Sýkingar
Fyrsta val | Endurtekning | Ekki árangur af meðferð | |
Börn | Amoxicillín15–20 mg/kg x 3 í 5 daga. Við grun um minnkað næmi pneumókokka gegn penisillíni: Amoxicillín 40 mg/kg x 2 í 5 daga. Við pensilínofnæmi skal ávísa börnum ≥ 6 mánaða azítromýcín* mixtúru 10 mg/kg x 1 í 3 daga eða 10 mg/kg x 1 fyrsta daginn og síðan 5 mg/kg x 1 í 4 daga. |
Amoxicillín 40 mg/kg x 2 í 7–10 daga. |
Amoxicillín-klavúlanat 40 mg/kg x 2 í 7–10 daga. |
Fullorðnir | Amoxicillín 500–750 mg x 2 í 5 daga. Við pensilín-ofnæmi skal ávísa fullorðnum og börnum > 35 kg erýtromýcín sýruhjúphylkjum 250 mg x 4 (eða 500 mg x 2) í 7 daga. Athugið næmi. |
Endurtekin sýking = ný bráð miðeyrnabólga innan mánaðar frá því að einkenni hurfu.
Árangurslaus meðferð = óbreytt eða að bráð miðeyrnabólga versnar eða blossar upp aftur, þrátt fyrir a.m.k. þriggja sólarhringa sýklalyfjameðferð. Almennt hefur ræktun úr nefkoki lítið gildi, en gæti þó gagnast ef grunur er um fjölónæma pneumókokka. Ef til vill ræktun frá miðeyra hafi komið gat á hljóðhimnu.
Endurtekin bráð miðeyrnabólga
Að minnsta kosti 3 tilfelli bráðrar miðeyrnabólgu á 6 mánaða tímabili, eða minnst 4 tilfelli á einu ári. Ef liðnir eru a.m.k. 6 mánuðir frá síðustu eyrnabólgu telst ný eyrnabólga vera tilfallandi.
Meðferð
Börnum með endurtekna bráða miðeyrnabólgu skal vísa til háls-, nef- og eyrnalæknis eða sérfræðings í smitsjúkdómum eða ónæmisfræði barna. Ný tilvik skal meðhöndla með amoxicillíni x 3 í 10 daga.
Meðferð votrar „röreyrnabólgu“
Byrja á eyrnadropum (Hydrocortison m.Terram.) í 5–7 daga (2–3 dropar, 2–3svar á dag) ef sjúklingur er að öðru leyti einkennalaus.
*Erýtromýcín-mixtúra er ekki skráð á Íslandi. Gefa má börnum 6 mánaða og eldri azítromýcín. Cefalexín kemur einnig til greina en krossofnæmi er á bilinu 10 – 20%.
Sýklameðferð fullorðinna
Amoxicillín 500 mg x 3 í 7–10 daga. Við pensillínofnæmi skal ávísa doxýcýklíni í 7–10 daga, 200 mg x 1 fyrsta daginn og eftir það 100 mg x 1. Einnig kemur til greina að nota erýtrómýcín. Meira næmi er fyrir cefalexíni en hætta er á krossofnæmi.* Metið árangur í fyrsta lagi eftir 5 daga. Endurmetið greininguna ef meðferðin kemur ekki að haldi. Íhugið ástungu. Ekki breyta um sýklalyf nema enginn vafi leiki á greiningunni. Ef meðferð gagnast ekki eða sýking blossar upp aftur innan fjögurra vikna, gefið þá amoxicillín 1g x 3 í 7–10 daga. Sá hængur er á að um 20% pneumókokka eru ónæmir hérlendis fyrir doxýcýklíni og erýtromýcíni. Ónæmi / minnkað næmi gagnvart amoxicillíni er svipað en meiri þéttni næst af því og fleiri stofnar eru miðlungsónæmir.Skútabólga hjá börnum
Börn fá yfirleitt efri öndunarfærasýkingu (kvef) 6–8 sinnum á ári. Börn geta verið með mislitan hor, jafnvel lengi, án þess að þarfnast sýklalyfjameðferðar. Sýklalyf gagnast ekki börnum með fylgikvillalausa skútabólgu. Gáið að aðskotahlut sé barn með stöðugt graftarkennt nefrennsli frá annarri nösinni.Sýklalyfjameðferð fullorðinna og barna
Fullorðnir: Fenoxýmetýlpensilín 1 g x 3 í 10 daga.
