Insúlínmeðferð

Ábendingar:

Markmiðum sykurstjórnunar er ekki náð með lífsstílsbreytingum og töflumeðferð.

  1. Tímabundin meðferð hjá sjúklingum með bráð veikindi og endurtekin há blóðsykurgildi, 15-20 eða hærra. Það bætir líðan og horfur og dregur úr hættu á sykursýkisdái við þessar aðstæður.
  2. Íhuga einnig strax við greiningu við mjög há blóðsykurgildi, 15-20 eða hærra.
  3. Grunur um ketónblóðsýringu eða osmóla eitrun. Þá er skilyrðislaust þörf á innlögn á sjúkrahús

 

Eftirlit:

Insúlínmeðferð krefst reglulegra blóðsykurmælinga og tíðari í byrjun (Sjá “Flæðiskema insúlínmeðferðar“).
Einnig er nauðsyn á reglulegu eftirliti hjá meðferðarteymi og stuðningi með símtölum. Gott aðgengi að faghjálp er algjört skilyrði.

Unnið úr leiðbeiningum Landlæknis um sykursýki 2 2009.