Lyfjameðferð aldraðra - Almennt

Sjúkdómar eða ástand sem þarfnast lyfjameðferðar eru algengari með hækkandi aldri. Ný lyf og ábendingar fyrir lyfjameðferð koma stöðugt fram og algengt er að fleiri en eitt lyf séu notuð samhliða við sömu ábendingu. 

Að meta gæti og öryggi lyfjameðferðar aldraðra getur reynst vandasamt þegar mörg lyf eru notuð samtímis og samræma þarf meðferð margra sjúkdóma auk þess að taka tillit til aldurstengdra líffræðilegra breytinga. 

Fleiri þættir hafa áhrif á ákvörðun um lyfjameðferð, svo sem þekking og reynsla læknis, horfur, klínískar leiðbeiningar, samráð við aðra meðferðaraðila og viðhorf sjúklingsins. 

Lyf sem kalla á sérstaka aðgæslu hjá öldruðum

Sjúkdómar