Hreyfing er mikilvæg fyrir líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Öll hreyfing telur og betra er að hreyfa sig lítið en ekki neitt og það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig meira.
Heilsufarslegur ávinningur af hreyfingu er vel þekktur og hreyfing er einn af þekktum áhrifaþáttum heilsu og lífsgæða. Regluleg hreyfing hefur jákvæð áhrif á marga þætti í líkamsstarfseminni eins og hjarta og æðakerfi, vöðva, taugakerfi, beinþéttni, þyngd og blóðflæði. Almennar ráðleggingar um hreyfingu eru settar fram í forvarnarskyni til að draga úr líkum á að þróa með sér langvinna sjúkdóma eða heilsubrest svo sem hjarta og æðasjúkdóma, háþrýsting, sykursýki og brjóstakrabbamein. Einnig hefur hreyfing jákvæð áhrif á geðheilsu, seinkar vitglöpum og getur hjálpað til við að viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd.
Á öllum æviskeiðum er mikilvægt að stunda reglulega hreyfingu og takmarka kyrrsetu. Dagleg verkefni verða auðveldari og jákvæð áhrif hreyfingar koma fram í betri hvíld og betri lífsgæðum.
Spurningar til að kanna áhugahvöt og trúna á eigin getu
- Hvernig gengur þér að hreyfa þig skv. almennum ráðleggingum (minnst 150 mínútur af rösklegri hreyfingu samtals á viku) á skalanum t.d 1 til 10
- Hversu mikilvægt finnst þér að þú hreyfir þig skv ráðleggingum? á skalanum t.d 1 til 10
- Hversu vel treystir þú þér til að hreyfa þig skv ráðleggingum (trúin á eigin getu) ? á skalanum t.d 1 til 10 (bjóða aðstoð(hvað gæti aukið trúna á eigin getu) /verkfæri)
- Hvað myndi gagnast þér svo að þú náir að hreyfa þig samkvæmt ráðleggingum ?
Úrræði/Verkfæri
Rafræn skimun og endurgjöf - virknispurningar
Viðkomandi aðili fær texta með niðurstöðu samkvæmt reiknireglu og myndræna framsetningu um það hvar hann er staddur, á rauða eða græna svæðinu. (sjá reiknilíkan)
Kyrrsetuspurning: Hversu mikið situr þú á venjulegum degi? (svefn ekki talinn með)
- Svo gott sem allan daginn
- 13-15 klukkustundir
- 10-12 klukkustundir
- 7-9 klukkustundir
- 4-6 klukkustundir
- 1-3 klukkustundir
- Ekkert
Ráðleggingar um hreyfingu og takmörkun á kyrrsetu:
Fræðsluefni fyrir skjólstæðing:
Verkfæri sem málastjórar og aðrir geta notað í þjónustu við skjólstæðing
Skipulögð hreyfiúrræði
- Ísland.is - hreyfing í boði fyrir eldri borgara í öllum sveitarfélögum landsins
Vefslóðir á ýmis æfingamyndbönd
Verklag þegar einstaklingur kemur á heilsugæslu og hefur áhuga á að fara að hreyfa sig.
- Virknisspurningar lagðar fyrir.
Ef einstaklingur lendir á grænu svæði: => Má bjóða þér einhverjar frekari leiðbeiningar?
- Nei takk – gangi þér vel.
- Já takk =>
Aðila boðið að kynna sér / skoða með heilbrigðisstarfsmanni
Sjá ráðleggingar um hreyfingu og takmörkun á kyrrsetu hér að ofan ásamt verkfærum.
Ef einstaklingur lendir á rauðu svæði: => Má bjóða þér að sjúkraþjálfari hringi í þig og þið eigið samtal um það hvernig þú getur sem best haft áhrif á heilsu þína með hreyfingu og hvaða möguleikar eru fyrir hendi?
- Já takk =>
- Viðkomandi setur á hringilista hjá sjúkraþjálfara heilsugæslunnar
- Sjúkraþjálfari hringir og ræðir við viðkomandi og metur með honum hvaða leið er hentar viðkomandi og bókar í samtal skv því.
- Sjúkraþjálfari tekur áhugahvetjandi samtal við viðkomandi, leggur fyrir BREQ2 ef það hefur ekki verið gert, metur getu og áhuga til hreyfingar og ef viðkomandi hefur áhuga á að fá hreyfiáætlun í samræmi við sinn heilsubrest og skipulagða eftirfylgni í anda hreyfiseðils þá fer það ferli í gang.
- Ef ekki er áhugi fyrir slíku er lagt upp með hreyfingu án rafrænnar skráningar en með eftirfylgd og hvatningu sjúkraþjálfarans.
- Nei takk =>
- Má bjóða þér einhverjar frekari leiðbeiningar?
- Nei takk. Gangi þér vel og þú getur alltaf haft samand þegar þér hentar
- Já takk =>
Aðila boðið að kynna sér / skoða með heilbrigðisstarfsmanni
Sjá ráðleggingar um hreyfingu og takmörkun á kyrrsetu hér að ofan ásamt verkfærum.
Matstæki sem notað verður til að meta áhugahvöt fyrir hreyfingu og eftirfylgd.
Matstæki til að meta áhugahvöt einstaklings til hreyfingar /æfinga – koma eingöngu þegar einstaklingur hefur sótt þjónustu á heilsugæslu og hefur áhuga á að hefja hreyfingu – notast ýmist af þjónustustjóra eða sjúkraþjálfara: