Seponerings listinn

Tillögur um að fella niður lyf sem algengt er að ávísað sé til fullorðinna.

Taktu afstöðu til allra lyfjanna við lyfjameðferð.

Flest lyf má reyna að fella niður. Nauðsynlegt getur verið að hætta að ávísa lyfjum með skýrar ábendingar ef lyfið veldur óviðunandi aukaverkunum, hefur ekki tilætluð áhrif eða að sjúklingurinn vilji ekki lyfið. Lyfjarýni á ekki síst við hjá öldruðum sem eru næmari fyrir aukaverkunum og iðulega á fjöllyfjameðferð. Notið neðangreindar þumalputtareglur.

 

Þumalputtareglur

  • Metið hversu lengi þörf er fyrir lyfið þegar því er ávísað.
  • Gangið út frá því sem skiptir sjúklinginn mestu og sjúkdómsmyndina í heild sinni (t.a.m. milliverkunum og rannsóknarniðurstöðum).
  • Metið hvort meðferðin sé lífsnauðsynleg, slái á einkenni eða sé forvörn.
  • Fellið lyfið niður þegar ekki er lengur ábending fyrir því - væri talið rétt að hefja meðferðina í dag?
  • Fellið niður forvarnarmeðferð ef áhrifin sem búist er við eru ekki í eðlilegu hlutfalli við þann tíma sem vænta má að sjúklingur eigi eftir ólifaðan.
  • Fellið niður lyf sem ekki ná að hafa tilætluð klínísk áhrif, eða að hlutfallið milli verkunar og aukaverkana er óhagstætt.

Niðurfelling er ferli

  • Setjið fram áætlun og skýrt samkomulag við sjúklinginn. Kallið hugsanlega til aðstandendur og umönnunaraðila. Vel heppnuð niðurfelling er samvinnuverkefni.
  • Breytið einungis einu atriði eða mjög fáum hverju sinni.
  • Byrjið hugsanlega með því að draga úr skammti. Geðlyf, önnur lyf sem verka á miðtaugakerfið og ópíóíðar falla í flokk þar sem draga skal úr notkun í skrefum. Slíkt getur dregið úr fráhvarfseinkennum og bakslagi. Meta þarf hvort einkennin séu vegna niðurfellingar eða að sjúklingnum versni.
  • Fylgið niðurfellingunni alltaf eftir. Ef hefja þarf aftur meðferð sem hefur verið felld niður er það ekki til marks um mistök heldur góð vinnubrögð.

-Heimildir - sjá vefslóðina https://www.sst.dk/da/Fagperson/Ansvarlig-medicinering/Rationel-farmakoterapi/Vaerktoejer-til-medicingennemgang/Seponeringslisten

Seponeringslistinn á pdf formi

Einkennameðferð - íhugið áhrif og aðra úrkosti

Tákn

Niðurfellingarlistinn er ekki tæmandi fyrir lyf með þessa eiginleika. Mikill munur getur verið á lyfjunum með tilliti til áhrifa innan tákngerðarinnar. Notið táknin til að gefa innsýn í heildarálag af annars vegar umferðaráhættu og hins vegar andkólínvirkrar áhættu lyfjanna. 

   Umferðaráhætta

Heimild: Samantekt um eiginleika lyfs (SmPC)

AC   Andkólínvirk áhætta

Miðlæg: Svimi, dettni, minniserfiðleikar, rugl

Útlæg: Munnþurrkur, þvaglátserfiðleikar, ógleði, hægðatregða, sjóntruflanir

Heimild: Mánaðarritið Rationel Farmakoterapi 11, 2017 Antikolinerge lægemidler; IRFs liste over antikolinerge lægemidler

* Stjörnumerkt þýðir að lyfið sé til á undanþágu

 

 

Athugasemdir

1Tölfræðilegar meðalævilíkur fyrir 75-, 85- og 95- ára karlmenn 11,6 og 2 ár fyrir hvern aldurshóp, en fyrir konur 13,7 og 3 ár.

Nota má evrópsku SCORE-töflurnar fyrir lönd með litla áhættu frá Dansk Cardiologisk Selskab, NBV, kap. 34: Forebyggelse af hjertesygdom.


Listen er udarbejdet af IRF i Sundhedsstyrelsen i samarbejde med en arbejdsgruppe med repæsentanter fra Region Nordjylland, Region Midtjylland, Region Syddanmark, Region Sjælland, Region Hovedstaden, Dansk Selskab for Geriatri, Dansk Selskab for Klinisk Farmakologi og Dansk Selskab for Almen Medicin

Udgivet november 2020