Áætluð lækkun á HbA1C | Helstu kostir | Helstu gallar og athugasemdir |
1-2% 11-22mmól/mól |
Ódýr kostur, fækkar lyfjum. Virk þátttaka í meðferð. Eigin stjórn á sjúkdómi. |
Áhrif dvína hjá flestum fyrsta árið |
Sykursýki - meðferðarmöguleikar
Sykursýki - meðferðarmöguleikar
Áætluð lækkun á HbA1C | Helstu kostir | Helstu gallar og athugasemdir |
1-2% 11-22mmól/mól |
Ódýrt. Ekki þyngdaraukning. Yfirleitt ekki blóðsykurfall
Lækkar tíðni hjartaáfalla (39% á 10 árum) og dánartíðni
|
Hæg skammtaaukning til að minnka meltingarónot Hætta á mjólkurblóðsýringu (sjaldgæft, < 1/100.000) – helst hjá sjúklingum með verulega nýrnabilun Endurskoða skammta, ef kreatínín > 130 µmól/l eða reiknaður gaukulsíunarhraði (GSH) < 45 ml/mín/1,73 m2 Stöðva, ef kreatínín > 150 µmól/l eða GSH < 30. Gæta varúðar, ef hætta á skyndilegri versnun á nýrnastarfsemi eða þar sem hætta á lækkun á GSH < 45 Lifrar- og hjartabilun eða aðrir sjúkdómar sem geta valdið súrefnisskorti í vefjum eru frábending. Hins vegar vega hjartaverndandi áhrif metformín líklega vel á móti hugsanlegri hættu á mjólkurblóðsýringu í einstaklingum með væga eða meðalsvæsna hjarta- eða lifrarbilun. Þessi jákvæðu áhrif ætti að ræða við skjólstæðinginn áður en ákvörðun er tekin um hvort haldið er áfram með metformín Joðað skuggaefni við myndgreiningu getur valdið nýrnabilun. Því skal stöðva metformín í 3 daga í tengslum við slíka greiningu og ekki hefja meðferð aftur fyrr en nýrnastarfsemi staðfest eðlileg |
Sítagliptín (Januvia)
Vildagliptín (Galvus)
Linagliptín (Trajenta)
Áætluð lækkun á HbA1C | Helstu kostir | Helstu gallar og athugasemdir |
0,5-0,8% 6-9 mmól/mól |
Ekki þyngdaraukning og yfirleitt ekki sykurfall. Hvorki Sítagliptín né Vildagliptín hafa sýnt aukna áhættu með tillit til stóræðasjúkdóms. |
Ný lyf. Frekar dýr |
Dapagliflozin (Forxiga)
Empaglifozin (Jardinance)
Ertugliflozin (Steglatro)
Áætluð lækkun á HbA1C | Helstu kostir | Helstu gallar og athugasemdir |
0,5-1% 5-11 mmól/mól |
Eykur sykurútskilnað í nýrum og því hitaeiningatap og þyngdartap ( ≈2 kg). Lækkar bæði slagbils- og hlébils- þrýsting um ~ 2-4/~ 1-2. Ekki sykurfalli eitt sér. Empaglifozin sýnt sig lækka dánartíðni í stóræðasjúkdómum (um 38%) og heildardánartíðni (um 32%) á 3 árum hjá sjúklingum með stóræðasjúkdóm. Einnig fækka innlögnum v. hjartabilunar og minnka versnun krónískrar nýrnabilunar. |
Nýtt, frekar dýrt lyf. Ekki ráðlagt ef GFR < 60. Helstu aukaverkanir eru þvagfærasýkingar, skapa- og leggangabólga og forhúðarbólga. Greint hefur verið frá alvarlegum tilvikum ketónblóðsýringar. Fjöldi þeirra með ódæmigerð einkenni og einungis miðlungshækkun blóðsykurs. Því mikilvægt að prófa fyrir ketónum við minnsta grun um slíkt. |
Píóglítazón (Piagliazone)
Áætluð lækkun á HbA1C | Helstu kostir | Helstu gallar og athugasemdir |
0,5-1,4% 6-15 mmól/mól |
Píóglítazón hefur jákvæð áhrif á blóðfitur, blóðþrýsting,
Ekki blóðsykurfall
|
Bjúgur, þyngdaraukning, beinþynning hjá konum.
