Heilsuefling:
Hamingja, Hollusta, Hreyfing, Hreinlæti, Hugrekki, Hvíld, Kynheilbrigði, TannheilsaÓnæmisaðgerðir:
Fagleg starfsemi
Heilsuefling:
Hamingja, Hollusta, Hreyfing, Hreinlæti, Hugrekki, Hvíld, Kynheilbrigði, TannheilsaÓnæmisaðgerðir:
Skimanir og heilbrigðisþjónusta í skólum
Aðgengi skólabarna að heilsuvernd
Markmið:
Tryggja að skólabörn hafi aðgengi að starfsfólki heilsuverndar í skólum.
Árangursviðmið:
Miða ætti eitt stöðugildi heilbrigðisstarfsmanns við 500 til 700 nemendur. Viðvera heilbrigðisstarfsmanns ætti ekki að vera sjaldnar en einu sinni í mánuði í minnstu skólunum.
Verkþættir:
Viðmið:
Miða ætti eitt stöðugildi heilbrigðisstarfsmanns við 500 til 700 nemendur. Viðvera heilbrigðisstarfsmanns ætti ekki að vera sjaldnar en einu sinni í mánuði í minnstu skólunum.
Endurmenntun:
Stefnt er að því að bjóða starfsfólki heilsuverndar skólabarna upp á reglulega endurmenntun í formi vinnufunda og fræðslu sem nýtist í starfi.
Ískrárdagar
Kynning á ársskýrslu og nýjunum eru haldnir fyrir skólahjúkrunarfræðinga og hjúkrunarstjórnendur í byrjun september ár hvert.
Nýliðanámskeið er haldið í upphafi skólaárs ár hvert fyrir skólahjúkrunarfræðinga sem eru nýjir í starfi eða hafa komið nýlega til starfa.
Fræðslufundir
á vegum skólahjúkrunarfræðinga eru haldnir mánaðarlega yfir vetrartímann og er umsjón þeirra í höndum fagstjóra.
Fræðadagar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
er heilsugæslu miðuð ráðstefna sem haldin er í byrjun nóvember ár hvert.
Einnig er reynt að miðla upplýsingum um fræðslufundi, málstofur, eða ráðstefnur sem tengjast málefnum skólabarna til skólahjúkrunarfræðinga.
Starfsfólk heilsuverndar skólabarna er hvatt til að nýta sér þessa fræðslu.
Skráning
Starfsemi heilsuverndar skólabarna er skráð í rafræna sjúkraskrá, Ískrá. Rafræn sjúkraskrá er mikilvæg forsenda gæðaþróunar þar sem grundvöllur skapast til að meta gæði þjónustunnar. Einnig veitir hún góða yfirsýn yfir starfið og einstaklinginn sem nýtur þjónustunnar, sparar tíma og skapar samfellu í þjónustunni.
Markmið
Að skráning í heilsuvernd skólabarna sé réttmæt og áreiðanleg.
Verkþættir
Gæði og eftirlit
Leiðbeiningarnar ná til helstu þátta sem tengjast heilsuvernd barna í grunnskólum. Þess er vænst að notkun þeirra auki gæði í heilsuvernd grunnskólabarna.
Margir fagaðilar hafa komið að gerð leiðbeininga um heilsuvernd grunnskólabarna, fagaðilar innan Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu, Embætti landlæknis og innan heilsugæslunnar um allt land.
Leiðbeiningarnar eru í stöðugri endurskoðun
Ábendingar sendist vinsamlegast á:
Ása Sjöfn Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarna asa.sjofn.lorensdottir@heilsugaeslan.is
Í stýrihóp við gerð leiðbeininga um heilsuvernd grunnskólabarna sátu
Jórlaug Heimisdóttir Embætti landlæknis
Anna Björg Aradóttir Embætti landlæknis
Margrét Héðinsdóttir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Sveinbjörn Kristjánsson Embætti landlæknis.
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira