Skimanir

1. bekkur - september

4. bekkur - nóvember

7. bekkur - október

9. bekkur - janúar

Ástæður skimana fyrir fráviki á vaxtarkúrfu:

Börn eru vigtuð og hæðarmæld frá fæðingu til 15 ára aldurs til að fylgjast með vexti og þroska þeirra. Markmið með hæðar- og þyngdarmælingum í heilsuvernd skólabarna er að greina heilsuvanda. Með mælingunum er verið að meta frávik á vaxtarlínuriti sem getur bent til heilsuvanda. Þegar frávik er á vaxtarlínuriti getur það meðal annars bent til ýmissa sjúkdóma eða heilsukvilla sem hægt er að hjálpa barninu með. Ef frávik er á vaxtarlínuriti hjá barni er haft samband við forráðamann. Ekki er rætt við barnið um frávikið nema barnið ræði það að fyrra bragði. Þyngdartölur á ekki að ræða við barnið.

Markmið: 
Stuðla að eðlilegum vexti og þroska barna

Árangursviðmið: 
Stefnt skal að því að meta vöxt og þroska 95% barna í 1.,4.,7. og 9. bekk.
Ef börn greinast með frávik skal vinna með fjölskyldunni að úrlausn.

Verkþættir:

Markmið:

Finna börn með frávik á sjónskerpuprófi og vísa þeim í viðeigandi úrræði


Árangursviðmið: 

Stefnt skal að því að 95% barna séu sjónprófuð í 1., 4., 7. og 9. bekk


Verkþáttur: