Tannheilsa

Bæta tannheilsu grunnskólabarna

Í heilsuvernd skólabarna 2019 – 2021

      a) Að >90% grunnskólabarna bursti tennur (að lágmarki )2x á dag

      b) Að 90% grunnskólabarna drekki gos/orkudrykki sjaldnar en 3x í viku

      c) Að >99% grunnskólabarna hafi skráðan heimilistannlækni

Ef grunnskólabarn er með tannpínu eða lendir í slysi og brýtur eða missir tönn skal í samvinnu við forráðamann tryggja barni tíma hjá tannlækni án tafar. Ávallt skal skrá samskipti í þessum tilvikum. Slysaskráning er á ábyrgð skólastjórnenda og áverkavottorð er fyllt út af tannlækni og sent SÍ.


3. bekkur – Verkefnahefti

Tannvernd: 

 • Börn læri og skilji mikilvægi góðrar tannhirðu
 • Börn læri hvernig á að bursta tennurnar
 • Börn þekki hvað er holl og óholl fæða fyrir tennurnar
 • Börn þekki skaðsemi sykurs á tennurnar

 

Annað efni
     
1. bekkur

 • Börn þekki heiti og hlutverk tannanna
 • Börn læri og skilji mikilvægi góðrar tannhirðu
 • Börn þekki hvað er holl og óholl fæða fyrir tennurnar

4. bekkur 

 • Börn læri og skilji mikilvægi góðrar tannhirðu
 • Börn viti hvaða skaða bakteríur (tannsýkla) valda á tönnum
 • Börn kunni og geti burstað tennurnar á fullnægjandi hátt 
 • Börn viti til hvers tannþráður er notaður

7. bekkur

 • Nemendur kunni að bursta 12 ára jaxlinn
 • Nemendur þekki mikilvægi flúors í tannvernd
 • Nemendur skilji helstu orsakir og afleiðingar glerungseyðingar