Eitt mikilvægasta verkefni sykursýkisteymisins er að virkja skjólstæðinginn til þátttöku í eigin meðferð og auka þannig líkurnar á árangri.
Læknir - greining og meðferð
Hlutverk læknis
Ráðleggingar um mataræði: íslenska, enska, pólska
Næringarmeðferð - leiðbeiningar
Eldri einstaklingar með sykursýki
Fótamein sykursjúkra - leiðbeiningar frá LSH
Sjónukvilli - Snemmgreining og eftirlit
Langvinnur nýrnasjúkdómur (CKD)
Sænskar ráðleggingar um hreyfingu fólks með sykursýki2
Ókeypis app fyrir fólk með sykursýki (RetinaRisk)
Greiningarviðtal læknis
Greiningarviðtal læknis
Læknir greinir sjúkdóminn og á fyrstu samskiptin við skjólstæðinginn. Hann er því í lykilaðstöðu til að virkja sjúklinginn og ýta undir sjálfseflingu.
Lykilspurningar til að virkja til þáttöku:
- Hvað veistu um sjúkdóminn? Fylla í eyðurnar:
- Tilurð sjúkdóms, erfðir, offita, minnkað insúlínnæmi
- Fylgikvillar s.s. stóræða- og smáæðasjúkdómar
- Áhættuþættir
- Meðhöndlun s.s. lífsstílsbreytingar, lyf, mm
- Eftirlit
- Tilurð sjúkdóms, erfðir, offita, minnkað insúlínnæmi
- Af hverju er meðhöndlun mikilvæg?
- Mikilvægt að útskýra hvað liggur að baki sjúkdóminum og hvað skjólstæðingurinn geti gert[N2] til að leiðrétta ástandið og þannig bætt lífsgæði sín til bæði skemmri (minnka einkenni) og lengri tíma (fylgikvillar).
- Hver heldur þú að sé mikilvægasti meðferðaraðilinn?
Stuttar ráðleggingar um mataræði og hreyfingu eru mikilvægur hluti af þessari fyrstu heimsókn.
- Æskileg hreyfing samkvæmt FYSS (hugtök í tengli: RPE, VO2max, VO2max áætlað
Markmið eru einstaklingsmiðuð, sett sameiginlega og skráð, m.a. :
- Þyngdartap um 5-10% ef of þungur og/eða minnkun á mittismáli um 3-5 cm.
- Reykstopp.
- Blóðþrýstingur: almennt gildir 140/90, en 130/80, ef merki um smáæðasjúkdóm í nýrum eða augnbotnum eða heilaæðasjúkdóm, en hærri markmið ef t.d. réttstöðulágþrýstingur eða meðhöndlun þolist illa
- Blóðfitugildi gefi minna en 10% 10 ára áhættu á stóræðasjúkdómi. Einnig ráðlögð statín öllum með krónískan nýrnasjúkdóm.
- Blóðsykurstjórnun: Almennt gildir HbA1c <53 mmól/mól / <7,0% nema:
- HbA1c <48 mmól/mól / <6,5%, ef "ungur" einstaklingur, stóræðasjúkdómur ekki til staðar og lítil hætta á sykurfalli.
- HbA1c <58 mmól/mól / <7,5%, þegar þörf er á 3ja lyfi, vaxandi hætta á sykurfalli, sveiflóttur sykur eða stóræðasjúkdómur til staðar.
- HbA1c 58-75 mmól/mól / 7,5-9,0%, ef skertar lífslíkur, endurtekið alvarlegt sykurfall, langt gengnir stór- og smáæðafylgikvillar eða aðrir alvarlegir sjúkdómar.
Lykilspurning: Hversu mikla trú hefur þú á að þér takist að ná markmiðunum sem við höfum sett hér í dag?
Reyna lífsstílsbreytingar sem einu upphafsmeðferð, ef mögulegt er og það talið vænlegt til að ná settum markmiðum.
Íhuga insúlínmeðferð ef blóðsykur er mjög hár í upphafi, t.d. HbA1c >86 mmól/mól / > 10% og að sjálfsögðu ef merki eru um ketónblóðsýringu (bráðainnlögn) eða mikið vefjaniðurbrot.
Ekki gleyma ykkur bara í sykurstjórnun!Meðhöndlun hás blóðþrýstings og blóðfitu hefur ef eitthvað mun meiri áhrif á lífsgæði þessarra skjólstæðinga í jákvæðum áhrifum á stóræðasjúkdóm
- Hjá einstaklingum með hjarta- og æðasjúkdóma eða króníska nýrnabilun
- Hjá einstaklingum sem takmarka þarf þyngdaraukningu eða ýta undir þyngdartap
- Hjá einstaklingum þar sem takmarka þarf hættu á blóðsykurfalli
- Hjá einstaklingum þar sem kostnaður spilar stórt hlutverk
Allir meðferðaraðilar þurfa að hafa í huga helstu áhrifaþætti meðferðarheldni og vinna með þá þætti ef þarf
- Skýr markmið og virkni sjúklings við ákvarðanatöku um eigin meðferð og markmið meðferðar.
- Aukin lífsgæði til lengri og skemmri tíma.
- Áhrif meðferðar á lífsgæði.
- Ef jákvæð = aukin meðferðarheldni.
- Ef neikvæð = minni meðferðarheldni.
- Þunglyndi.
- Áfengis- eða önnur vímuefnanotkun.
- Hvort skjólstæðingur hafi sætt sig við sjúkdóminn.
- Skert geta til að taka á móti upplýsingum.
- Menningarlegir þættir s.s. tungumál, trú og hefðir.
- Kostnaður.
Hafa einnig í huga PAID og mat á álagsþáttum og þörf á viðeigandi meðferð.
Við fyrsta viðtal skráir læknir á sykursýkisblaðið, greiningu og á hverju hún byggist í Sykursýki – greining og flokkun, einnig fyllir hann í viðeigandi upplýsingar um Ættarsögu og Heilsufar, Áhættumat og Markmiðssetningu.
Þegar greining liggur fyrir er séð til þess að skjólstæðingur fái viðtal hjá sykursýkishjúkrunarfræðingi, hreyfistjóra og þegar þess er kostur næringarfræðingi. Einnig er séð til þess að skjólstæðingurinn fari til augnlæknis í mat á augnbotnum og síðan á minnst 2ja ára fresti.
Eftirlit
Eftirlit
Frekara eftirlit
Skjólstæðingur kemur í eftirlit til sykursýkisteymisins í það minnsta einu sinni á ári. Yfirleitt hittir skjólstæðingurinn hjúkrunarfræðinginn fyrst sem tekur viðeigandi mælingar, fer yfir lífsstílsbreytingar og býður fræðslu eftir þörfum og skráir á sykursýkisblaðið.
Læknir heldur síðan áfram viðeigandi skráningu á sama blað.
- Gert er áhættumat m.t.t. hjarta- og æðasjúkdóma, spurt er eftir einkennum og skoðun gerð eins og við á.
- Athugað er hvort augnbotnaskoðun hafi verið gerð síðustu 2 árin og niðurstaða skráð.
- Einkenni frá taugakerfi og fótum könnuð, fætur skoðaðir og skráð.
- Fylgikvillar sem upp hafa komið eða áhættuþættir sem bæst hafa við síðasta árið eru skráðir í Heilsufar.
- Árangur metinn, farið yfir meðferðina, markmið endurskoðuð og gerðar viðeigandi breytingar eftir þörfum. Breytingum á meðferð er æskilegt að fylgja eftir innan 3-6 mánaða hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi.
Skoðun og rannsóknir
Skoðun og rannsóknir
Við greiningu | x1/ár eða oftar | 2. hvert ár | |
Skoðun | x | ||
Hæð (x1), þyngd, BMI, kviðummál | x | ||
Blóðþrýstingur | x | x | |
Skoðun hj. og æðakerfi | x | ||
Fótaskoðun (taugar, púlsar, sár) | x | ||
Augnbotnaskoðun - tékk | x | x | |
Blóðprufur | |||
Fastandi blóðsykur | x | ||
HbA1c | x | x | |
Kólesteról, TG og HDL | x | x | |
Kreatínín | x | x | |
Na, K (við ACE/AT2/tíazíð) | x | x | |
B12 (við metformin meðh.) | x | ||
Ferritin - Allir | x | ||
Fyrir statin meðferð - CK, ALAT, TSH | |||
Þvagprufur | |||
Þvagstix | x | ||
Microalbuminuria | x |