Börn: Fenoxýmetýlpensilín 12,5 mg/kg x 3 í 10 daga.
Við ofnæmi eða endursýkingu (innan 4 vikna) er mælt með að gefa klindamýcín, einkum ef hætta er á týpu-1- ofnæmi. Fullorðnir fá 300 mg x 3 í 10 daga, börn 5 mg/kg x 3 í 10 daga.
Til vara við endursýkingu: cefalosporín (cefalexín). Fullorðnir fá 500 mg x 2 í 10 daga, börn 15 mg/kg x 2 í 10 daga. Komi meðferðin ekki að gagni skal endurmeta ástæður sýkingarinnar.
Sjá nánari leiðbeiningar
Fullorðnir
Bráð berkjubólga
Sýklalyf gagnast yfirleitt ekki þar sem oftast er um veirusýkingu að ræða. Gott að láta sjúkling fá skriflegar upplýsingar um eðlilega sjúkdómsframvindu, ef þær eru fyrir hendi.
Lungnabólga
Metið hversu alvarlegt ástandið er áður en ákvörðun er tekin um hvort leggja þurfi viðkomandi inn á sjúkrahús.
Fyrsta val: Amoxicillín 1 g x 3 í 7 daga. Til að byrja með þarf ekki að hugsa um mýkóplasma-meðferð þar sem sýkingin lagast alla jafna af sjálfu sér. Klínísk birtingarmynd er vanalega önnur. Ef meðferð skilar ekki árangri eða pensilínofnæmi: þá doxýcýklín í 7 daga, 200 mg/dag fyrstu 3 dagana, svo 100 mg x 1. Einnig koma erýtromýcín og cefalexín til greina. Ath. ónæmi sbr. það sem áður er sagt um meðferð á miðeyrnabólgum.
Óviss sýking í neðri öndunarfærum
Þegar klínísk birtingarmynd er óljós, t.a.m. hósti, hiti og tilfinning fyrir öndunarerfiðleikum ásamt vissum almennum einkennum, getur CRP gefið vísbendingu, en það verður að meta með tilliti til sjúkdómslengdar.
- CRP >100 mg/l + klíník bendir til lungnabólgu, hugleiðið sýklalyf
- CRP <20 mg/l eftir >sólarhring (24 klst) útilokar lungnabólgu sterklega, engin sýklalyf
- Einkenni > 1 vika + CRP >50 bendir til lungnabólgu, hugleiðið sýklalyf
- Íhugið lungnamynd
Börn
Bráð berkjubólga
Sýklalyf gagnast ekki þar sem oftast er um veirusýkingar að ræða. Leggið til endurkomu fyrir barnið ef almenn einkenni versna, vaxandi öndunarerfiðleikar eða það á erfiðara með að drekka. Gefið berkjuvíkkandi ef það er með teppu.
Lungnabólga
Amoxicillín | Erýtromýcín fyrir börn ≥ 6 mánaða |
Amoxicillín 15-20 mg/kg x3 í 5 daga. Við grun um minnkað næmi pneumókokka gegn pensilíni: Amoxicillín 40 mg/kg x 2 í 5 daga. Við pensilínofnæmi skal ávísa börnum ≥6 mánaða azítromýcín |
Börn >35kg: Azitromýcín mixtúra 10 mg/kg x 1 í 3 daga Börn >35kg: Erýtromýcín sýruhjúphylki 250 mg x 4 í 7 daga Erýtromýcín töflur 500 mg x 4 í 7 daga eða azitromýcín mixtúra 10 mg/kg x1 í 3 daga (mest 500 mg á dag) |
Óviss sýking í neðri öndunarfærum
Hjá börnum með nokkuð almenn einkenni og hita, þreytt en ekki sljó og með dálítið örari öndun en ekki hraðöndun, getur CRP gefið vísbendingu, en það verður að meta með tilliti til sjúkdómslengdar.
CRP >80 + klíník bendir til lungnabólgu, hugleiðið sýklalyf.
CRP <10 eftir >sólarhring (24 klst) útilokar lungnabólgu sterklega, engin sýklalyf.
