Minnst 90% þessara sjúklinga eru of feitir.

Svo ég fræði þá um að til þess að við getum nýtt bensínið okkar, blóðsykurinn, þarf insúlín sem brisið framleiðir og insúlínið virkar í gegnum svokallaða viðtaka í vöðvum, heila og annars staðar þar sem við þurfum á orku að halda. 

Offita og hreyfingarleysi valda því m.a. að næmi þessarra viðtaka minnkar og þar með virkni insúlíns. Þá hækkar blóðsykurinn, sem setur brisið af stað að framleiða meira insúlín svo sykurinn nýtist og svona gengur þetta þó nokkurn tíma þar til að lokum brisið sem unnið hefur á yfirsnúningi 24/7 í langan tíma gefst að lokum upp og missir stjórnina á sykrinum og þú ert komin með sykursýki áður en þú veist af. 

Því geta fylgt ýmsir kvillar eins og t.d. kransæðaþrengingar og hjartadrep í miklu ríkara mæli en hjá þeim sem eru ekki með sykursýki. Við viljum auðvitað forða þér frá því ef mögulegt. – Við getum auðvitað lækkað sykurinn með ýmsum pillum svo við ekki nefnum stungulyfjum. Spurningin er hvað getur þú gert?