Veita foreldrum stuðning og fræðslu eftir fæðingu barns í þeirra eigin umhverfi. Hjúkrunarfræðingur fer í fyrstu heimavitjun fljótlega eftir heimkomu móður og barns eða þegar heimaþjónustu ljósmóður lýkur.
Fyrsta vitjun er æskileg 7–14 dögum eftir fæðingu. Heimsókn er ávallt ákveðin í samráði við foreldra. Að jafnaði er miðað við tvær til þrjár heimavitjanir fram að sex vikna skoðun.
Fyrsta heimavitjun tekur u.þ.b. klukkustund en næstu heimavitjanir taka yfirleitt skemmri tíma. Tímalengd og fjöldi vitjana fer þó eftir þörfum fjölskyldunnar hverju sinni. Hjúkrunarfræðingur metur út frá aðstæðum og sögu fjölskyldunnar hvaða stuðning og fræðslu foreldrar þurfa í heimavitjunum.
Verkþættir:
A. Upplýsingasöfnun, heilbrigðismat-tengslamyndun, fræðsla og ráðgjöf
B. Þroskamat
C. Líkamsskoðun
D. Skimun á þunglyndi og kvíða
E. Skráning:
Árangursviðmið:
- Fyrsta heimavitjun, viðmið ≤14 dagar
- Fjöldi heimavitjana, viðmið 2-3 vitjanir/fæð.tilkynning