Nota skal EPDS til að skima fyrir þunglyndi og GAD-7 til að skima fyrir kvíða. Sjá flæðirit.

Skor á GAD-7:
  • kvíðaeinkenni innan eðlilegra marka (0-4 stig)
  • væg kvíðaeinkenni (5-9 stig)
  • miðlungs kvíðaeinkenni (10-14 stig)
  • mikil kvíðaeinkenni (15-21 stig)
Fylgja þarf konum eftir sem skora yfir 9 stig á EPDS skv. flæðiriti.  

 

Ef grunur er um alvarlegri vanda, til dæmis:
  • Ef já við spurningu 10 á EPDS um sjálfsskaða
  • 12 stig eða meira á EPDS
  • 15 stig eða meira á GAD-7

þá skal hafa samráð við heilsugæslulækni og sálfræðing á stöð fyrir ítarlegra mat á vanda og meðferðarþörf. Ef um alvarlegan geðheilbrigðisvanda er að ræða þá skal í samráði við lækna vísa til sérhæfðar geðheilbrigðisþjónustu.