Heimavitjanir

Markmið

Veita foreldrum stuðning og fræðslu eftir fæðingu barns í þeirra eigin umhverfi. Hjúkrunarfræðingur fer í fyrstu heimavitjun fljótlega eftir heimkomu móður og barns eða þegar heimaþjónustu ljósmóður lýkur. 

Fyrsta vitjun er æskileg 7–14 dögum eftir fæðingu. Heimsókn er ávallt ákveðin í samráði við foreldra. Að jafnaði er miðað við tvær til þrjár heimavitjanir fram að sex vikna skoðun. 

Fyrsta heimavitjun tekur u.þ.b. klukkustund en næstu heimavitjanir taka yfirleitt skemmri tíma. Tímalengd og fjöldi vitjana fer þó eftir þörfum fjölskyldunnar hverju sinni. Hjúkrunarfræðingur metur út frá aðstæðum og sögu fjölskyldunnar hvaða stuðning og fræðslu foreldrar þurfa í heimavitjunum.

 

Verkþættir:    

    A. Upplýsingasöfnun, heilbrigðismat-tengslamyndun, fræðsla og ráðgjöf   

    B. Þroskamat    

    C. Líkamsskoðun

    D. Skimun á þunglyndi og kvíða

    E. Skráning: 

 

Árangursviðmið:

  • Fyrsta heimavitjun, viðmið ≤14 dagar
  • Fjöldi heimavitjana, viðmið 2-3 vitjanir/fæð.tilkynning

Hafa í huga

Meta þarfir fjölskyldunnar og gefa tækifæri til umræðna og spurninga, veita upplýsingar og benda á viðeigandi fræðsluefni.

Vera vakandi fyrir líðan foreldra, fíkniefna- og áfengisneyslu, vanrækslu og ofbeldi.

Fræðsla

Í fyrstu heimavitjun veitir hjúkrunarfræðingur upplýsingar um ung- og smábarnavernd, starfsemi heilsugæslunnar og hvert foreldrar geta leitað ef barn veikist. Vitjanir eru ákveðnar í samráði við foreldra og lögð áhersla á gott aðgengi að heilsugæslustöð. Upplýsingar fengnar um heyrnarmælingu nýbura. Mikilvægt er að gefa foreldrum tækifæri til að spyrja spurninga og meta hvort fjölskyldan þurfi sérstakan stuðning.

Áhersla skal lögð á:

Heimavitjunarblað í ung- og smábarnavernd

Almennt má framkvæma þroskamatið með þremur mismunandi aðferðum: beinni athugun, óbeinni athugun og/eða upplýsingum foreldra.

Þroskamat 2-4 vikna:

Hjúkrunarfræðingur útskýrir fyrir foreldrum tilgang skoðunar. Barnið er skoðað nakið á hörðu undirlagi t.d. skiptiborði eða stífri dýnu. 

Almenn skoðun ungbarns í heimavitjun

Meðfædd viðbrögð

Skimun fyrir þunglyndi og kvíða í ung- og smábarnavernd

NICE leiðbeiningar leggja áherslu á skimun fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu og eftir fæðingu barns.  

Í fyrstu heimavitjun þegar spurt er um heilsufar ætti að spyrja eftirfarandi spurninga um þunglyndi:  

  • Hefur líðan þín breyst sl. mánuð þannig að þér hafi til dæmis fundist þú vera langt niðri, þunglynd eða fundið til vonleysis?
  • Hefur þú oft fundið fyrir áhugaleysi eða því að hafa ekki ánægju af að gera hluti sl. mánuð?

Og eftirfarandi spurninga um kvíða (GAD-7):

  • Hefur þér fundist þú vera kvíðin, taugaóstyrk eða eins og á mörkunum sl. 2 vikur?
  • Hefur þér fundist eins og þú getir ekki hætt að hafa áhyggjur eða hafir ekki stjórn á þeim sl. 2 vikur?

Ef konan svarar einni eða fleiri spurningum játandi má spyrja:

  • Er þetta eitthvað sem þú vilt ræða frekar eða fá aðstoð við?




Flæðirit EPDS og GAD-7 Athugið að smella á myndina til að stækka hana.

Ef konan svarar játandi má fylgja flæðiritiog skima fyrir þunglyndi með Edinborgarkvarðanum (EPDS) og fyrir kvíða með GAD-7 kvíðakvarðanum.

Ef konan svarar þessum spurningum neitandi þá er næst skimað fyrir andlegri vanlíðan í 9 vikna skoðun.

Fylgja þarf konum sem skimast með vanlíðan á meðgöngu sérstaklega þétt eftir í ung- og smábarnavernd. Ung- og smábarnavernd og mæðravernd skulu hafa reglulega samráðsfundi varðandi líðan verðandi mæðra.  

Vinnulag við skimun og meðferð þunglyndis og kvíða í ung- og smábarnavernd

Stigagjöf EPDS skimunar 

Stigagjöf GAD-7 skimunar

Whooley spurningar og GAD-2 á ensku

 

Hér má finna EPDS og GAD-7 á ýmsum tungumálum