Almennt

Í hraustum konum yfir 45 ára með einkenni breytingaskeiðs fer greining fram ÁN RANNSÓKNA (HORMÓNAMÆLINGA) hjá:

  • Konum á breytingaskeiði með einkenni svo sem hita- og svitakóf og óreglulegar blæðingar.
  • Konum sem hafa ekki haft blæðingar á síðustu 12 mánuðum og eru ekki að nota hormón.
  • Konum án legs sem eru með einkenni breytingaskeiðs.

Erfitt getur verið að greina tíðahvörf hjá konum sem eru að taka hormón til dæmis vegna mikilla blæðinga.

Ekki er ráðlagt að nota FSH til að greina tíðahvörf í konum sem eru á hormónameðferð (til dæmis sem getnaðarvörn eða háskammta progesteron meðferð til dæmis vegna blæðingatruflana). Nota skal einstaklingsmiðaða meðferð eftir þörf og aðlaga að einkennum. Taka skal tillit til einkenna og upplifunar konunnar og áhrifum einkenna á lífsgæði. 

Ekki er ráðlagt að hefja hormónameðferð ef kona er með ógreindar blæðingar frá leggöngum, brjóstakrabbamein, eða aðra estrogenháða illkynja sjúkdóma, alvarlega lifrar- eða gallsjúkdóma, djúpan bláæðasega eða lungnablóðrek, hjarta- og æðasjúkdóma og porphyrea cutaneous tarda. 

Gæta skal varkárni ef til staðar er saga um sykursýki, SLE, slæman astma, flogaveiki, mígreni, lifrarhemangiom og heilabilun. 

Estrogenmeðferð um húð hefur minni áhrif á lifur og eykur ekki hættu á bláæðasega.