin yfirferð á lyfjameðferð. Þar eru borin kennsl á lyfjatengd mál og tekin afstaða til meðferðar. Hún felur ekki í sér lausn allra lyfjatengdra mála, heldur fyrst og fremst að bera kennsl á þau og koma þeim í réttan farveg.
Nauðsynlegt er að byrja að fara yfir öll lyf einstaklingsins og taka góða lyfjasögu.
Oft reynist best að fá skjólstæðinginn til að koma með öll lyfin sín þegar rýna á í lyfjameðferðina.
Muna eftir lyfjum:
- Sem tekin eru eftir þörfum
- Lyfjum sem ekki eru gefin um munn:
- augnlyf
- innöndunarlyf
- stungulyf
- lyfjaplástra
- krem/smyrsli
- hormónalyf
- lausasölulyf og vítamín
- steinefni, náttúrulyf
- ýmis konar fæðubótaefni
Lyfjarýni - 7 skref:
Skref 1: Spurningar/vangaveltur: Hvað skiptir skjólstæðing máli?
Spurningar sem gott er að spyrja:
- Almenn afstaða einstaklingsins við að taka lyf - skiptir pillubyrði máli?
- Hvað vill viðkomandi fá út úr lyfjameðferðinni?
- Hefur viðkomandi áhyggjur af lyfjunum sem hann er að taka?
- Hversu vel skilur viðkomandi sína lyfjameðferð?
- Hversu vel treystir viðkomandi sér til að taka lyfin sín eins og áætlað er?
Gott er að nýta tækifærið og útskýra upplýsingar eins og niðurstöður rannsókna og af hverju viðkomandi sé að taka viðkomandi lyf. Rýnið einstakling með tilliti til meðferðarheldni.
Skref 2: Spurningar/vangaveltur: Hvaða lyf eru með skýra ábendingu?
Oft eru um að ræða lyf sem hægja á versnandi einkennum (til dæmis lyf vegna Parkinson sjúkdóms, hjartabilunar) eða lyf sem bæta upp eitthvað sem líkamann vantar (til dæmis levothyroxin).
Gott að spyrja sig: Hver er ábendingin/tilgangurinn með lyfinu? Er hún enn til staðar og viðeigandi fyrir þennan einstakling?
Skref 3: Spurningar/vangaveltur: Hvaða lyf eru með óljósa ábendingu?
Þegar búið er að rýna í lyfin sem eru nauðsynleg fyrir einstaklinginn á að yfirfara önnur lyf sem viðkomandi er að taka í tengslum við áframhaldandi meðferð.
Spurning um að endurskoða lyf:
- sem átti að taka tímabundið (til dæmis verkjalyf, svefnlyf, PPI hemla)
- þar sem viðkomandi tekur hærri skammta en vanalega er notað sem viðhaldsskammtur
- sem hafa takmarkaða virkni vegna ábendingar sem þau eru notuð við
- sem hafa takmarkaða gagnsemi fyrir þennan einstakling, miðað við aldur og undirliggjandi ástand.
Skref 4: Spurningar/vangaveltur: Er lyfið að skila tilætluðum árangri?
Er markmiðum meðferðar náð til að:
- ná að stjórna sjúkdómi/einkennum?
- ná viðeigandi rannsóknarniðurstöðum?
- koma í veg fyrir sjúkdóm/einkenni?
Sé ofangreint ekki í lagi er mikilvægt að skoða fyrst meðferðarheldni einstaklingsins áður en farið er í til að mynda að hækka skammta eða bæta við lyfjum til að ná meðferðarmarkmiði.
Skref 5: spurningar/vangaveltur: Er eitthvað sem bendir til aukaverkana/milliverkana?
Gott er að nálgast þessa spurningu út frá einkennum einstaklingsins. Finnur viðkomandi fyrir einkennum sem benda til aukaverkana/milliverkana?
Einkenni aukaverkana geta stundum komið frá niðurstöðum rannsókna (til dæmis hypokalíum vegna notkunar þvagræsilyfja).
Í þessu skrefi er til að mynda hægt að velta fyrir sér skammtastærðum fyrir eldra fólk.
Auk þess er hægt að nota Phase-20 listann sem er spurningarlisti sem metur hugsanleg lyfjatengd einkenni einstaklinga.
Jafnframt er gott að þekkja algengar milliverkanir sérstaklega af völdum áhættulyfja (high risk medications).
Milliverkana-gagnagrunnar geta einnig verið hjálplegir en alltaf þarf að meta hvort upplýsingar séu klínískt mikilvægar fyrir hvern og einn einstakling. Hægt að notast við milliverkanaforritið í Sögu.
Skref 6: Spurningar/vangaveltur: Kostnaður
Mikilvægt er að skoða lyfjakostnað, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Eru ódýrari samheitalyf í boði?
Skref 7: Spurningar/vangaveltur: Hvernig er meðferðarheldnin?
Er einstaklingur að taka lyfin eins og áætlað er?
- Skilur einstaklingur af hverju hann þarf að taka lyfin sín?
- Hentar meðferðin hans lífstíl? Til dæmis tímasetningar lyfja/má fækka gjafatímum í skömmtun?
- Getur einstaklingur tekið lyfin sín?
- Hversu mikilvægt finnst einstaklingi að taka lyfin sín?
- Hversu vel treystir hann sér að taka lyfin sín?
- Farið yfir núverandi lyfjalista með einstaklingnum og markmið meðferðar. Það eykur líkur á góðri meðferðarheldni.
- Gott er að hafa bæði munnlegar og skriflegar leiðbeiningar