Meðferð ef enn er óvissa
Í fyrstu, bíða og sjá, og til vara að senda lyfseðil í “Gáttina” sem sjúklingur gæti leyst út. Vera í sambandi í síma eða fá sjúkling á stofu.
Nítrofúrantoín | Pívmecillínam* | Trímetoprim |
50 mg x 3 í 5 sólarhringa | 400 mg x 2 í 4 sólarhringa 200 mg x 3 í 5 sólarhringa 200 mg x 2 í 7 sólarhringa |
60 mg x 2 í 3 sólarhringa 300mg x 1 í 3 sólarhringa |
* konum yfir fimmtugu og þeim sem fá endurtekna blöðrubólgu ætti að gefa pívmecillínam í 5-7 daga.
Hrúðurgeit
Sýklalyfjameðferð barna
Fyrsta val: Cefalexín-mixtúra 25–50 mg/kg/sólarhr. í þremur jöfnum skömmtum daglega í 7 daga.
Ef pensilín-ofnæmi: þá klindamýcín 15 mg/kg/sólarhr. í þremur jöfnum skömmtum daglega í 7 daga.
Heimakoma
Sýklalyfjameðferð fullorðinna
Fyrsta val: Fenoxýmetýlpensilín 1g x 3 í 10–14 daga. Tvöfaldið skammtinn af fenoxýmetýlpensilíni í 2g x 3 í 10–14 daga ef sjúklingur er 90–120kg.
Ef pensilín-ofnæmi, þá klindamýcín 300mg x 3 í 10–14 daga.
Sárasýking
Sýklalyfjameðferð fullorðinna og barna
Fullorðinsskammtar
Flúkloxacillín 1g 3svar á dag í 7 daga. Ef pensilín-ofnæmi, þá klindamýcín 150–300mg x 3 í 7 daga. Við heimakomu er fyrsta val fenoxýmetýlpensilín.
Barnaskammtar
Fyrsta val er cefalexín-mixtúra 25–50 mg/kg/sólarhring í 3 jöfnum skömmtum daglega í 7 daga. Ef alvarlegt pensilínónæmi, þá klindamýcín 15 mg/kg/sólarhring í 3 jöfnum skömmtum daglega í 7 daga
Sýkt fótasár
Sýklalyfjameðferð fullorðinna
Fenoxýmetýlpensilín 1g 3svar í 10 daga (streptókokkar)
Flúkloxacillín 1g 3svar á dag í 10 daga (stafýlókokkar)
Ef pensilínofnæmi, þá klindamýcín 150–300mg 3svar í 10 daga. Skömmtum daglega í 7 daga. Ef alvarlegt pensilínónæmi, þá klindamýcín 15 mg/kg/sólarhring í 3 jöfnum skömmtum daglega í 7 daga
Sýkingar í kattar- og hundsbiti
Sýklalyfjameðferð fullorðinna og barna
Tegund bits | Sýklalyf | Fullorðinsskammtar | Barnaskammtar |
Kattarbit | Fyrsta val: Fenoxýmetýlpencillín | 1 g x 3 í 10 daga | 25 mg/kg x 3 í 10 daga |
Kattarbit | Síðkomin einkenni (>2 sólarhringar): Amoxicillín-klavúlansýra |
500 mg x 3 í 10 daga | 20 mg/kg x 3 í 10 daga |
Hundsbit | Amoxicillín-klavúlansýra | 500 mg x 3 í 10 daga | 20 mg/kg x 3 í 10 daga |
Flökkuroði
Greining flökkuroða án fylgikvilla er klínísk. Blóðpróf gagnast ekkert við greininguna
Sýklalyfjameðferð fullorðinna | Sýklalyfjameðferð barna |
Fyrsta val: Fenoxýmetýlpensilín 1 g x 3 í 10 daga | Fyrsta val: Fenoxýmetýlpensilín 25 mg/kg x 3 í 10 daga |
Ef pensilínofnæmi: Þá doxýcýklín 100 mg x 2 í 10 daga (ekki gefið á síðustu 2 þriðjungum meðgöngu) | Ef pensilín ofnæmi: Þá azitromýcin 10 mg/kg x 1 fyrsta daginn og svo 5 mg/kg x 1 næstu 4 daga. |
Síðast uppfært 2017