Lyf við verkjum

Mikilvægt er að gera greinarmun á bráðum verkjum og langvinnum verkjum. Verkir sem hafa staðið í að minnsta kosti þrjá mánuði eru að jafnaði skilgreindir sem langvinnir.

Alla verkjameðferð ætti að meta reglulega, setja raunhæf markmið og endurskoða ef meðferðarmarkmið nást ekki. Ávallt ætti að nota minnsta skammt sem skilar árangri. Sem meðferð við langvinnum verkjum ætti lyfjameðferð að vera hluti af meðferð sem er fjölþætt og tekur til reglulegrar hreyfingar, þjálfunar, sálrænna og félagslegra þátta og svefns.

Lyfjalisti lyfjanefndar í Stokkhólmi var hafður til hliðsjónar