Markmið:
Greina frávik í heilsu og þroska barns við 2½ árs aldur og veita foreldrum fræðslu og stuðning.
Fyrirkomulag:
Hjúkrunarfræðingur. Áætlaður tími í skoðun er 40 mínútur.
Verkþættir:
A. Upplýsingasöfnun, fræðsla og ráðgjöf
B. Þroskamat
C. Líkamsskoðun
D. Skráning
Árangursviðmið:
- >90% 2½ árs barna tannburstuð að lágmarki tvisvar á dag
- PEDS lagt fyrir ≥90% foreldra 2½ árs barna
- Brigance þroskaskimun lögð fyrir ≥90% 2½ árs barna