Almennt

Skilgreining. Í þessum ráðleggingum er hjartabilun skilgreind á eftirfarandi máta:

  1. Hjartabilun með minnkuðu útfallsbroti (HFrEF - Heart failure with reduced ejection fraction) þar sem útfallsbrotið er 40% eða minna. Rannsóknir sem sýna lækkaða dánartíðni með lyfjagjöf eru nánast allar á þessari gerð hjartabilunar (Oft nefnd Systolic hjartabilun).
  2. Hjartabilun með vægt minnkuðu útfallsbroti. (HFmrEF - Heart failure with mildly reduced ejection fraction). Hér er útfallsbrotið 41-49%. Nota má sömu lyf og þar sem útfallsbrotið er minna en 40% en rannsóknir hafa ekki sýnt fram á lækkaða dánartíðni. 
  3. Hjartabilun með útfallsbroti >50% sem telst eðlilegt. HFpEF Heart failure with preserved ejection fraction - oft nefnd Diastolisk hjartabilun).

Það er því nauðsynlegt að hafa niðurstöðu úr ómskoðun á hjarta til að geta greint hjartabilun á þennan máta. 

Mælt er með að allir sem eru með greinda HFrEF séu á 4 lyfjameðferð ef hún þolist og að hjá þeim sem eru með HFmrEF má einnig meðhöndla með sömu lyfjum. Gangi meðferð ekki vel eða ef sjúklingur er með nýrnabilun er mælt með að heimilislæknir fái álit hjá göngudeild hjartabilunar Landspítala eða hjá hjartalækni.