Velferð barna

Markmið: Stuðla að því að öll börn búi við viðunandi aðstæður.

Verkþáttur: Finna þau börn sem búa við óviðunandi aðstæður og/eða ofbeldi, og stuðla að viðeigandi úrræðum og eftirfylgd

  • Hafa frumkvæði að góðu samstarfi við starfsfólk skólans og foreldra um velferð barna.
  • Vera foreldrum til ráðgjafar og stuðnings við umönnun og uppeldi barna sinna.
  • Vera vakandi fyrir líðan og aðbúnaði nemenda, til dæmis tíðum kvörtunum, breytingum á vaxtarlínuriti, tannheilsu, hreinlæti, klæðnaði og nesti.
  • Kynna sér verklagsreglur um tilkynningaskyldu heilbrigðisstarfsfólks til barnaverndar.
  • Hvetja þá sem verða varir við að aðbúnaði og/eða umönnun barna sé ábótavant til að sinna tilkynningarskyldu sinni.
  • Kynna sér lög og reglugerðir sem málið varðar.
  • Ef tilkynna þarf til barnaverndar er æskilegt að það sé gert skriflega í nafni nemendaverndarráðs.
  • Vera í samstarfi við heimilislækni og heilsugæslu barnsins.

Markmið: Stuðla að öryggi og velferð barna í skólanum

Verkþættir:

Markmið: Stuðla að farsælli aðlögun barna sem hefja grunnskólagöngu, flytja á milli skóla eða koma erlendis frá.

Verkþættir:

Markmið: Að skólabörn fái hollan mat í skólanum og hafi gott aðgengi að drykkjarvatni.

 

Verkþættir:

  •  Hvetja til þess að matur sem skólabörnum stendur til boða í skóla sé samkvæmt ráðleggingum Embættis landlæknis.
  • Hvetja foreldra til að senda börnin með hollt og gott nesti.
  • Hvetja skólastjórnendur til að hafa ákveðna stefnu í nestismálum
  • Hvetja til þess að vatnsbrunnar séu aðgengilegir í skólanum og gott aðgengi að vatnsglösum.

 

Tengt efni

Handbók fyrir skólamötuneyti