2011 sýndi meta-analysa tvöföldun í tíðni blöðrukrabba frá 0,07% í 0,15%.Evrópska lyfjastofnunin (EMA) taldi samt enn að ávinningur með meðferð væri meiri en áhættan,
|
Súlfónýlúrealyf
Glímepíríð
(Amaryl/Glímeryl)
Glíklazíð
(Diamicron uno, Glíklazíð Krka)
Áætluð lækkun á HbA1C | Helstu kostir | Helstu gallar og athugasemdir |
1-2% 11-22mmól/mól |
Ódýr. Einn skammtur á dag oft nóg.
|
Þyngdaraukning (~ 2kg) og blóðsykurfall, sem hvor tveggja geta aukið áhættu m.t.t. stóræðasjúkdóms. Þó þrjár stórar framvirkar rannsóknir hafi ekki sýnt fram á aukna áhættu m.t.t. stóræðasjúkdóms, hafa nýlegar safngreiningar og afturskyggnt rýni í stóra gagnagrunna bent til aukinnar áhættu hjá SU sbr. Við Metformin. Enn óljóst hvort hvort öll SU tengist aukinni áhættu m.t.t. stóræðasjúkdóms. Stöðugt bætist í hóp afturskyggnar rýni, sem sýnir aukna áhættu með tilliti til stóræðasjúkdóma og einnig dánartíðni. |
Repaglíníð
(Novonorm, repaglíníð)
Áætluð lækkun á HbA1C | Helstu kostir | Helstu gallar og athugasemdir |
1-1,5% 11-17mmól/mól |
Stuttvirkt og hraðvirkt.
|
Blóðsykurfall. Þarf að gefa oft á dag
|
Exenatíð (Byetta)
Líraglútíð (Victoza)
Lixisenatíð (Lyxumia)
Semaglútíð (Ozempic)
Áætluð lækkun á HbA1C | Helstu kostir | Helstu gallar og athugasemdir |
0,5-1,5% 6-17 mmól/mól |
Oftast grennandi. Lítil hætta á sykurföllum. Lækka slagbils- og hlébilsþrýsting Líraglútíð lækkar heildardánartíðni (um 22%) og dánartíðni í stóræðasjúkdóm |
Stungulyf. Ógleði og meltingartruflanir algengar Ný lyf. Mjög dýr og enn lítil reynsla. |
Insúlín
Meðallangvirk (manna):
Humulin NPH
Insulatard
Skjótvirkt insúlín og insúlínafleiður:
Actrapid (manna)
Lispró (Humalog)
Aspart (Novorapid, Fiasp)
Glúlísín (Apidra)
Blöndur af skjót- og meðallangvirkum:
Humalog mix 25
Novomix 30
Langvirkar insúlínafleiður:
Glargín (Lantus, Toujeo 300 ae/ml)
Detemír (Levemír)
Degludec (Tresiba 100 og 200 ae/ml)
Áætluð lækkun á HbA1C | Helstu kostir | Helstu gallar og athugasemdir |
1,5-3,5% 17-39 mmól/mól |
Virkast Glargine og Degludec 100 hafa ekki sýnt fram á aukna hættu m.t.t. |
Stungulyf Tíðar blóðsykurmælingar Sykurfall Þyngdaraukning |
Áætluð lækkun á HbA1C | Helstu kostir | Helstu gallar og athugasemdir |
í eðlilegt? |
Rúm 70% eru með eðlilegan blóðsykur án Minnkar lyfjaþörf einnig fyrir aðra Lækkar tíðni smáæðafylgikvilla (um helming Lækkar einnig dánartíðni (um ¼ á 15 árum). |
Dánartíðni 30 dögum eftir aðgerð er 0,1-0,3% Algengir fylgikvillar eftir aðgerð eru samskeytaleki (3,1%),
sárasýkingar (2,3%), lungnafylgikvillar (2,2%) og Síðbúnir fylgikvillar m.a. vítamín og steinefnaskortur Fyrstu 6 árin eftir aðgerð eyða þessir sjúklingar að |
Síðast uppfært 2019